Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Side 31
Töffari fram í rauðan dauðann föstudagur 12. desember 2008 31Helgarblað nema á laugardögum og sunnudög- um,“ segir María og bætir við að Rún- ar hafi verið heilsuhraustur til síðasta dags – hann hafi allavega haldið því fram og að hann hafi komið vel út úr nýlegum skoðunum. Lét ekkert á bera Allir þeir samferðamenn Rúnars sem DV ræddi við sögðu hann aldrei hafa sýnt neitt annað en lífsgleði og jákvæðni. Rúnar var ekki mikið fyr- ir það að flagga tilfinningum sínum eða hvernig honum leið hverju sinni. María segir þó Rúnar hafa átt sína góðu og slæmu daga. „Hann geymdi þetta allt hjá sér en ég fann stundum að honum leið ekkert vel. Honum fannst hann allt- af vera í lagi og var ekkert að segja okkur neitt annað. Ef hann fékk til dæmis sár á fótinn lét hann ekkert vita af því fyrr en það var komið inn að beini. Hann vildi alltaf láta líta út sem að allt væri í himnalagi – hann var alveg einstakur.“ Tókum einn dag í einu Aðspurð hvort María hafi ein- hvern tímann hugleitt það að Rún- ar gæti kvatt þennan heim fyrir ald- ur fram segir hún að hún hafi aldrei hugsað út í það af neinni alvöru: „Það er útilokað að setja sig í þannig stell- ingar. Ef maður væri bara að hugsa um slíkt væri lífið ekkert skemmti- legt. Við nutum þess að vera saman á meðan það var,“ segir María en þau hjón gerðu aldrei nein plön fram í tímann heldur lifðu í núinu. „Við tókum bara einn dag í einu, eitt skref í einu. Við Rúnar vorum búin að fara í þær ferðir sem hægt var að fara og við vildum fara. Ég þurfti varla vegabréfið þegar ég var með honum, það þekktu hann allir.“ María segir það algjör forrétt- indi að hafa fengið að eyða þessum tíma með Rúnari og að fjölskyldan minnist nú allra þeirra skemmtilegu stunda sem þau áttu með Rúnari sem eiginmanni, föður og afa. „Það er ekki hægt að segja frá ein- hverri einni minningu því þær eru svo margar. Ég græt og hlæ til skipt- is,“ segir María. Ólýsanleg tilfinning að giftast Margir landsmenn héldu að María og Rúnar hefðu verið gift í öll þessi ár og því kom það flatt upp á marga þegar fjölmiðlar fjölluðu um vænt- anlegt brúðkaup þeirra hjóna í fyrra. María og Rúnar höfðu verið ósvikið kærustupar í meira en fjörutíu ár. „Það var bara ekki í anda rokk- ara og bítla að gifta sig á þeim tíma. Við vildum sýna það og sanna að við þyrftum ekki að gifta okkur til að sýna hvaða hug við bærum hvort til ann- ars. Við vorum allan tímann „gift“ þó svo að við höfum ekki gift okkur fyrr en í fyrra,“ segir María sem gleymir seint þeirri tilfinningu að ganga upp að altarinu ásamt Rúnari, konungi rokksins. „Það var ólýsanleg tilfinning. Við vorum bara fjölskyldan og þeir allra nánustu. Hvorki ég né hann vorum mikið fyrir athyglina,“ segir María sem sjálf fékk góðan skerf af fjöl- miðlafárinu sem fylgdi Rúnari og Hljómum. Ekki síst fyrir þær sakir að María var valin fegurðardrottning Ís- lands árið 1969 - þá búin að eignast elsta soninn, Baldur Þóri, sem þá var aðeins fjögurra ára gamall. Rúnar var ekki viðstaddur sjálfa athöfnina því eins og allar helg- ar í den var Rúnar að spila með Hljómum. Hann var þó mættur í lok skemmtunarinnar og fagnaði með konu sinni. Fyrsti kossinn Eitt af frægustu og vinsælustu lög- um Hljóma er án efa lagið „Fyrsti kossinn“ en það kom út á plötu ásamt laginu „Bláu augun þín“ árið 1965. Rúnar ræddi um fyrsta kossinn sinn og Maríu í bókinni Herra Rokk sem Ásgeir Tómasson skrifaði og var gef- in út árið 2005.Þar hafði Rúnar þetta að segja um fyrsta kossinn og ástina í lífi sínu: „Við kynntumst náttúrlega í gegnum skólann en fyrst og fremst í gegnum tónlist. Hún var byrjuð að syngja í klúbbunum uppi á flugvelli 14 eða 15 ára. Svo söng hún með Skuggum. Þar var Gunnar, bekkjar- bróðir minn, þannig að ég fór aðeins að grúppíast í því bandi. Eitt leiddi af öðru og svo varð fyrsti kossinn bara að veruleika þarna undir sviðinu í Sandgerði þar sem hún var að syngja eitt kvöldið. Kossinn er orðinn langur því að við erum enn saman.