Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 5. desember 200818 Helgarblað Heildsalar, verslunarmenn, framleiðendur og aðrir íslendingar „Mér var einfaldlega sagt að ég fengi ekki að dreifa greiðslum vegna þess að ég væri útlendingur,“ segir Rafal Ziolkowski, 34 ára Pólverji, sem hef- ur búið á Íslandi í sjö ár. Hann var á dögunum staddur í Bræðrunum Ormsson þar sem hann hugðist festa kaup á uppþvottavél. Hann staðgreiddi hluta upphæðar- innar og óskaði því næst eftir því að fá að skipta greiðslunum og afhenti VISA kreditkort. Þá var honum sagt að það væri ekki hægt vegna þess að verslunin væri í viðskiptum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun hf., en fyrirtækið lánar ekki útlend- ingum. Synjun í Elko „Ég er búinn að búa hérna í sjö ár og hef aldrei upplifað þetta áður. Því fannst mér þetta mjög leiðinlegt og upplifði mig sem annars flokks borg- ara,“ segir Rafal sem hefur, allt frá því hann kom til landsins, starfað á Far- fuglaheimilinu í Reykjavík. Rafal fór því næst í raftækjaversl- unina Elko. Þar fann hann aðra vél sem hann ætlaði að kaupa. Þegar hann kom að kassanum var honum einnig synjað um að dreifa greiðsl- um á nokkra mánuði. Ástæðan var sögð sú sama og áður, Elko skipti við Borgun hf. Gekk vel að skipta við Valitor Það var ekki fyrr en hann hafði tal- að yfirmann í versluninni sem hann fékk að vita að fyrirtækið væri einnig í viðskiptum við Valitor. Honum gekk greiðlega að semja við það fyrirtæki og gat því eignast vélina. Hann segist aldrei hafa svikist um greiðslur enda hafi hann alla tíð haft trygga og góða vinnu. Í 180. grein almennra hegningar- laga segir meðal annars: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarf- semi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grund- velli þjóðernis hans, litarháttar, kyn- þáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“ Rafal segist ekki geta annað séð en að Borgun hf. brjóti í bága við lögin. Honum hafi verið mismunað vegna þjóðernis síns. Reglunum verður breytt Haukur Oddsson, forstjóri Borgun- ar hf., segir að því miður hafi fyrir- tækið þurft að hafa þær reglur að lána einungis íslenskum ríkisborg- urum. „Við lentum í því í stórum stíl að útlendingar versluðu sér af ásetningi áður en þeir fluttu af landi brott. Jafnvel þeir sem höfðu aðeins búið hér í mjög skamman tíma. Eft- ir að þeir voru farnir var engin leið að innheimta skuldirnar. Við gátum einfaldlega afskrifað þær strax,“ seg- ir Haukur en bætir við að fyrirtækið vilji alls ekki gera upp á milli fólks eftir þjóðerni. „Við erum að vinna að nýjum reglum sem eiga að koma í veg fyrir að svona gerist,“ segir hann. Hann segir að reglurnar muni kveða á um að fólki verði lánað ef það hefur búið á landinu í ákveðið mörg ár og sé ekki á vanskilaskrá. Ekki sé búið að ganga frá nákvæmum árafjölda en stefnt sé að því að miðað verði við fjögur ár. Fleiri dæmi um synjanir Beata Czajkowska, vinkona Rafals, starfar sem túlkur á Íslandi en er pólsk að uppruna. Hún hefur einnig búið á Íslandi í sjö ár og hefur svip- aða sögu að segja. „Ég ætlaði um daginn að kaupa mér hrærivél í raf- tækjaversluninni Max. Þegar ég kom að kassanum var mér synjað um að skipta greiðslunni, eins og ég hef margoft gert. Það var löng röð af við- skiptavinum á eftir mér og þetta var mjög niðurlægjandi,“ segir hún og bætir því við að hún hafi ávallt greitt skatta til samfélagins og tekið fullan þátt í því eins og aðrir. Því hafi hún tekið þetta mjög nærri sér. Þegar DV hafði samband við Neytendasamtökin fengust þær upplýsingar að samskonar mál hefðu komið inn á borð til þeirra og þau mál væru til skoðunar. Þá sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, að hann ynni að undirbúningi tilmæla vegna þessa. Þeirra mætti vænta fljótlega. Rafal Ziolkowski og Beata Czajkowska eru frá Póllandi en hafa búið á Íslandi í sjö ár. Þau hafa bæði lent í því nýlega að vera synjað um greiðsludreifingu þrátt fyrir að hafa fullgild kreditkort. Ástæðan er sú að greiðslu- miðlunarfyrirtækið Borgun hf. lánar ekki útlendingum. Haukur Oddsson, forstjóri fyrirtækisins, harmar þetta og segir unnið að nýjum reglum. Útlendingar fá ekki lánað BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það var löng röð af viðskiptavinum á eftir mér og þetta var mjög niðurlægjandi.“ Hafa búið á Íslandi í sjö ár rafal Ziolkowski og beata Czajkowska segja niðurlægjandi að vera synjað um greiðsludreifingu vegna þjóðernis þeirra. MyND SiGtRyGGUR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.