Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 5. desember 200844 Á ferðinni Stórbrotið landSlag dimmuborgir, austan við mývatn, er einn fallegasti staður landins þar sem öfl náttúrunnar fá að njóta sín. dimmuborgir mynduðust fyrir um 2000 árum þegar hraun rann úr eldgosi í Lúd- entsborgum og Þrengslaborgum. borgirnar liggja í dal sem fylltist smám saman af hrauni og við storknunina mynduðust hraunstólpar sem fólk getur gengið um í dag. storkið hraun myndaði eins konar þak sem á endanum brast og eftir stendur svæðið sem flestir þekkja. umsjón: ásgeir jónsson, asgeir@dv.is Það þarf ekki að fara til útlanda til að fá jólastemninguna beint í æð. Við Íslendingar eigum eina mestu nátt- úruperlu Evrópu sem býður upp á einstaka atburði. Mývatnsstofa í Mývatnssveit býður upp á glæsilega að- ventudagskrá fram að jólum þar sem gestum gefst færi á að upplifa hinn sanna íslenska jólaanda. töfraland jólanna „Við leggjum mesta áherslu á hand- unna vöru og norðlenskan mat og viljum að fólk fái að upplifa Mý- vatnssveitina eins og hún gerist best enda algjör náttúruperla á þessum tíma,“ segir Þorgeir Gunnarsson, forstöðumaður Mývatnsstofu, en hún stendur nú fyrir glæsilegri að- ventudagskrá í Mývatnssveit sem hófst í lok nóvember og stendur fram til jóla. Jólasveinarnir í Dimmuborg- um Dagskráin er mjög fjölbreytt og er meðal annars í boði jólahlaðborð, jólamarkaðir, tónleikar, kaffihús svo ekki sé talað um vinsælu jóla- sveinana í Dimmuborgum,“ segir Þorgeir. Jólasveinarnir í Dimmu- borgum eru orðnir vel þekktir með- al Íslendinga en þeir munu vera í Dimmuborgum hvern einasta dag fram að jólum til að heilsa upp á gesti og gangandi. „Jólasveinarnir hérna eru ekta íslenskir jólasveinar og indæliskarlar,“ segir Þorgeir. Mývatnsstofa rekur einnig póst- hús jólasveinanna og geta börn hvaðanæva af landinu sent þeim póst. „Jólasveinarnir eru yfirleitt önnun kafnir við að svara börnun- um og er það yfirleitt Stúfur sem sér um það. Hinir eru dáldið latir við það,“ segir Þorgeir. Heimagerð matvara Aðventudagskráin er verkefni sem búið er að vera í nokkur ár og er hún sú stærsta í ár hingað til að sögn Þorgeirs. Aðsóknin hefur auk- ist jafnt og þétt og kemur fólk úr öllum áttum í heimsókn. Þó helst af Austfjörðum og af Norðurland- inu. Það er þó engin ástæða fyrir Sunnlendinga að sniðganga stað- inn því alls kyns tilboð eru í gangi á hótelunum í kring og því tilvalið að gera sér ferð og skoða þennan gullfallega stað. Og að fá að kynn- ast handbragði og matargerð Mý- vetninga. „Það er gríðaleg áhersla á mat og munað héðan úr sveitinni og er ýmislegt á boðstólum. Það eru aðil- ar sem búa til fetaost og hangikjöt og svo má nefna hverarúgbrauðið, geitakjöt og hreindýraafurðir. Að auki skartgripir, trémunir og aðrar jólavörur,“ segir Þorgeir. Boðið er upp á hádegisverðar- hlaðborð er í Vogafjósi allar helgar og fjölskyldujólahlaðborð í Selhót- eli. Á Fuglasafninu og Kaffi Kviku er svo boðið upp á rjúkandi heitar vöfflur og heitt súkkulaði. „Á laugardaginn munu jóla- sveinarnir fara í sitt árlega jóla- bað í Jarðböðunum. Þeir fara bara einu sinni á ári og það er sérstak- lega gaman að fylgjast með þeim. Þeir baða sig nefnilega alltaf í und- irfötunum,“ segir Þorgeir, en hann segir jafnframt að sumir þeirra séu vatnshræddir og vilji bara einfald- lega ekki fara út í. Það verður því söguleg sjón að sjá hvernig þeir fara að þessu. Jólasveinarnir mæta klukkan fimm og er öllum velkom- ið að baða sig með þeim. Í Mývatnsstofu verður hand- verkshópurinn Dyngjukonur með laufabrauðsdag á laugardag, þar sem þær leiðbeina fólki við laufa- brauðsgerðina með gamla hand- bragðinu. Fólki gefst þá kostur á að skera út og læra laufabrauðsgerð. Aðventustund verður í Reykjahlíð- arkirkju á sunnudaginn auk hádeg- isverðar- og fjölskylduhlaðborðs. „Það er ótrúlega mikil stemning þarna í náttúrunni og fegurðin er mikil.“ Nánari upplýsingar um dagskrá aðventunnar og gististaði í sveitinni má nálgast á vefnum visitmyvatn.is og í Mývatnsstofu í síma 4644390. Stekkjastaur jólasveinarnir í dimmuborgum eru alíslenskir og afar indælir. HeimiliSfang jólaSveinanna jólasveinarnir í dimmuborgum 660 mývatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.