Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Síða 66
306
Endurskoðunarmenn landsreikninganna.
Þeir eru kosnir af alþingi samkvæmt 26. gr, stjórnarskrárinnar, og eiga að
endurskoða reikningana fyrir árin 1912 og 1913. Þeir fá sem þóknun fyrir það 600
kr. árlega hvor um sig.
Skúli Thoroddsen (R.) ritstjóri, kosinn af neðri deild.
Eiríkur Briem prófessor, kosinn af efri deild.
Stjórnarráð Islands.1
Stjórnarráð íslands er stofnað samkvæmt sljórnarskipunarlögum 3. október
1903, og tók til starfa 1. febrúar 1904. Stjórnarráðið hefur öll íslenzk mál til með-
ferðar. Ráðherra ber ábyrgð á sjerhverri stjórnarathöfn og skal sóttur í þeim mál-
um fyrir landsdómi, sjá lög 4. marz 1904 og lög 20. október 1905.
Landritari hefur yfirumsjón með öllum skrifstofunum, og skrifar fyrir hönd
ráðherra undir öll þau mál, sem samkvæmt almennri skrifstofuvenju ganga eigi lil
úrskurðar ráðherra sjálfs. Ef ráðherra deyr, þá gegnir landritari ráðherrastörfum
á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefur verið nýr ráðherra. Þegar svo stendur á
sætir hann einnig ábyrgð stjórnarathafna sinna fyrir landsdómi.
Ráðherra.2 3
Hannes Þórður Hafstein (K1. Dm., stóroff. af heiðursfjdk.,
SKr. af St. Ól. orðu) .............................. 4 */u 1861 8B/7 1912
Landritari.
Klemens Jónsson (R. Dm., K. af pr. krónuorðu, off. af
heiðursfylk.) ..................................... 27/s 1862 2/a 1904
Dómsmála- og kenslumálaskrifstofa.
Þessi eru hennar slörf: Dómsmál, lögreglumál, umsjón með fangelsum, veit-
ing allra rjettarfarslegi a leyfisbrjefa, öll heilbrigðismál, þar með taldar varnir gegn
úlbreiðslu næmra sjúkdóma, strandmálefni, mál er snerta lijúskap, arf og slík sifja-
bönd, og þar að lútandi leyfisbrjef. Hún annast einnig útgáfu Stjórnartiðindanna,
fyrirskipar og býr undir kosningar til alþingis. Loks annast hún öll mál er snerta
andlegu sljettina, kirkjur og skóla, þar með talda háskólann, hinn almenna menta-
skóla í Reykjavík, gagnfræðaskólann á Akureyri, stýrimannaskólann í Reykjavik og
kennaraskólann, landsbókasafnið, landsskjalasafnið og þjóðmenjasafnið í Reykjavík.
Eggert Ólafur Briem (R.) skrifstofustjóri.................... 25/7 1867 2/s 1904 3500
Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson aðstoðarmaður ... 9/io 1871 Va 1904 2000
Þórður Jensson skrifari og gjaldkeri.......................... ^/s 1863 x/2 1904 1500
‘) Fyrsta talan táknar fæðingarár og dag, önnur talan hvenær embættið er veitt,
þriðja talan þar sem hún er, táknar launin.
3) Ráðherrann hefur i laun 8000 kr., 2000 kr. til risnu og ókeypis húsnæði. Auk þess
greiðir landssjóður kostnað við ferðir hans til Kaupmannahafnar, er hann þart að takast á
hendur í þarflr landsins.