Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 22
föstudagur 5. desember 200822 Fókus u m h e l g i n a Björgvin Halldórsson heldur tón- leikana Jólagestir Björgvins í annað sinn um helgina í Laugardalshöll- inni. Eftir að hafa fyllt Höllina þri- svar sinnum í fyrra og með Sinfón- íuhljómsveit íslands í hitteðfyrra var ákveðið að gera Jólagestina að árlegum viðburði. En eftir að efna- hagshamfarir undanfarina mánaða dundu yfir var óvíst hvort grund- völlur væri fyrir tónleikunum. Það kom hins vegar á daginn að jólaandi landsmann var mun sterkari en kreppan og er nú að verða uppselt á tvenna tónleika Jólagesta Björgvins. Eins og ekkert hafi í skorist „Þetta er í annað skipti sem við höld- um þessa tónleika,“ segir Björgvin Halldórsson stórsöngvari. „Margir rugla þessum tónleikum við þá sem ég hélt með Sinfóníuhljómsveit- inni árin á undan.“ Það er óhætt að segja að Jólagestirnir hafi slegið gegn á sínu fyrsta ári Þá voru eins og áður sagði haldnir þrennir tón- leikar í Laugardalshöllinni og troð- fullt á þá alla. Eftir þær móttökur var mikill hugur í Björgvini og hans fólki að gera tónleikana að árlegum við- burði. „En eftir að að þessi efnahags- ósköp dundu yfir okkur vorum við hreinlega ekki viss hvort það væri stemning í þjóðfélaginu fyrir þessu,“ segir Björgvin og vísar þar til hruns bankakerfisins og þeirra óskapa sem fylgja nú í kjölfarið. „Við sett- um þá af stað fókusgrúppu meðal samstarfsmanna og fólks sem við þekkjum. Það voru bara það góðar undirtektir að við ákváðum að kýla á þetta eins og ekkert hefði í skor- ist. Setja undir sig hausinn eins og menn segja og hafa sama miðaverð og í fyrra.“ Það virðist hafa verið nokkuð góður fókusinn hjá fókusgrúppu Björgvins því það seldist upp á fyrri tónleikana á mettíma. Það var því ákveðið að halda aðra tónleika fyrr um daginn og eru örfáir miðar eft- ir á þá. „Við vorum með þrenna tón- leika í fyrra en þá var mikið um að fyrirtæki og stofnanir væru að kaupa miða. Núna er mun minna um það þannig að við erum mjög ánægð með aðsóknina.“ 80-90 manna verkefni Björgvin segir það ljóst að lands- menn vilji halda í jólastemninguna og slaka aðeins á. „Fólk vill dreifa huganum þrátt fyrir erfiða tíma og halda í svona hluti. Það er oft þannig að fólk sækir í svona hluti sem hafa áður talist sjálfsagðir hlutir,“ en jóla- tónleikar Björgvins eru eflaust orðn- ir partur af jólaundirbúningnum hjá mörgum landsmönnum. Líkt og í fyrra er fjöldinn all- ur af þekktum söngvurum sem koma fram á tónleikunum. Þar má meðal annars nefna Eyjólf Krist- jánsson, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Helga Björns, Ladda, Ragga Bjarna, Siggu Beinteins, Stefán Hilmars- son og Svölu Björgvins. „Núna bæt- ast líka við Páll Óskar og Monica og Krummi og Daníel Ágúst. Síðan er Kristján Jóhannsson sérstakur gest- ur líka,“ en Kristján kom til landsins aðfaranótt fimmtudags til þess að syngja á tónleikunum. Helgi Björns kemur frá Þýskalandi og Sigga Bein- teins frá Noregi „Síðan voru að bætast við hljóm- sveitina Sigurgeir Sigmundsson á gítar og Pétur Grétarsson á slag- verk,“ en 10 manna hljómsveit er á tónleikunum. „Síðan erum við með 18 manna strengjasveit í viðbót við það og karlakórinn Voces Mascul- orum,“ en Fóstbræður sungu á tón-Pönkari með prestsdrauma Fyndnasti maður Kópavogs Það er ekki svo einfalt mál að taka þátt í Íslandsmeistarakeppninni í uppistandi, ekki síst þegar maður gerir grín að foreldrum sínum. Útvarpsleikritið Fyndnasti maður Kópavogs eftir Þorstein guðmundsson verður flutt í Útvarpsleikhúsi rásar 1 á sunnudaginn. Leikendur eru Björn Hlynur Haraldsson í hlutverki Barða uppistandara, júlíus Brjánsson og Helga Braga jónsdóttir. Leikstjóri er ósKar jónasson. Möguleikhúsið hefur nú hafið að nýju sýningar á leikritinu Aðventu sem byggist