Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Side 69
309
Sigurður Lýðsson f. a2/io ‘84 fjekk leyfi fi/o 1911.
Axel Valdemar Tulinius (R. med. fyrir
björgun) f. 76 ’65 - - 7« 1911.
Björn Pálsson f. 25/e ’83 - - 15/ 7 1912.
Ólafur Lárusson f. 25/2 ’85 — — s . d.
Jóhannes Julíus Havsteen f. 13h ’86 — — 2ð/s 1912 á Akureyri.
Böðvar Jónsson f. 12/u ’79 - - 2,/l2 1912 á Akureyri.
Magnús Gíslason f. Vn ’84 - - 4/v 1913 á Seyðisfirði.
Eirikur Einarsson f. 7« ’85 - ~ 21/7 1913.
Landsdómur.
Hann er stofnaður með lögum nr. 11, 20. oktbr. 1905 og dæmir mál þau,
er alþingi lætur höfða gegn ráðherra út af embættisrekstri hans, eða á móti landritara úl
af embættisrekstri hans, er hann gegnir ráðherrastörfum á eigin ábyrgð. í landsdómi
sitja dómararnir i landsyfirrjelti 3, sjeu þeir ekki alþingismenn, og svo margir af elstu
lögfræðingum landsins í öðrum embættum, sem eiga ekki setu á alþingi, og eru ekki
í stjórnarráðinu, svo að jafnan sjeu 6 lögfræðingar i dóminum. Enn eiga sæti i dóminum
24 þar til kjörnir menn, og skipa þeir dóminn, meðan þeir fullnægja kjörgengisskilj'rðum.
Auk þess eru 24 varamenn, sem kosnir eru 6. hvert ár og koma þeir eftir hlutkesti í stað
reglulegra dómenda, sem dánir kunna að vera, hafa mist kjörgengi eða forfallast á annan
hátt, hafa t. a. m. verið ruddir úr dómi. Við byrjun máls skipa því 30 menn dóminn;
af þeim ryður ákærður 2 af hinum lögskipuðu dómendum og 9 af hinum kjörnu,
en sóknari einum af hinum fyrnefndu dómendum en 3 af hinum. Hinir sem eftir
eru, 3 Jöglærðir menn og 12 kjörnir dómendur, eru því landsdómur, og er dómur
eigi lögmætur nema tveir af hinum lögskipuðu og 10 af hinum kjörnu dómurum,
hinir sömu, hlýði á alla sókn og vörn í málinu og taki þátt í að dæma dóminn.
Refsingardómur, dómur um skaðabætur eða málskostnað á hendur kærða verður eigi
uppkveðinn, nema 4/s þessara dómenda sjeu á eitt sáttir. — Málfærsla fyrir lands-
dómi er munnleg. Dómendur hafa sömu fæðispeninga sem alþingismenn og fá end-
urgjald fyrir ferðakostnað eftir reikningi, sem dómurinn sjálfur úrskurðar.
Kjörnir a ð a 1 m e n n i landsdóm eru þessir:
1. Ágúst Helgason (Dm.), bóndi í Birtingaholti, Árnessýslu.
2. Árni Kristjánsson, hreppstjóri í Þórunnarseli, Norður-Ringeyjarsýslu.
3. Benóný Jónasson, oddviti í Laxárdal, Strandasýslu.
4. Bjarni Bjarnason, bóndi á Geitabergi, Borgarfjarðarsýslu.
5. Eyjólfur Guðmundsson (Dm.), bóndi í Hvammi á Landi, Rangárvallasýslu.
6. Gísli ísleifsson, fyrv. sýslumaður í Reykjavík.
7. Guðmundur Hannesson, prófessor í Reykjavik.
8. Halldór Jónsson, á Álafossi, Kjósarsýslu.
9. Hallgrímur Hallgrímsson (Dm.), hreppstjóri á Rifkelsstöðum, Eyjafjarðarsýslu.
10. Hjörtur Snorrason, hreppstjóri á Ske jabrekku, Borgarfjarðarsýslu.
11. Janus Jónsson, pastor emer., Hafnarfirði.
12. Jón Bergsson (Dm.), bóndi á Egilsstöðum, Suður-Múlasýslu.
13. Kristinn Guðlaugsson, bóndi á Núpi, Vestur-ísafjarðarsýslu.
14. Kristján Jörundsson, hreppstjóri á Þverá, Snæfellsnessýslu.