Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Qupperneq 60
300
Allir þessir garðar, girðingar og varnarskurðir eru 611/? mila á lengd, og
mundu, væru þær allar í beinni línu, ná frá Reykjavík til Alcureyrar og suður i
Borgarfjörð aftur. 1861—90, eða í 27 ár, hlóðu landsmenn garða, sem voru 92.5
mílur á lengd, eða 3.2 milur um árið, eða að lengdinni til hjer um bil V20 af þeim
girðingum sem gerðar voru á árinu 1912.
Hvernig stendur á því að alt þetta er gert nú? Ástæðurnar eru margar.
Fyrst og fremst er það vírgirðingunum að þakka. Það er miklu fljótlegra og ódýrara
að girða með vír en að girða eftir gömlum móð. Landstjórnín lánar nokkurt fje
til þessara girðinga, og það ljettir fyrir mönnum að kaupa efnið. Fólkið er færra
i sveitum en áður, og hefur færri til að verja tún og engjar, það gerir þörfina fyrir
girðingarnar enn þá brýnni. Menn gera meiri jarðabætur yfirleitt en áður, það má
vel vera að eitthvað af jarðabótum sje unnið lil að ná í jarðabótastyrkinn, en þegar
hann er kominn niður i 13 aura fyrir dagsverkið, sem unnið er, eins og er 1912, þá getur
freistingin, sem af honum stafar, ekki verið sterk nú orðið. Aftur mun ekki þurfa
að efa, að jarðabótastyrkurinn framan af hafi hvatt margan til að byrja á jarða-
bótum sem annars hefði aldrei farið að hafa fyrir þeim. Vírgirðingar voru 76°/« af
öllum girðingunum 1912. Far legst Qöldinn að, og þar sem hann legst að, þar
verður miklu áorkað. Þar sem fáir menn vinna að, þar verður heildarvinnan
sjaldan mikil.
Eftir skýrslunum um þetta efni hata garðar af öllum tegundum verið lagðir
eins og nú skal sýnt:
Pús. faðm. Mílur Kílóru.(rastir)
1891—00 samtals 644,0 161,0 1211,5
1901—05 —.. 381,5 95,4 717,4
1906—10 —»— 851,3 212,7 1599,5
1911 —»— .. 233,7 56,4 444,0
1912 —»— 245,6 61,4 460,5
Alls á 22 árum 2356,1 586,9 4432,9
Árlega hefur verið lagt af görðum og girðingum sem hjer segir:
1891—00 meðaltal ... 16,1 milur 120,7 kilómetrar
1901—05 —»— 19,1 — 143,1 —
1906—10 —»— ... 42,7 — 319,0 —
1911 56,4 — 444,0 —
1912 61,4 — 460,5 —
Ekki er annað að sjá, en að landsmönnum sje full alvara með þessar
jarðabætur.
Gaddavirinn á mestan þátt i aukningunni sem orðið hefur á girðingunum.
Gaddavírsgirðingarnar voru 76°/o af ölluin girðingunum 1912. Vírgirðingar voru:
1901—05 alls . 19,1 mila, árlega 4,8
1906—10 — ... 123,2 — — 24,6
1911 — 37,1 — — 37,1
1912 — ... 46,8 — — 46,8
Samlals 226,2 míla.
4. Vatnsveitingaskurðir eru teknir eftir skýrslum Búnaðarfjelaganna frá 1893
1904. Árin 1905—1911 er það lagt við, sem stendur i skýrslum hreppstjóra, þegar