Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 27
föstudagur 5. desember 2008 27Helgarblað F orsetinn hefur enga stjórn á henni. Hann vill stjórna öllu og öllum í kringum sig en hún er eina manneskjan nálægt honum sem hann hefur ekkert vald yfir,“ segir Eiríkur Jóns- son, ritstjóri Séð og heyrt, sem hefur fylgst náið með Dorrit allt frá því hún fór að sjást við hlið Ólafs Ragnars á meðan hann syrgði enn eiginkonu sína, Guðrúnu Katrúnu Þorbergs- dóttur. Guðrún Katrín var þjóðinni harmdauði eftir að hún laut í lægra haldi fyrir bráðahvítblæði í október árið 1998. Fólk tók því þó almennt mjög vel þegar forsetinn fór æ oftar að sjást með glaðlega og glæsilega huldukonu upp á arminn og þjóðin veitti forseta sínum fúslega tilfinn- ingalegt svigrúm, sem hann bað um í sjónvarpsviðtali, til þess að fá að þróa samband sitt við hina dular- fullu Dorrit Moussaieff. Síðan þá hef- ur mikið vatn runnið til sjávar. Kæru- stuparið á Bessastöðum er gengið í hjónaband og með töfrum sínum og útgeislun stelur Dorrit ítrekað sen- unni frá eiginmanninum. „Dorrit storkar forsetanum og embættinu en aldrei þjóðinni,“ seg- ir Eiríkur og bætir við að forsetinn sé að verða aukaatriði. „Hún Dorrit er svolítið eins og Hillary. Ef þjóðin ætti að gera upp á milli þeirra hjóna myndi hún velja Dorrit. Dorrit er ólíkt forsetanum hænd að fólki og það er sama hvar hún kemur. Alltaf rennur hún inn í mannhafið á með- an forsetinn forðast það. Það er al- veg sama hvað hún gerir, hún er allt- af með þjóðina á sínu bandi. Jafnvel þótt hún kunni lítið í íslensku og bulli eitthvað fer þjóðin bara að tala eins og Dorrit,“ segir Eiríkur og vís- ar til þess að frasinn „stórasta land í heimi“ var á allra vörum eftir að Dorrit lét þessi orð falla í sigurvímu í beinni útsendingu frá Ólympíuleik- unum í Peking í haust. Einstök manneskja Fjölmiðlafólk hefur tekið Dorrit fagnandi enda hefur hún með uppá- tækjum sínum verið endalaus upp- spretta skemmtilegra frétta. Tíma- ritið Nýtt Líf valdi Dorrit Konu ársins 2006. Lára Björg Björnsdóttir var þá blaðakona á Nýju Lífi og tók viðtal við Dorrit af þessu tilefni: „Þegar ég hitti Dorrit fékk ég strax á tilfinning- una að ég væri að tala við einstaka manneskju,“ segir Lára. „Konu eins og hana hittir mað- ur ekki á hverjum degi en Dorrit er einstaklega óeigingjörn manneskja sem lætur sig alla hluti varða. Það er alveg sama hvert málefnið er,“ seg- ir Lára og bætir við að það fólk sem leyfir sér að ranghvolfa augunum yfir henni vegna mistaka hennar og klaufaskapar myndi fljótt skipta um skoðun ef það fengi að hitta hana. „Hún er einlæg, samkvæm sjálfri sér og meinar hvert orð sem hún segir.“ Ljósmyndarinn Gunnar Þór Nil- sen heimsótti Dorrit á glæsilegt heimili hennar í London þegar hann myndaði hana fyrir Nýtt Líf árið 2006. „Hún var bara hinn fullkomni gest- gjafi. Hún var kurteis, mannblend- in og með einstaklega þægilega nær- veru. Þegar tökunni lauk gerði Dorrit sér svo lítið fyrir og skutlaði mér nið- ur í bæ. Henni fannst alveg ómögu- legt að senda mig með leigubíl,“ segir Gunnar þegar hann rifjar upp kynni sín af forsetafrúnni á heimavelli. Tárið Hafi einhver efast um tilfinningar Dorritar í garð forsetans gufuðu þær upp þegar forsetinn féll af hestbaki og axlarbrotnaði. Þá felldi Dorrit sögufrægt tár sem Gunnar