Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 23
föstudagur 5. desember 2008 23Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n The Viking Giant Show á Hverfisbarnum Heiðar og félagar í the Viking giant show halda útgáfutónleika sína á Hverfisbarnum í kvöld klukkan 22.00. Þar munu þeir félagar spila lög af plötunni the Lost garden of the Hooligans. the Viking giant show er hugarfóstur Heiðars Kristjánssonar sem er betur þekktur sem Heiðar í botnleðju. n Ingi á NASA Popparinn Ingi heldur tónleika á Nasa í kvöld til að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Human Oddities. Ásamt Inga mun átta manna hljómsveit sjá um að halda uppi stuðinu. Húsið opnað klukkan níu og tónleikarnir hefjast klukkan tíu. Það er frítt inn á tónleikana. n Guns N’ Roses á NASA snorri Idol, gunnar bjarni í Jet black Joe, biggi í Landi og sonum, Hebbi í skítamóral og bulgetrsky ætla að mynda eilífðarrokk- sveitina guns N’ roses á Nasa í kvöld. sveitin ætlar að taka alla helstu slagara hinnar goðsagnakenndu sveitar guns N’ roses og bjóða þig og alla þína vini velkomin í frumskóginn í kvöld. n Frostrósir á Höfn frostrósirnar ætla að skemmta í íþrótta- húsinu á Höfn í Hornafirði í kvöld. tónleikar með frostrósum koma öllum í jólaskapið og ætti öll fjölskyldan að dressa sig upp í sparifötin og skella sér saman á hátíðlega tónleika með frostrósunum. n Stuðmenn á Players stuðmennirnir síkátu með þau Jónsa og birgittu Haukdal í fararbroddi halda stórdansleik á Players í kvöld. dansleikurinn hefst á miðnætti og stendur yfir fram á rauða nótt. Haltu gott fyrirpartí heima hjá þér og dragðu svo alla vinina út á dansgólfið á Players. laugardagur n Baggalútur og Buff á NASA b-in tvö, baggalútur og buff, halda stórtónleika á Nasa í kvöld. sveitirnar sendu báðar frá sér breiðskífur á dögunum við góðan orðstír og er því von á gríðarlegri stemningu á tónleikunum í kvöld. Húsið opnað klukkan ellefu og er miðaverð fimmtán hundruð krónur. n Bermuda á Broadway gleðisveitin bermuda heldur dansleik á broadway í kvöld að lokinni madonnu- sýningunni sem fram fer fyrr um kvöldið. bermuda kann svo sannarlega að fá fólk til að hrista á sér líkamann á dansskólfinu svo reimaðu á þig dansskóna og skelltu þér á broadway. n Upplyfting á Kringlukránni að venju verður hörkustuð á Kringlukránni í kvöld en það er stuðsveitin upplyfting sem ætlar að sjá um að halda uppi réttu stemningunni. Það verður dansað, djammað, trallað og tjúttað á Kringlu- kránni í kvöld. n Leitað að jólunum í Þjóðleikhúsinu Leitin að jólunum heldur áfram í Þjóðleikhúsinu í dag klukkan 13.00 og 14.30. Hér er á ferðinni nýtt aðventuævin- týri eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist Árna egilssonar. Jólasveinavísur Jóhannes- ar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið og skemmta tveir litlir og skrýtnir náungar bæði stórum sem smáum. n Á móti sól á Players sköllótti rokk-popparinn magni og félagar hans í Á móti sól halda dansiball á Play- ers í kvöld. ef það eru einhverjir sem kunna að koma fólki í rétta gírinn eru það strákarnir í Á móti sól svo þetta er ball sem enginn sannur aðdáandi íslenskra sveitaballa ætti að láta framhjá sér fara. SAGA mANNSINS mikill og góður fengur að þessari glæsilegu bók. m æ li r m eð ... ARTemIS FowL Eftir Eoin Colfer artemis er alltaf jafnskemmtilegur. ALGLeymI Eftir Hermann Stefánsson Hermann stimplar sig rækilega inn í íslenskan bókmennta- heim með þessari firnasterku og afar frumlegu skáldsögu. mAdAGAScAR: eScAPe 2 AFRIcA betri en fyrri myndin ef eitthvað er. m æ li r eK Ki m eð ... ZAcK ANd mIRI mAKe A PoRNo Nokkuð fyndið en afskaplega klisjukennt klúður. leikunum í fyrra. „Þetta er frábær kór sem er skipaður ungum mönn- um og eru helst þekktir fyrir sinn frábæra söng í kirkjum landsins. Óskar Einarsson og Gospel-syst- ur syngja svo bakraddir auk Eyj- ólfs Kristjáns og Guðrúnar Gunnars sem bæði syngja sólónúmer líka.