Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Síða 22
föstudagur 5. desember 200822 Fókus
u m h e l g i n a
Björgvin Halldórsson heldur tón-
leikana Jólagestir Björgvins í annað
sinn um helgina í Laugardalshöll-
inni. Eftir að hafa fyllt Höllina þri-
svar sinnum í fyrra og með Sinfón-
íuhljómsveit íslands í hitteðfyrra
var ákveðið að gera Jólagestina að
árlegum viðburði. En eftir að efna-
hagshamfarir undanfarina mánaða
dundu yfir var óvíst hvort grund-
völlur væri fyrir tónleikunum. Það
kom hins vegar á daginn að jólaandi
landsmann var mun sterkari en
kreppan og er nú að verða uppselt á
tvenna tónleika Jólagesta Björgvins.
Eins og ekkert hafi í skorist
„Þetta er í annað skipti sem við höld-
um þessa tónleika,“ segir Björgvin
Halldórsson stórsöngvari. „Margir
rugla þessum tónleikum við þá sem
ég hélt með Sinfóníuhljómsveit-
inni árin á undan.“ Það er óhætt
að segja að Jólagestirnir hafi slegið
gegn á sínu fyrsta ári Þá voru eins
og áður sagði haldnir þrennir tón-
leikar í Laugardalshöllinni og troð-
fullt á þá alla. Eftir þær móttökur var
mikill hugur í Björgvini og hans fólki
að gera tónleikana að árlegum við-
burði.
„En eftir að að þessi efnahags-
ósköp dundu yfir okkur vorum við
hreinlega ekki viss hvort það væri
stemning í þjóðfélaginu fyrir þessu,“
segir Björgvin og vísar þar til hruns
bankakerfisins og þeirra óskapa
sem fylgja nú í kjölfarið. „Við sett-
um þá af stað fókusgrúppu meðal
samstarfsmanna og fólks sem við
þekkjum. Það voru bara það góðar
undirtektir að við ákváðum að kýla
á þetta eins og ekkert hefði í skor-
ist. Setja undir sig hausinn eins og
menn segja og hafa sama miðaverð
og í fyrra.“
Það virðist hafa verið nokkuð
góður fókusinn hjá fókusgrúppu
Björgvins því það seldist upp á fyrri
tónleikana á mettíma. Það var því
ákveðið að halda aðra tónleika fyrr
um daginn og eru örfáir miðar eft-
ir á þá. „Við vorum með þrenna tón-
leika í fyrra en þá var mikið um að
fyrirtæki og stofnanir væru að kaupa
miða. Núna er mun minna um það
þannig að við erum mjög ánægð
með aðsóknina.“
80-90 manna verkefni
Björgvin segir það ljóst að lands-
menn vilji halda í jólastemninguna
og slaka aðeins á. „Fólk vill dreifa
huganum þrátt fyrir erfiða tíma og
halda í svona hluti. Það er oft þannig
að fólk sækir í svona hluti sem hafa
áður talist sjálfsagðir hlutir,“ en jóla-
tónleikar Björgvins eru eflaust orðn-
ir partur af jólaundirbúningnum hjá
mörgum landsmönnum.
Líkt og í fyrra er fjöldinn all-
ur af þekktum söngvurum sem
koma fram á tónleikunum. Þar má
meðal annars nefna Eyjólf Krist-
jánsson, Guðrúnu Gunnarsdóttur,
Helga Björns, Ladda, Ragga Bjarna,
Siggu Beinteins, Stefán Hilmars-
son og Svölu Björgvins. „Núna bæt-
ast líka við Páll Óskar og Monica og
Krummi og Daníel Ágúst. Síðan er
Kristján Jóhannsson sérstakur gest-
ur líka,“ en Kristján kom til landsins
aðfaranótt fimmtudags til þess að
syngja á tónleikunum. Helgi Björns
kemur frá Þýskalandi og Sigga Bein-
teins frá Noregi
„Síðan voru að bætast við hljóm-
sveitina Sigurgeir Sigmundsson á
gítar og Pétur Grétarsson á slag-
verk,“ en 10 manna hljómsveit er á
tónleikunum. „Síðan erum við með
18 manna strengjasveit í viðbót við
það og karlakórinn Voces Mascul-
orum,“ en Fóstbræður sungu á tón-Pönkari
með prestsdrauma
Fyndnasti maður Kópavogs
Það er ekki svo einfalt mál að taka þátt í Íslandsmeistarakeppninni í uppistandi,
ekki síst þegar maður gerir grín að foreldrum sínum. Útvarpsleikritið Fyndnasti
maður Kópavogs eftir Þorstein guðmundsson verður flutt í Útvarpsleikhúsi rásar 1
á sunnudaginn. Leikendur eru Björn Hlynur Haraldsson í hlutverki Barða
uppistandara, júlíus Brjánsson og Helga Braga jónsdóttir. Leikstjóri er ósKar
jónasson.