V. Andrés- son, þá ljósmyndari DV, festi á filmu. „Ég frétti af því að til stæði að kynna Dorrit fyrir íslenska hestinum og dreif mig því á áfangastað. Þegar ég mætti galvaskur á staðinn var mér boðið með í reiðtúrinn,“ segir Gunn- ar um fyrstu kynni sín af Dorrit. Hann segir Dorrit greinlega þrautþjálfaða í að umgangast hesta og að hún hafi setið vel. „ Þetta var bjartur en kaldur dag- ur og var ferðinni heitið niður að Rangá. Eftir aðeins tuttugu mínútna reiðtúr verður Ólafur fyrir því óhappi að detta af baki þegar hesturinn hnaut með hann. Það var öllum illa brugðið og ekki síst henni.“ Aðeins viku fyrir þennan atburð var forsetinn staddur í opinberri heimsókn á Austurlandi og var þar spurður hvort hann ætti vinkonu af erlendum toga. Forsetinn viður- kenndi að hann ætti vinkonu en bað þjóðina um tilfinningalegt svigrúm. Gunnar dreif sig austur á Vopnafjörð í þeim tilgangi að reyna að fá að vita meira um þessa dularfullu vinkonu. „Forsetinn sagði mér nokkurn veg- inn það sama og fram hafði kom- ið í fjölmiðlum en lofaði mér því að ég myndi eflaust fljótlega fá að hitta hana. Ég var því ekki lengi að láta sjá mig á Leirubakkanum er ég frétti af hestaferðinni góðu. „Á þessum tíma var búið að upplýsa nafnið á henni og taka viðtal við fyrrverandi mann- inn hennar sem taldi það af og frá að hún myndi giftast einhverjum ís- lenskum sveitamanni.“ Það má því segja að þetta hafi ver- ið fyrstu alvöru kynni Íslensku þjóð- arinnar og myndir Gunnars af slys- stað sýndu svo ekki varð um villst að hún bar heitar tilfinningar til Ólafs Ragnars. Ólafur og Dorrit hafa bæði tekið harkalegar byltur á þeim tíma sem samband þeirra hefur staðið. Hún var góðu heilli við hlið Ólafs þegar hann kastaðist af hestbaki en forset- inn var því miður hvergi nærri þeg- ar Dorrit datt á skíðum í Aspen fyrir nokkrum misserum og stórslasaðist. Dorrit lær- og handleggsbrotnaði og forsetinn hraðaði sér frá Washington til þess að vera hjá henni á sjúkra- beðinun. „Þetta var mjög slæmt slys. Sjúkraliðarnir sem sóttu hana upp í fjallið sögðu að hún hefði varla lifað þetta af hefði hún ekki verið með hjálm. Höggið var svo mikið að hjálmurinn klofnaði,“ sagði Ólafur Ragnar um slysið í Mannlífsviðtali í upphafi árs. Erfiður unglingur Dorrit Moussaieff er fædd í Jerúsal- em í janúar árið 1950 og þar bjó hún til rúmlega tíu ára aldurs. Þá ákváðu foreldrar hennar þau Alisa og Shlomo Moussaieff að yfirgefa heimaborg sína vegna ófriðar og átaka sem þar ríktu. Seint á sjöunda áratugnum var fjölskyldan búin að koma sér vel fyrir í London og hefur búið þar allar göt- ur síðan. Dorrit sagði frá því í viðtali við tímaritið Hello fyrir nokkrum árum að hún hafi ekki reynst foreldrum sínum auðveldur unglingur. Því til staðfestingar segist hún til dæmis hafa flust að heiman eftir ágreining einn við foreldra sína um útivista- tíma. Einnig segir Dorrit í viðtalinu að henni hafi legið mikið á að verða fullorðin foreldrum hennar til lít- illar gleði. Dorrit hélt áfam að snið- ganga skoðanir foreldra sinna þegar hún stakk af með ungum hönnuði að nafni Neil Zarach í þeim tilgangi að giftast honum en tveimur árum áður, þá aðeins sextán ára, fluttist hún inn til hans. Ótryggur eiginmaður Dorrit gat ekki lengur beygt sig undir strangar reglur móður sinnar í Lond- on. Hún vildi sletta úr