Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Side 21
261
Athugasemdir við skýrslur þessar.
Árin 1904—’06 voru 73 sakamál dæmd í hjeraði, eða 24 að meðaltali á ári;
árin 1907—’09 voru málin 82 eða 27 að meðaltali. Á þessu tímabili hefur tala á-
kæiðra og dæmdra verið:
árið 1910 .
— 1911...
— 1912 .
28 alls
30 —
24 —
alls 82 alls
eða nákvæmlega jafnmörg, sem á hinu fyrra tímabili. Hagnaðar-glæpirnir, einkum
þjófnaður, eru enn sem fyrri lang-tiðastir. Alls hafa verið ákærðir fyrir hagnaðar-
glæpi, þar með talið ólögmæt meðferð á fundnu fje, svik og fals, 60 manns eða um
73°/o. Þar næst koma brot gegn skírlífi, alls ákærðir 10 menn, eða um 12°/o. Þsssi
brot virðast vera að færast í vöxt, og er það alt annað en skemtileg tilhugsun.
Þessi brot jtafa mest frá útlendum mönnum, eða þeim er i útlöndum hafa dvalið,
þvi þar eru þessi brot all-tíð. Þess skal getið, að eins og að undanförnu eru lijer
að eins talin þau mál, sem dómur er feldur í, en ekki þau mál, sem að eins eru
haldin próf í, án þess þau leiði til málshöfðunar.
Af hinum dæmdu voru 9 konur eða 3 að meðaltali, og er það nákvæmlega
sama tala, sem á næsta tímabili á undan, og mjög svipuð þeirri tölu, sem var þar
næst á undan.
Með lögum nr. 39, 16. nóvbr. 1907, voru í lög leiddir svonefndir skilorðs-
bundnir hegningardómar. Eftir þeim lögum er dómara heimilt að ákveða i dómin-
um, að fulinustu hans skuli frestað, ef viss skilyrði eru fyrir hendi, svo sem hegningin
eigi þyngri en sektir eða fangelsi, afbrotið smáfelt, hinn brotlegi ungur o. s. frv.
Sæti dómfeldi engri ákæru i 5 ár þar á eftir fellur fullnustugerð dómsins alveg niður.
Þessum lögum hefur talsvert verið beitt á þessu tímabili, við 4 dómfelda árið 1910,
við 5 árið 1911 og við 3 árið 1912. Þess er getið i skýrslunum neðanmáls,
i hvaða lögsagnarumdæmum skilorðsbundinn dómur hafi verið uppkveðinn. Ekki
er kunnugt um, að neinn hinna dómfeldu hafi brotið skilorðið, svo það virðist svo
sem lög þessi ætli að bera jafn-heillaríkan árangur hjer sem annarstaðar.
D. Mál dæmd í landsyfirdómi.
Árið 1910 voru 50 mál dæmd þar, þar af 37 einkamál, 10 sakamál og 3 al-
menn lögreglumál.
Árið 1911 voru 45 mál dæmd, þar af 36 einkamál, 7 sakamál og 2 almenn
lögreglumál.
Árið 1912 voru 31 mál dæmd, þar af 26 einkamál, og 5 sakamál.