Möguleikhúsið hefur nú hafið að
nýju sýningar á leikritinu Aðventu
sem byggist á samnefndri bók
Gunnars Gunnarssonar. Sýningin
var frumsýnd á síðasta leikári og
var í upphafi einkum hugsuð fyrir
elstu bekki grunn- og framhalds-
skóla. Fljótlega kom þó í ljós að
sýningin höfðaði ekki síður til eldri
áhorfenda og því hefur leikhúsið nú
boðið upp á þá nýbreytni að sýna á
fjölbreyttari stöðum. Fram að jól-
um verður Aðventa til dæmis sýnd
víða fyrir eldri borgara, meðal ann-
ars í félagsmiðstöðvum og á dval-
arheimilum. Þá var einnig sýning í
Iðnó í gær og önnur núna á sunnu-
daginn klukkan 20. Pétur Eggerz er
eini leikarinn í sýningunni.
Í sýningunni er unnið eftir að-
ferðum frásagnarleikhússins þar
sem einn leikari, Pétur Eggerz,
stendur á sviðinu, flytur söguna
og bregður sér jafnframt í hlutverk
helstu persóna. Þá skipar hljóð-
mynd stóran sess í sýningunni og
á þátt í að skapa heim sögunnar
en höfundur hljóðmyndarinnar
er Kristján Guðjónsson sem hér
vinnur sitt fyrsta verkefni með
Möguleikhúsinu. Leikmynd og
búninga hannar Messíana Tóm-
asdóttir. Leikstjóri og höfundur
leikgerðar er Alda Arnardóttir.
Aðventa Gunnars Gunnars-
sonar kom út árið 1939 og er hún
sú saga höfundarins sem víð-
ast og oftast hefur verið gefin út.
Hér er sagt frá svaðilförum vinnu-
mannsins Benedikts sem fer til
fjalla í vetrarríki aðventunnar að
leita þess fjár sem eftir varð þeg-
ar smalað var um haustið. Það er
köllun hans að koma þessum eft-
irlegukindum til byggða fyrir há-
tíðirnar.
Aðventa Möguleikhússins fer víða á aðventunni:
Leitin að fénu heldur áfram
risavíKinga-
tónleiKar
The Viking Giant Show halda út-
gáfutónleika sína á Hverfisbarnum
í kvöld, föstudag, klukkan 22. Þar
munu þeir félagar spila lög af plöt-
unni The Lost Garden of the Hooli-
gans sem er nýkomin út. The Viking
Giant Show er hugarfóstur Heiðars
Kristjánssonar, betur þekktur sem
Heiðar í Botnleðju, en hann byrjaði
að vinna að þessari plötu fyrir um
þremur árum. Nokkur lög plötunnar
hafa vakið mikla athygli, þar á meðal
Party At The White House, The Cure
og My Vision.
upplestur
á listasaFni
Upplestur úr fjórum nýjum skáld-
sögum fer fram í Listasafni Íslands
á morgun, laugardag. Þeir sem
lesa eru Auður Jónsdóttir sem
les úr bók sinni Vetrarsól, Guð-
mundur Andri Thorsson les upp
úr Segðu mömmu að mér líði vel,
Guðrún Eva Mínervudóttir les úr
Skaparanum og Sjón veitir innsýn
í hvað bók hans Rökkurbýsnir
hefur að geyma. Þess má geta að
Guðrún Eva og Sjón voru tilnefnd
til Íslensku bókmenntaverðlaun-
anna fyrir verk sín í vikunni.
desember-
marKaður
gerðubergs
Desembermarkaðurinn hefst í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
á morgun, laugardag, og stend-
ur frá klukkan 13 til 16. Á markað-
inum geta Breiðhyltingar og aðrir
selt ýmsan vetrarvarning, til dæmis
handverk, smákökur, leikföng, jóla-
skraut, jólakonfekt eða bara það sem
fólki dettur í hug. Stemningin verður
á jólalegum nótum; Ingveldur Ýr
og sönghópur hennar flytja jólalög,
upplestur verður fyrir börn og full-
orðna á ýmsum tungumálum, jóla-
legar veitingar í kaffihúsinu auk þess
sem alþjóðlegur skiptibókamark-
aður verður þar sem allir eru hvattir
til að koma með bækur og tímarit á
erlendum málum og taka sér bók í
staðinn.
Björgvin Halldórsson heldur
jólatónleika sína í annað sinn í
Laugardalshöll um helgina. Milli
80 og 90 manns koma að tónleik-
unum sem eru gríðarlega um-
fangsmiklir. Eftir frábærar mót-
tökur í fyrra var ákveðið að gera
tónleikana að árlegum viðburði
en efnahagshamfarirnar settu
strik í reikninginn. Eftir að hafa
tekið púlsinn á starfsmönnunum
varð ljóst að Jólagestirnir væru
ómissandi og seldist upp á met-
tíma. Sjálfur kemst Björgvin í
jólagírinn rétt fyrir jól.
KoKKagallinn
Kemur meðjólaskapið
Pétur Eggerz aðventa er byggð á hinni
vinsælu skáldsögu gunnars gunnarssonar.