“ Það var þá sem María og Rúnar urðu opinberlega kærustupar. Í bók- inni Herra Rokk segir María að þau hafi eftir þetta þorað að ganga sam- an í bænum á þjóðhátíðardaginn. Hún fimmtán og hálfs og hann sautj- án ára. María segir að það hafi verið út- geislun Rúnars sem náði að fanga hjarta hennar. Rúnar hafi haft rosa- lega góða nærveru og að hann hafi verið mjög ljúfur drengur. Kunni ekki á þvottavél Þrátt fyrir að hafa verið kærasta eins vinsælasta knattspyrnu- og tón- listarmanns Íslands á sínum tíma segir María að þau hafi alltaf staðið saman: „Það var stundum erfitt en við stóðum saman í gegnum súrt og sætt,“ segir María sem sá um hús- verkin því þrátt fyrir það að Rúnar kynni á gítar og gæti búið til lög þá kunni hann ekki á þvottavélina. „Nei, hann kunni ekki á þvotta- vél. Hann opnaði bara hurðina á vél- inni, setti þvottinn inn sem hann síð- an fékk hreinan í hendurnar. Hann kunni sko alveg að meta það,“ seg- ir María og bætir við að Rúnar hafi ávallt sagt að hún væri allra besti kokkurinn á landinu. „Hann sagði það í hvert skipti, alveg sama hvar við borðuðum þá fannst honum ég alltaf besti kokkur- inn,“ segir María. Spurð út í matar- venjur Rúnars segir María að henni hafi þótt sulta með fiskibollum svo- lítið skrítið. „Já, ég var dálítið hissa þegar hann bað um sultu með fiskibollun- um, honum fannst það ægilega gott.“ Vinur í raun Rúnar Júlíusson sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Þetta segja allir þeir sem DV hefur rætt við undanfarna daga og þekktu til Rúnars. Hann var líka þekktur fyr- ir það að gefa en ekki að þiggja og hann átti ógrynni af vinum sem sóttu í kærleik hans. „Það er engin lygi. Það var ekki hægt að eiga betri vin. Hann var vin- ur í raun, það er það sem hann var. Ef það voru einhverjir sem vildu honum illt þá vorkenndi hann þeim bara fyr- ir að vera að stofna til einhverra leið- inda. Honum fannst lífið bjóða upp á annað meira en það að standa í ein- hverjum leiðindum. Rúnar vann líka ötullega að því að eyða öllum leið- indum, hann vildi ekki að slíkt væri til,“ segir María og bætir við: „Hann sagði aldrei styggðaryrði um neinn, það var bara ekki hans lína.“ „Það var alveg sama hvaða stétt þú tilheyrðir - og svo var hann sér- staklega góður við þá sem við mynd- um kalla minnimáttar. Hann fékk oft símtöl frá fólki sem átti bágt en þá ræddi hann alltaf við það og reyndi að stappa í það stálinu,“ segir María sem nú fær símhringingar frá fólki víðs vegar um heiminn sem vill votta samúð sína. „Ég átti hann ekki ein“ „Það er eins og ég segi, það sem hefur hjálpað mér núna þessa dag- ana er þessi styrkur sem maður hef- ur fengið frá öllum sem hafa hugs- að vel til okkar, sá stuðningur nær út fyrir landsteinanna. Ég eyddi heilum degi í að tala við fólk utan úr heimi, þetta snertir alla. Ég átti hann ekki ein,“ segir María sem vill þakka öll- um stuðninginn. „Já, innilegt þakklæti til allra út um allt. Hlýr hugur þessa fólks sem er að senda okkur kveðjur er bara með ólíkindum. Okkur grun- aði aldrei að við myndum fá svona stuðning, aldrei.“ Rúnar kemur til með að lifa áfram í gegnum útgáfufyrirtækið sitt og upptökuheimili en María og fjöl- skylda ætla að halda áfram að gefa út plötur. „Við höldum áfram á hans braut eftir því sem við getum. Geimsteinn hefur ekki gefið út sína síðustu plötu, langt í frá. Við erum að finna efni frá honum sem við vonandi gerum eitt- hvað við til að halda ljósinu hans Rúnars uppi,“ segir María sem nú huggar sig við góðar og dýrmætar minningar. „Rúnar var alveg rosalega góð- ur afi, besti vinur okkar allra, mað- ur, faðir og nefndu það. Hann var algjör klettur. Við umvefjum hvort annað með þessum sama kærleik og hann hefur veitt okkur allan þenn- an tíma.“ Gleðigjafi af guðs náð Hermann Gunnarsson kynnt- ist Rúnari í gegnum knattspyrnuna en frá þeim tíma fór vinátta þeirra að styrkjast með hverju árinu. „Ég hafði alltaf fylgst með honum frá því að við vorum mótherjar í boltanum og samherjar á skemmtistöðunum,“ segir Hemmi í bókinni Herra Rokk. Spurður um þær minningar sem sitja eftir nú þegar Rúnar hefur kvatt okkar heim þá segir Hemmi að þús- undir ljúfra stunda þyrlist upp. „Hann var einhver traustasti vin- ur sem maður hefur kynnst. Rúnar var í stöðugu sambandi og bar um- hyggju fyrir öllum sínum vinum. Við vorum svo nánir að við vorum í hálf- gerðu tilfinningasambandi. Hann var svo gengheill og sannur - gleðigjafi af guðs náð. Þrátt fyrir að vera þessi eð- María Baldursdóttir rak rúnar til læknis árið 1996 þar sem hjartagalli kom í ljós. Hún þakkar fyrir að hafa ekki misst hann þá og fengið 12 ár til viðbótar með stóru ástinni sinni. Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.