“ Ofan á þetta allt er svo 20 barna kór frá Kársnessskóla. „Þetta er svona í stærri kantinum. Með öllu starfs- fólki og þeim sem koma fram eru á milli 80 og 90 manns sem koma að þessu.“ Björgvin er í skýjunum með leikmyndina sem er í höndum Lúx- or og Björns G Björnssonar en Bravo heldur tónleikana. Þórir Baldursson útsetur tónlistina Þrátt fyrir þetta mikla umfang eru þetta ekki stærstu tónleikar sem Björgvin hefur haldið. „Tónleikarn- ir með Sinfóníusveitinni voru enn stærri. Þá voru um 150 manns á sviðinu. Þegar mest var“ Nýjasta í uppáhaldi Eftir að hafa gefið út fjórar plöt- ur með jólagestum og sungið ótal jólalög segir Björgvin erfitt að gera upp á milli þeirra. „Þau eru orðin svo mörg. Þegar maður er búinn að syngja þessi lög sleppir maður þeim. Þetta eru eins og börnin manns. Þá fara þau út í lífið og lifa sjálfstæðu lífi. En það er þannig með mig að ég held yfirleitt mest upp á það sem ég er nýbúinn að gera.“ Björgvin segir gamlan slagara með Nat King Cole vera í uppáhaldi þessa stundina. „Það heitir á ís- lensku Við vöggu í Betlehem og við vorum að æfa það í gær. Það er mjög fallegt og hugnæmt lag,“ en Björg- vin er fyrstur til þess að syngja lagið á íslensku við texta Jónasar Friðriks Guðnasonar. „Það kemur sérstak- lega vel út. Það er með kór, strengj- um og öllu tilheyrandi.“ Á tónleikunum verða leikin ein 26 lög en mörg þeirra eru af plötum Björgvins, Jólagestir, sem og lög sem flytjendur á þessum tónleikum hafa gert vinsæl í gegnum tíðina. „Við högum lagavalinu í stíl við hugar- þel fólks í dag og það fá allir eitthvað við sitt hæfi,“ en Björgvin segir það allt öðruvísi að spila á jólatónleikum heldur en venjulegum popptónleik- um. „Það er alltaf mjög sérstakt að flytja svona hátíðarlög. Stemningin er ljúfsár.“ Kokkagallinn kemur með jólaskapið Þó að Björgvin hjálpi þúsundum ís- lendinga að komast í jólaskapið seg- ist hann oftast komast sjálfur í gírinn rétt fyrir jól. „Það er yfirleitt bara á Þorláksmessu. Þá hittumst við vina- fólk, fáum okkur að borða og ræð- um jólin og árið sem er senn á enda. Svo þegar maður kemst í kokkagall- ann og fer að elda jólamatinn kemst maður endanlega í gírinn.“ Björgvin segist fá að vera yfir pottunum í eldhúsinu á aðfanga- dag en eins og á öðrum heimilum ríkir mikil hefð varðandi jólamat- inn. „Við erum vön því að vera með kalkún á aðfangadag,“ segir Björgvin en það er nokkuð frábrugðið öðrum íslenskum heimilum þar sem rjúpa og hamborgarhryggur ráða oftar en ekki ríkjum. Fjölskyldan í útgáfu Björgvin hefur undanfarið ver- ið að vinna að útgáfu en hann að- stoðaði bæði Krumma son sinn og Svölu dóttur sína við að gefa út plöt- ur nýlega. „Ég hjálpaði Krumma og Danna, sem eru saman með hljóm- sveitina Esju, með þeirra plötu og svo voru Svala og Steed Lord að senda frá sér plötu í vikunni. Ég er svona á kantinum að hjálpa þeim. Maður hefur gefið svolítið út sjálfur í gegnum tíðina og er ýmsum hnút- um kunnugur.“ Björgvin segist hafa mjög gaman af því að vinna með þeim Krumma og Svölu. „Maður er að fara í gömlu sporin sín og rifja upp hvernig þetta var. Þó þetta gangi nú allt miklu hraðar en þegar við vorum að gera þetta. Þá var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, ekkert internet, eng- inn gemsi og allt í sauðalitunum.