Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Page 64
Skýrsla
um embættismenn og sýslunarmenn á íslandi i byrjun árs 1914
og þá, sem starfa við almennar stofnanir lijer á landi.
Skýrsla sú, eða árbók, sem lijer fer á eftir, er að mestu í sama formi, sem
siðasta árbók, prentuð í Landshagsskýrslunum 1911 bls. 1—50 en nokkuð endur-
bætt, aukin og breylt, eptir því sem tíminn hefur gefið tilefni til, svo er og
sýslunefndarmönnum bætl við eftir ósk ýmsra manna. Nafnaskránni hefur verið
slept að þessu sinni og efnisskráin ein látin duga. Titlar og tignarmerki eru venju-
lega að eins sett aftan við nafnið í fyrsta sinni sem maðurinn er nefndur, og eru
þau tilfærð á venjulegan hátt, nema þar sem ætla má að þau sjeu almenningi
ókunn. Að öðru leyti vísast til inngangsins við hin siðari embættismannatöl.
Alþingi.
Alþingi skiftist í 2 deildir; i efri deild eiga sæti 6 menn, er konungur kveð-
ur lil þingsetu 6 ár í senn, og 8 þjóðkjörnir þingmenn, er kosnir eru fyrir alt kjör-
tímabilið af sameinuðu þingi. í neðri deild eiga sæti 26 þjóðkjörnir alþingismenn.
Kosning hinna þjóðkjörnu þingmanna er venjulega fyrir 6 ár; siðustu almennar
kosningar fóru fram þann 28. október 1911 og næstu almennar lcosningar eiga fram
að fara 11. apríl 1914. Um kjördæmaskiftingu gilda ákvæðin í 18. gr. laga 14.
september 1877, sbr. lög nr. 19, 3. október 1903. Kosningar eru leynilegar og fara
fram í hverjum breppi á landinu utan kaupstaða sbr. lög nr. 18. 3. október 1903.
Allir þingmenn fá 8 kr. i dagkaup frá þvi þeir fara að lieiman, þangað til þeir
koma heim aftur. Enn fremur fá þeir þingmenn, sem búsettir eru utan Reykjavík-
ur, 2 kr. aukaþóknun daglega meðan þeir dvelja á þingstaðnum. Ferðakostnaður er
fastákveðinn, sjá lög nr. 10, 22. október 1912, 2. gr.
Konungkjörnir.
Skipaðir 23. maí 1912.
Fyrv.amtmaður Jóhannes Julius Havsteen (K5. Dm., Fr. oíY. de l’inslr. publ.), Reykjavík.
Prófessor Eiríkur Rriem (Ks. Dm.), Reykjavík.
Sýslumaður Steingrímur Jónsson, Húsavík.
Skólastjóri Stefán Stefánsson (R.), Akureyri.
Sjera Björn Þorláksson, Dvergasteini.
Landlæknir Guðinundur Björnsson (R. Dm.), Reykjavik, (konungkj. 27. maí 1913).