klaufunum og aðeins átján ára lét hún verða að því að giftast Neil. Foreldrar Dorrit- ar lásu um brúðkaupið í breska dag- blaðinu Daily Mail, en Dorrit vildi breskt vegabréf þar sem ísraelskt vegabréf hennar var útrunnið að því er fram kemur í viðtali hennar við Haaretz. Þrátt fyrir að vera opin manneskja viðurkenndi Dorrit í við- tali við blaðið að erfitt væri fyrir sig að mynda ástarsambönd. Þennan varn- armúr tókst Ólafi Ragnari þó að rjúfa en Dorrit hafði lögnu áður brennt sig á ótryggð fyrrverandi eiginmanns síns. Þess sama og taldi útilokað að íslenskur sveitamaður myndi vinna hjarta hennar. „Ég legg mikið á mig í samböndum. Mér hefur aldrei dott- ið í hug að halda framhjá ástmönn- um mínum. Af hverju ætti ég að vilja það? Ef þú ætlar þér að vera ótrúr, ekki giftast. Þegar ég uppgötvaði að Zarak hafði haldið framhjá mér með ritaranum sínum, yfirgaf ég hann,“ játar Dorrit. Hún giftist ekki aftur í þrjátíu ár eftir þá raun. Dorrit hefur oftar en ekki talað um stormasamt samband föðurs síns og afa en minnist þess þó í viðtali við Haaretz árið 2004 að afi hennar hafi ávallt reynst henni vel á hennar yngri árum í Jerúsalem. „Hann keypti gjaf- ir handa mér og leyfði mér að kaupa sælgæti. Ég hafði það mjög gott þar. Þau voru á meðal þeirra fyrstu í Jer- úsalem til að eignast ísskáp og bíl. Þá var alltaf heitur matur á boðstólum.“ Unnið fyrir Genghis Khan Ríkidæmi Moussaieff-fjölskyld- unnar er vel þekkt. Árið 2006 voru eignir hennar metnar á 120 millj- ónir punda, eða ríflega 25 milljarða króna á núverandi gengi. Fjölskyld- an kemst iðulega á blað yfir ríkasta fólk Bretlands þó að hún eigi langt í land með að ná toppnum í þeim efn- um. Dorrit hefur sjálf efnast gríðar- lega í athafnalífinu og skartgripasölu í gegnum tíðina. Og eitt sinn var hún spurð að því hvort sú staðreynd að hún væri umtalsvert ríkari en eigin- maður sinn truflaði hana eða Ólaf Ragnar. „Hann er síður en svo fá- tækur. Hann hefur sína atvinnu ekki satt? Ég keypti handa honum erma- hnappa í jólagjöf, en það leist hon- um ekki á. Hann vildi frekar bækur. Þar liggur áhugi hans og fyrir hann þarf ekki mikinn pening.“ Shlomo Moussaeiff, faðir Dor- ritar, er gríðarlega vinsæll eðalsk- artgripasali í London meðal ríkra, frægra og aðalborinna. Hann hefur þénað feikilega á skartgripasölu en sem dæmi má nefna herma heimild- ir að meðalverðið á hálsmeni, í auð- mannsverslun hans í Mayfair-hverfi Lundúna, sé ein milljón dollara. Skartgripasala er fjölskyldu Dorritar í blóð borin en Moussaieff-fjölskyld- an er hluti af stóru ættarveldi Buk- haran-gyðinga sem hafa höndlað með demanta í gegnum tíðina og er samkvæmt þjóðsögum fjölskyldunn- ar eignaður heiðurinn af því að hafa ofið skikkju Genghis Khan. Ást við aðra sýn Dorrit hitti Ólaf Ragnar fyrst í há- degisverðarboði hjá vinkonu sinni í London. Þar spjölluðu þau um Ísland og Ólafur hvatti hana, sem blaða- mann, til þess að skrifa um land- ið og tókst með frásögnum sínum að kveikja áhuga hennar á landi og þjóð. Ekki vildi Dorrit meina að um ást við fyrstu sýn hefði verið að ræða hjá henni og Ólafi en sagði í viðtali við Morgunblaðið að líklega mætti í þessu sambandi tala um ást við aðra sýn en þau hittust næst hálfu ári síð- ar á tónleikum og lögðu þá grunninn að góðum kunningsskap sem þróað- ist út í ástarsamband. Dorrit