Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 17
föstudagur 5. desember 2008 17Helgarblað „Ég held að hann geti alveg komið sér á þing. Hann hefur dáleiðslumátt sem fáir aðrir hafa og þegar hann byrjar að tala um pólitík eru margir sem hlusta og margir sem verða dá- leiddir þótt hann sé reyndar búinn að reyna svolítið á þolrifin undanfar- ið,“ segir Hallgrímur. Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur hefur hins vegar litla trú á mögulegri endurkomu Davíðs í stjórnmál. „Ég held að nú þegar í dag sé meira framboð af Davíð en eftir- spurn í íslenskri pólitík,“ segir hann. „Í fyrsta lagi held ég að þetta séu mjög óeðlileg ummæli að hálfu embættismanns og seðlabanka- stjóra. Það má kannski segja að þetta sé undirliggjandi hótun til hans yfir- manns sem er forsætisráðherra, að ef hann fái ekki að vera í friði ætli hann að fara aftur í pólitík. Hann gefur það í skyn að hann ætli þá að reyna að skáka forsætisráðherra, hvort sem það yrði gert innan Sjálfstæðisflokks eða þá með nýju framboði,“ segir Einar. Reka ekki Davíð Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands og náinn vinur Dav- iðs, segist ekki túlka sem hótun þau orð Davíðs um að snúa aftur í stjórn- mál ef honum verður vikið úr Seðla- bankanum. „Ég hef enga trú á, að ríkisstjórnin reki Davíð Oddsson úr Seðlabankanum, enda var hann eini maðurinn í ábyrgðarstöðu, sem var- aði við þróuninni. Við erum núna að súpa seyðið af því, að ekki var á hann hlustað. En væri hann rekinn þyrfti enginn að furða sig á því, að hann svaraði fyrir sig,“ segir Hannes. Hann telur heldur ekki að Geir óttist endurkomu Davíðs í stjórn- málin og því hafi hann ekki vikið honum frá. „Geir Haarde veit eins og margir aðrir, að Davíð er réttur maður á réttum stað. Þeir vinna vel saman, enda eru þeir báðir drengir góðir, traustir og heiðarlegir. Það er fátt fjær Geir Haarde en að láta und- an lýðskrumurum og keyptum þjón- um auðjöfranna, sem gera nú hróp að Davíð,“ segir Hannes. Aðspurður hvort hann telji Dav- íð geta tekið við forystu Sjálfstæðis- flokksins að nýju eða hvort vænlegra væri fyrir hann að stofna nýjan flokk segir Hannes: „Ég hef þegar svar- að þessu: Ég hef enga trú á, að rík- isstjórnin reki Davíð Oddsson, enda þyrfti að setja sérstök lög til þess.“ Of auðvelt með að tala Fanney Birna Jónsdóttir, formað- ur Heimdallar, hefur litlar áhyggjur af því að Davíð Oddsson geti ógnað stöðu núverandi forystu Sjálfstæð- isflokksins. „Honum er náttúrulega frjálst að bjóða sig fram eða koma aftur inn í stjórnmálin,“ segir hún. Fanneyju finnst erfitt að leggja mat á hvort skilja skuli orð Davíðs þannig að hann hyggi á endurkomu í próf- kjör Sjálfstæðisflokksins eða sér- framboð. „En hann er velkominn í prófkjör hér eins og aðrir. Þetta er lýðræðislegur flokkur,“ segir Fanney. Hún segist ekki hafa forsend- ur til að meta hvort túlka megi orð Davíðs þannig að hann sé í raun að hóta Geir ef hann víki honum úr Seðlabankanum. Fanney hefur hins vegar mikla trú á Geir. „Ég held að Geir standi traustum fótum innan flokksins og hef persónulega engar áhyggjur af því að það verði vanda- mál ef Davíð eða einhver annar fari á móti honum, eða á móti for- ystu flokksins yfirhöfuð. Ég held að endurkoma Davíðs