“ Björgvin hefur líka verið að vinna að plötu með Ladda og eru þeir fé- lagar komnir vel á veg með hana. „Við erum hálfnaðir með plötuna hans og hún kemur sennilega út snemma á næsta ári. En Björgvin er ekki bara að að- stoða aðra við að gefa út heldur er hann að vinna að tveimur plötum sjálfum. „Ég er að vinna sólóplötu sem verður svolítið frábrugðin því sem ég hef verið að gera.“ Björgvin segir plötuna enn vera í mótun en hann lýsir henni sem minimalískri. „Það er lítið um strengi og lúðra en mikið af míkrafónum.“ Mikið af frumsömdu efni eftir Björgvin verð- ur að finna á plötunni. „Hin platan verður svolítið leynd- ardómsfull með gestum. Ég er svo gestkvæmur og mikil félagsvera,“ segir Björgvin léttur. „Ég hef mjög gaman af því að fá fólk saman í stór verkefni. Það er skemmtilegra held- ur en að spila og syngja allt sjálfur.“ Fyrst og fremst þakklátur Þegar Björgvin lítur til baka yfir feril sinn segist hann fyrst og fremst vera þakklátur. „Það sem stendur upp úr er að geta ennþá verið að vinna að þessu og hafa svona gaman af. Að geta ennþá starfað með þessu frá- bæra fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Ég hef nú bara stað- ið á öxlunum á því fólki.“ Björgvin segist aldrei hafa ætl- að að leggja sönginn fyrir sig. „Þetta greip mig bara á flugi og ég dróst inn í þetta. Maður er þó þakklátur fyrir það í dag. Ég held að maður væri nú lítilfjörlegur án tónlistarinnar.“ asgeir@dv.is Ákveðið hefur verið að fella niður tvær gestasýningar sem til stóð að sýna í Þjóðleikhús- inu í vetur. Annars vegar Creat- ure, látbragðssýningu Kristjáns Ingimarssonar, og hins vegar Mysteries of Love 2, nýja dans- sýningu Ernu Ómarsdóttur. Ástæðan er hrun krónunnar. Í tilkynningu frá Þjóðleikhús- inu segir að í efnahagsþreng- ingum undanfarinna vikna sé það hrun krónunnar sem hafi haft hvað mest áhrif á starfsemi leikhússins. Leikhúsið hafi leit- að leiða til að bregðast við stór- auknum kostnaði við þá þætti starfseminnar sem krefjast gjald- eyrisviðskipta. „Einn liður í starf- semi Þjóðleikhússins er samstarf við erlenda listamenn, hópa og stofnanir, enda er slíkt samstarf talið mikilvægt til að beina nýj- um og ferskum straumum til landsins, og til að kynna íslenskt leikhús erlendis. Þjóðleikhúsið hafði gert ráð fyrir margbreyti- legu samstarfi við erlend leikhús og listamenn á þessu leikári, en laun til erlendra listamanna og aðrar greiðslur í erlendri mynt hafa hækkað mikið, og því verð- ur leikhúsið að skera niður í þeim þætti starfseminnar,“ segir meðal annars í tilkynningunni en margir erlendir listamenn koma að sýningum Kristjáns og Ernu. Einnig var um tíma útlit fyr- ir að hætta þyrfti við sýningar á Eternum sem norski leikstjór- inn Reinert Mithassel stýrir og Sædýrasafninu í leikstjórn Arth- ur Nauzyciel frá Frakklandi. Er- lendu samstarfsaðilarnir við þessar sýningar komu hins veg- ar til móts við Þjóðleikhúsið með því að taka á sig meiri kostnað og gera leikhúsinu þannig kleift að sýna verkin þrátt fyrir yfirstand- andi þrengingar í íslensku efna- hagslífi. KoKKagallinn Kemur meðjólaskapið Björgvin Halldórsson Jólagestir hans eru komnir til að vera. Ljúfsár stemning tæplega 100 manns koma að framkvæmd tónleikanna. Þjóðleikhúsið bregst við efnahagsþrengingunum: tvær sýningar flautaðar af erna Ómarsdóttir setur ekki upp nýja danssýn- ingu sína í Þjóðleikhúsinu í vetur eins og ákveðið var. Body oF LIeS fínasta mynd en vantar aðeins upp á til að hún sé frábær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.