Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Page 13
253
Með lögum nr. 32, 11. júlí 1911 var sáltanefndum veitt heimild til þess, er
tiltekin skilyrði væru fyrir hendi, að kveða upp úrskurð i skuldamálum, þar sem
skuldar-upphæðin næmi eigi meiru en 50 krónum, ef skuldheimtumaður krefðist þess.
— Lög þessi öðluðust gildi síðla árs 1911, og var 1 mál samkvæmt þeim úrskurð-
að í Reykjavík sama ár, og 7 í sama umdæmi árið 1912 og 2 í Húnavatnssýslu, en
annarsstaðar sýnast þau eigi hafa verið noluð. Veldur því vafalaust, að þessi lög
eru ekki enn þá komin inn í meðvitund manna, og viðbúið, að þau sjeu sáttanefnd-
unum lítt kunn enn.
Af málatölunni falla á þessu tímabili eins og áður lang-ílest á Reykjavík
eða alls 1131, sem er 44,3 o/o, þar næst kemur Eyjaf,arðarsýsla með tæp 10o/o,
Akureyri með 7o/o, ísafjarðarsj-sla með 6,70/0, og Gullbringu- og Kjósarsýsla ásamt
Hafnarfirði með sömu tölu (Hafnaríjörður hefur fyrst orðið talinn sjer árið 1912),
og hin lögsagnarumdæmin þaðan af minna. Lang-fæst sáttamál hafa komið fyrir i
Strandasýslu, að eins eitt á öllu tímabilinu, og komst eigi sátt á, heldur var því
vísað til dóms og stefnt þangað, þar næst í Rangárvallasýslu, 6 alls á tímabilinu,
en þó málin sjeu fá, hefur helming málanna verið vísað lil dómslólanna.
Að öðru leyti þykir ekki ástæða til, að fara frekari orðum um skýrslur
þessar.