Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 20
XLoksins er eitthvað að gerast í pólitíkinni. Davíð Odds-son seðlabankastjóri hefur opinberað í viðtali við danskt
bændablað og gott ef ekki kínverskt
svæðisútvarp að hann ætli að snúa
aftur í pólitík. Svarthöfði viðurkennir
hér með að hann er aðdáandi náhirð-
arinnar sem er að baki Dabba kóngi
í blíðu jafnt og stríðu. Þegar Heim-
stjórnarflokkurinn verður stofnaður
með pompi og prakt á Gráa kettinum
stefnir Svarthöfði á að vera þar í innsta
hring, klökkur af hrifningu.
Það verður að viðurkennast að Svarthöfði er með sérkenni-legar stjórnmálaskoðanir. Þegar Saddam Hussein var á
flótta undan bandaríska hernum og
íslenskum friðargæsluliðum var Svart-
höfði á meðal þeirra sem vorkenndu
karlinum. Hann skyldi aldrei hvernig
heimsbyggðin öll gat lagst á eitt með
að leggja manni, sem hafði samein-
að írösku þjóðina, í einelti. Svo fór á
endanum að Saddam fannst í holu við
bóndabæ og var tekinn höndum af
bandaríska hernum. Það var áfall fyrir
Svarthöfða og aðra sem fundu til með
mannskepnunni. Eftir að hafa verið
sendur í bað og neyddur til að skerða
skegg sitt voru sýndarréttarhöld yfir
leið- toganum. Hann
var dæmdur til
dauða og á
þeirri sorgar-
stundu
skynjaði
Svarthöfði illsku mannkynsins. Vinur
Saddams, Eiturefna-Ali, bíður nú ör-
laga sinna á bak við rimla.
Eineltið sem Saddam varð fyrir var einnig á ábyrgð Dav-íðs Oddssonar og íslenskra stjórnvalda sem höfðu lýst
yfir stríði við Írak. Þetta er í eina skipt-
ið sem Svarthöfði hefur verið ósam-
mála Davíð í nokkru máli. Það er þó
huggun harmi gegn að á umræddum
tíma gekk Davíð ekki heill til skógar
og lét því líklega blekkjast af fagur-
gala Bandaríkjamanna. Skömmu eftir
fráfall Saddams steypti Davíð sjálfum
sér af stóli og svipti þjóðina þannig
forsjá sinni. Það voru mikil mistök en
tilkomin vegna þess að of stór hluti
þjóðarinnar sveik lit í kosningum og
varpaði atkvæði sínu á glæ með því að
kjósa ólýðræðisleg öfl á borð við Sam-
fylkinguna. En Davíð var þó svo hepp-
inn að átta sig á því að hann var best
til þess fallinn að stjórna Seðlabank-
anum. Þar vantaði mann og hann réði
sig til að standa vörð um íslenskan
efnahag og krónuna okkar.
Fall Davíðs var því með þeim hætti að hann lét sig detta.
Síðan hefur
hann af
alúð
hækkað og lækkað stýrivexti. Hvað
eftir annað hefur hann varað besta
vin sinn, norskan skógarkött, við því
að hér gæti allt farið í hund og kött í
efnahagsmálum. Hann hefur reynt
að vara menn við því sama en enginn
hlustaði. Það var ekki fyrr en Davíð
komst að í danska bændablaðinu að
hann náði eyrum íslensks almenn-
ings. Og nú veit þjóðin að hann er að
koma aftur.
Svarthöfði var á Gráa kettinum þegar Davíð, þá forsætisráð-herra, kynnti bók sína, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Það
var mögnuð stund og ekki síst það
að hann tileinkaði móður sinni ritið.
Nú er þeirrar stundar beðið í ofvæni
að Davíð og lífverðir hans gangi út úr
Seðlabankanum þann spöl sem er á
Gráa köttinn. Það verður álíka mögn-
uð uppákoma og þegar Napóleon
Bonaparte sneri frá Elbu forðum og
hermenn sem sendir voru til höfuðs
honum féllu til jarðar og gengu hon-
um á hönd. Verst er að seinna var
Napóleon sendur á aðra eyju þaðan
sem hann átti ekki afturkvæmt. En
það gætu orðið nokkrir góðir dagar
með Davíð.
föstudagur 5. desember 200820 Umræða
Góðir daGar með davíð
svarthöfði
spurningin
„Hann er ekki í
framboði,“ segir
Hannes
Hólmsteinn
gissurarson
kennari við
Háskóla Íslands.
davíð sagði í
viðtali við danska
héraðsblaðið
fyens stiftstidende að hann myndi
snúa aftur í stjórnmálin yrði honum
bolað burt úr seðlabankanum.