á samnefndri bók Gunnars Gunnarssonar. Sýningin var frumsýnd á síðasta leikári og var í upphafi einkum hugsuð fyrir elstu bekki grunn- og framhalds- skóla. Fljótlega kom þó í ljós að sýningin höfðaði ekki síður til eldri áhorfenda og því hefur leikhúsið nú boðið upp á þá nýbreytni að sýna á fjölbreyttari stöðum. Fram að jól- um verður Aðventa til dæmis sýnd víða fyrir eldri borgara, meðal ann- ars í félagsmiðstöðvum og á dval- arheimilum. Þá var einnig sýning í Iðnó í gær og önnur núna á sunnu- daginn klukkan 20. Pétur Eggerz er eini leikarinn í sýningunni. Í sýningunni er unnið eftir að- ferðum frásagnarleikhússins þar sem einn leikari, Pétur Eggerz, stendur á sviðinu, flytur söguna og bregður sér jafnframt í hlutverk helstu persóna. Þá skipar hljóð- mynd stóran sess í sýningunni og á þátt í að skapa heim sögunnar en höfundur hljóðmyndarinnar er Kristján Guðjónsson sem hér vinnur sitt fyrsta verkefni með Möguleikhúsinu. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tóm- asdóttir. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Alda Arnardóttir. Aðventa Gunnars Gunnars- sonar kom út árið 1939 og er hún sú saga höfundarins sem víð- ast og oftast hefur verið gefin út. Hér er sagt frá svaðilförum vinnu- mannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð þeg- ar smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum eft- irlegukindum til byggða fyrir há- tíðirnar. Aðventa Möguleikhússins fer víða á aðventunni: Leitin að fénu heldur áfram risavíKinga- tónleiKar The Viking Giant Show halda út- gáfutónleika sína á Hverfisbarnum í kvöld, föstudag, klukkan 22. Þar munu þeir félagar spila lög af plöt- unni The Lost Garden of the Hooli- gans sem er nýkomin út. The Viking Giant Show er hugarfóstur Heiðars Kristjánssonar, betur þekktur sem Heiðar í Botnleðju, en hann byrjaði að vinna að þessari plötu fyrir um þremur árum. Nokkur lög plötunnar hafa vakið mikla athygli, þar á meðal Party At The White House, The Cure og My Vision. upplestur á listasaFni Upplestur úr fjórum nýjum skáld- sögum fer fram í Listasafni Íslands á morgun, laugardag. Þeir sem lesa eru Auður Jónsdóttir sem les úr bók sinni Vetrarsól, Guð- mundur Andri Thorsson les upp úr Segðu mömmu að mér líði vel, Guðrún Eva Mínervudóttir les úr Skaparanum og Sjón veitir innsýn í hvað bók hans Rökkurbýsnir hefur að geyma. Þess má geta að Guðrún Eva og Sjón voru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna fyrir verk sín í vikunni. desember- marKaður gerðubergs Desembermarkaðurinn hefst í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag, og stend- ur frá klukkan 13 til 16. Á markað- inum geta Breiðhyltingar og aðrir selt ýmsan vetrarvarning, til dæmis handverk, smákökur, leikföng, jóla- skraut, jólakonfekt eða bara það sem fólki dettur í hug. Stemningin verður á jólalegum nótum; Ingveldur Ýr og sönghópur hennar flytja jólalög, upplestur verður fyrir börn og full- orðna á ýmsum tungumálum, jóla- legar veitingar í kaffihúsinu auk þess sem alþjóðlegur skiptibókamark- aður verður þar sem allir eru hvattir til að koma með bækur og tímarit á erlendum málum og taka sér bók í staðinn. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika sína í annað sinn í Laugardalshöll um helgina. Milli 80 og 90 manns koma að tónleik- unum sem eru gríðarlega um- fangsmiklir. Eftir frábærar mót- tökur í fyrra var ákveðið að gera tónleikana að árlegum viðburði en efnahagshamfarirnar settu strik í reikninginn. Eftir að hafa tekið púlsinn á starfsmönnunum varð ljóst að Jólagestirnir væru ómissandi og seldist upp á met- tíma. Sjálfur kemst Björgvin í jólagírinn rétt fyrir jól. KoKKagallinn Kemur meðjólaskapið Pétur Eggerz aðventa er byggð á hinni vinsælu skáldsögu gunnars gunnarssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.