í stjórnmál með hvaða hætti sem það yrði myndi ekki ógna henni,“ segir Fanney. Yfirlýsing Davíðs um að hann ætli aftur í stjórnmál verði honum bol- að út úr Seðlabankanum bera hins vegar skýr skilaboð að mati Hall- gríms. „Mér finnst að með því að tala svona sé hann að undirbúa brottför úr Seðlabankanum. Það er eins og hann sé að búa þjóðina undir það. Mér finnst hins vegar að Davíð verði að sýna þá ábyrgð sem hann vill ekki axla. Davíð er sterkur og dómíner- andi karakter sem á allt of auðvelt með að tala við þjóðina.“ Davíð yfirforsætisráðherra Hallgrímur segir það hafa geigvæn- legar afleiðingar ef Davíð ætlar sér að koma að stjórn landsins. „Hann kemur þá eins og fyrrverandi maki inn á heimili sem er í sárum, heim- ili þar sem er verið að byggja upp nýtt hjónaband. Hann kemur eins og fyrrverandi maki inn í mjög brot- hætta stöðu sem er mög slæmt. Með því myndi hann einnig persónugera ástandið um of. Nú þurfum við að byggja upp nýtt þjóðfélag en ekki láta allt snúast um persónu Davíðs Oddssonar. Mér finnst hann skulda þjóðinni frí frá sjálfum sér,“ segir hann. Hallgrímur telur að ástæðan fyr- ir því að Geir hefur ekki vikið Dav- íð frá störfum í Seðlabankanum sé ótti hans við að Davíð snúi aftur í stjórnmálin. „Það blasir við öllum. Geir skortir kjark. Hann er of mikil gunga til að vera forsætisráðherra. Ég hef reynt að skýra þetta út fyr- ir erlendum blaðamönnum þannig að þegar Margaret Thatcher hætti í stjórnmálum hefði hún ekki hætt í raun heldur skipað sig sem seðla- bankastjóra og John Major verið for- sætisráðherra. Þá skilja menn úti hvaða staða er í stjórnmálunum hér heima. Þetta er búið að vera absúrd. Við erum búin að búa til einhvern yfirforsætisráðherra sem Davíð hef- ur verið. Geir er ekki nógu sterkur,“ segir Hallgrímur. Viðtalið við Davíð í Fyens Stiftsti- dende hefur vakið gífurlega athygli. Í samtali við mbl.is í gær sagði hann hins vegar að ummælin sem hann lét þar falla hafi verið sett í annað samhengi í blaðinu en tilefni var til og fólk læsi úr þeim annað og meira en ástæða væri til. Davíð skýrði mál sitt þó ekki frekar. Leynimakk Davíðs Bankaleynd davíð vildi hvorki tala við fjölmiðla né viðskiptanefnd alþingis. Hann bar fyrir sig bankaleynd og yfirgaf fundinn í fylgd lífvarða og lögreglu. MynD KRistinn MagnússOn SNERU AFTUR Í STJÓRNMÁL alBeRt guðMunDssOn sjálfstæðismaður var iðnaðar- og fjármálaráðherra í ríkisstjórn steingríms Hermannssonar 1987 þegar heildsölufyrirtæki hans varð uppvíst að skattamisferli. Hann sagði af sér fyrri hluta árs 1987, klauf sig frá sjálfstæðisflokknum og stofnaði borgaraflokkinn nokkru síðar. borgaraflokkurinn hlaut 7 þingsæti og tók sæti í þriðju ríkisstjórn steingríms Hermannssonar 1989. sveRRiR HeRMannssOn sjálfstæðismaður var menntamálaráðherra í fyrstu ríkissjórn steingríms Hermannssonar 1983 til 1987. Hann varð bankastjóri Landsbankans (ríkisbanki) árið 1988. Hann hrökklaðist undan davíð Oddssyni og finni Ingólfssyni úr bankastjóraembætti vorið 1998 ásamt tveimur öðrum bankastjórum, sakaður um spillingu. sverrir stofnaði þá frjálslynda flokkinn sem náði tveimur mönnum á þing í kosningunum 1999. sjálfur var sverrir þingmaður eitt kjörtímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.