giftist loks Ólafi 14. maí 2003 á sextugasta afmælisdegi Ól- afs og kom brúðkaupið öllum að óvörum en forsetinn hafði gert lítið úr öllum brúðkaupsplönum í sjón- varpsviðtali sama dag. Þau voru gef- in saman af sýslumanninum í Hafn- arfirði í Bessastaðastofu. Dorrit kom fram í sjónvarpsviðtali að brúðkaup- inu loknu og byrjaði á að ávarpa þjóðina á sjálfu móðurmálinu. Þarna var ekki aftur snúið. Íslenska þjóðin var heilluð af þessari nýju forseta- frú. Árið 2006 gerðist forsetafrúin ís- lenskur ríkisborgari og var afar stolt af. Dorrit ekki fyrsta íslenska for- setafrúin af erlendu bergi brotin en Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Ís- lands, átti danska konu. Lesblind, ekki heimsk Dorrit sótti marga mismunandi skóla í Jerúsalem sem ung stúlka þar sem hún átti erfitt uppdráttar vegna lesblindu sinnar. „Í fyrstu héldu þeir að eitthvað væri að augunum í mér, þannig að faðir minn fór með mig til fjölmargra lækna,“ minnist Dor- rit í viðtali við Haaretz. Faðir hennar var líka lesblindur og gat því vel skil- ið þá erfiðleika sem dóttir hans stóð frammi fyrir. „Þegar ég var sögð vera heimsk í skólanum hughreysti fað- ir minn mig alltaf. Hann sagði mig ekki vera heimska, heldur veika. Enn þann dag í dag get ég ekki lesið hebr- esku,“ segir Dorrit í viðtali við ísra- elska blaðið. Á endanum fékk Dor- rit einkakennslu, en viðurkennir að hafa eytt megninu af æsku sinni í skartgripaverslun fjölskyldunnar. „Maður þarf hvorki að kunna að lesa né skrifa til að selja skartgripi. Maður þarf bara að kunna að selja.“ Pabbastelpan Dorrit Dorrit hefur játað það opinberlega að vera mikil pabbastelpa. Hún segir samband sitt við föður sinn vera afar hlýtt og sterkt. „Ef hann hefði sett sig upp á móti því að ég giftist Ólafi, hefði ég ekki gifst honum,“ minnist Dorrit í viðtali Haaretz. Hún segir loftið hafa verið lævi blandið þegar faðir hennar og Ólafur hittust í fyrsta sinn. Fyrstu tíu mínúturnar segir hún föður sinn hafa gjörsamlega hunsað Ólaf. Forsetinn náði loks að brjóta ís- inn þegar hann varpaði fram spurn- ingum um Mósebækurnar fimm, og eftir það átti Ólafur óskipta athygli Shlomo Moussaieff. Aldrei aftur einmana Aðeins fjórtán ára hóf Dorrit störf við skartgripaverslun foreldra sinna á Hilton Park Lane í London. „Ég var afar einmana. Átti enga vini. Þetta var erfiður tími fyrir mig og það eina sem ég gerði var að selja skartgripi, enda er það mér í blóð borið.“ Dorrit þurfti aldrei aftur að upp- lifa þennan einmanaleika æsku sinnar eftir að hjónabandi henn- ar við Zarak lauk. Hún hafði eignast ótal vini víðs vegar um heiminn og árið 2001 hreppti hún þriðja sætið í úttekt tímaritsins Harpers yfir „Best tengda fólkið í Bretlandi“. Líf hennar á hraðbraut ríkidæm- is og kokteilboða þýddi að hún var ávallt í miklum stjörnufans. Ein af hennar bestu vinkonum er Shakira Caine, eiginkona Hollywood-leik- arans Michaels Caine. Þá telur vin- alisti hennar líka stórstjörnur og sjarmatröll á borð við Sean Connery og fleiri. Aldrei aftur Ísrael Dorrit hefur gefið það út að hún vilji Kýs „sveita- mann“ fremur en flagara Framhald á næstu síðu Forsetahjónin forsetahjónin veifa íslensku þjóðinni. Vinamörg dorrit er vinamörg kona, hér er hún með Jóni Ásgeiri á góðri stundu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.