Ætlarðu að kjósa
davíð?
sandkorn
n Sjálfstæðismönnum er ekki
skemmt vegna þeirrar hótun-
ar Davíðs
Oddsson-
ar seðla-
bankastjóra
í dönsku
bændablaði
að snúa
aftur. Davíð
er reyndar
fyrir löngu
búinn að láta þessi boð berast
til forystu Sjálfstæðisflokksins
en það kann að hafa haft þau
áhrif á Geir H. Haarde að hann
hafi fyllts ótta og óöryggi. Nú er
staðan sú að Davíð er búinn að
upplýsa um pólitískar ambís-
jónir sínar. Honum ætti því ekki
að vera neitt að vanbúnaði að
fara úr bankanum.
n Vafasamt er talið að Dav-
íð Oddsson muni ná völdum
innan Sjálfstæðisflokksins þar
sem hann mætir eindreginni
andstöðu Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur varaformanns
og þögulli mótspyrnu Geirs
H. Haarde.
Hann á því
vart annan
kost en þann
að kljúfa
flokkinn. Þar
er talið víst
að Hannes
Hólmsteinn
Gissurar-
son, sem nefndur er af gárung-
um hirðfífl náhirðarinnar, fylgi
leiðtoga sínum í nýjan flokk. Þá
er Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra líklegur til að dingla
með Davíð sem og Sigurður
Kári Kristjánsson alþingismað-
ur. En þá er líka upptalið.
n Guðrún Helgadóttir sat lengi
á þingi fyrir Alþýðubandalagið
og er auk þess frábær barna-
bókahöf-
undur. Hún
var býsna
vinstri
sinnuð og
óþreytandi
málsvari
þeirra sem
minnst
mega sín
í samfélaginu, einkum í bar-
áttu þeirra við skeytingarlausa
auðmenn. Svo vildi hins vegar
til að þessi harði gagnrýnandi
kapítalismans varð tengda-
móðir eins helsta útrásarvík-
ingsins, Bjarna Ármannsson-
ar, sem nú er flúinn með
feng sinn til Noregs. Þar
bíður Bjarni átekta með-
an Íslendingar þjást vegna
glannaskapar hans og fleiri
útrásarvíkinga.
n Guðrún hefur ekki kvatt
sér hljóðs um stöðu
tengdasonarins en á degi
íslenskrar tungu um dag-
inn, mátti þó sjá nokkuð
átakanlega pillu frá henni
í blöðunum. Sumir af helstu
rithöfundum þjóðarinnar skrif-
uðu stutt skilaboð til þjóðar-
innar, og voru það í flestum
tilfellum jólakveðjur eða áskor-
anir um að láta ekki hugfallast.
Nema hvað Guðrún Helgadótt-
ir skrifaði þetta: „Fyrirgef oss
vorar skuldir, svo sem vér og
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Þá mun ég snúa
aftur.“
n Davíð Oddson seðlabankastjóri
sagði í viðtali við danska
dagblaðið Fyns Stiftstidende að
hann muni snúa aftur í pólítik ef
hann verður látinn hætta sem seðlabankastjóri. -
Morgunblaðið.
„Ég upplifði
hann svona
mjög manna-
eskjulegan og
elskulegan.“
n Eva Hauksdóttir, mómælandi Íslands, fór á fund
með Davíð Oddssyni. - DV.
„Eru engin föt í dag?“
n Spyr kona sem var of sein til að fá fötum
úthlutað í fataúthlutun Mærastyrksnefndar. -
Morgunblaðið
„Ef þetta verður til að ég
verð að segja af
mér sem keisari
í Rokklandi
mun ég axla þá
ábyrgð.“
n Ólafur Páll, útvarpsmaður á Rás 2, sem segist
ætla að axla ábyrgð á því að hafa sagt að
starfsmenn Stöðvar 2 hafi skálað í kampavíni
þegar heyrðist af uppsögnunum á RÚV. -
Fréttablaðið
„Núna væri komin rúm
vika síðan hann
lofaði mér
þessu.“
n Smári Garðarsson sem Össur
Skarphéðinsson lofaði að fylgja upp í
Seðlabanka til þess að krefja Davíð svara vegna
hryðjuverkalaganna. - DV
Stjórnvöld sviptu þig frelsinu
Leiðari
Ef þú keyptir heimili síðustu þrjú árin er fjárhagsleg framtíð þín ráðin. Þótt íbúðin hafi aðeins kostað 22 milljónir króna og þótt
þú hafir átt fjórar milljónir í henni muntu
fyrir lok árs 2011 skulda um 10 milljónir
króna í henni umfram virði hennar. Það
skiptir engu máli þótt þú hafir ekki gert
neitt rangt, þótt þú hafir bara hlustað á
stjórnvöld, sem gagnrýndu þá sem vör-
uðu við fasteignamarkaðinum eða „töl-
uðu hann niður“.
Svo það sé á hreinu var það yfirlýst
markmið Sjálfstæðisflokksins að koma
þér í þessa aðstöðu. Þrjú fyrstu kosn-
ingaloforð flokksins í fjölskyldumálum
snerust um að koma fólki í eigið hús-
næði. Flokkurinn lofaði líka efnahagsleg-
um stöðugleika, og varaði við því að aðrir
flokkar væru hættulegir í því tilliti, en nú
eru svikin ljós.
Í sumar greip Jóhanna Sigurðardótt-
ir, vinsælasti ráðherra Íslands, til þeirra
aðgerða að auðvelda ungu fólki að kom-
ast inn á fasteignamarkaðinn í fyrsta sinn.
Þetta gerði hún til að koma í veg fyrir að
markaðurinn frysi. Þeir sem tóku tilboði
Jóhönnu geta útilokað að eignast sparn-
að á næstu árum. Þeir munu þvert á móti
eignast skuldir, í mörgum tilfellum um 10
milljónir króna, eða sem nemur öllum
útborguðum launum meðal-Íslendings í
fjögur ár samfellt.
Einstaklingar eiga nú að hugsa um
sjálfa sig. Það er ekki þitt vandamál að
Íbúðalánasjóður lendi í vandræðum ef
margir eins og þú hætta að borga. Það er
hins vegar þitt vandamál að yfirvöld hafa
gert þig að skuldaþræl fyrir lífstíð. Þau
hafa afnumið fjárhagslegt frelsi þitt og
skert tækifæri þín um ókomna tíð. Ástæða
vandræðanna er ekki að Lehman-bræð-
ur fóru á hausinn í New York. Það var
morgunljóst strax í janúar að stjórnvöld,
greiningadeildir og fasteignasalar hefðu
eitthvað að fela þegar kom að fasteigna-
markaðnum. Þess vegna birti DV ráð-
leggingar til lesenda á forsíðu 17. janúar:
„Ekki kaupa íbúð.“ En stjórnvöld héldu
áfram að tala upp markaðinn.
Þú berð ekki ábyrgð á því að stjórnvöld
hækkuðu lánshlutfall, þverskölluðust við
að viðurkenna yfirvofandi hrun fasteigna-
markaðar, neituðu að afnema verðtrygg-
inguna, juku á ofþensluna með skatta-
lækkunum, stofnuðu til risaframkvæmda
í góðæri og stóðu aðgerðalaus frammi
fyrir allsherjarhruni íslensks efnahags-
lífs. Þetta er ekki alþjóðlegur vandi. Íbú-
ar annarra landa, með önnur stjórnvöld,
lenda ekki í því að snarhækkandi verð á
nauðsynjum hækki fasteignalán um 20
prósent á einu ári, á sama tíma og fast-
eignaverð hrynur um þriðjung. Í Banda-
ríkjunum getur fólk skilað húsnæðinu og
gengið burt. En vegna þess að þú ert Ís-
lendingur þarftu að draga skuldahala á
eftir þér alla ævi.
Nú stendur yfir ein umfangsmesta
frelsissviptingin í Íslandssögunni. Rík-
isstjórnin er ekki björgunarsveit. Hún er
stjórnandi kerfisins sem kúgar þig.
jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Nú stendur yfir ein umfangsmesta frelsissviptingin í Íslandssögunni.
bókstafLega