Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Blaðsíða 167
407
Þessar verðlækkanir, sem orðið liafa, eru bæði fáar og komnar fram af sjerstökuin
ástæðum, eða þá hættar að vera til. í reikningum spitalans er ekkert afdrep,
og ekkert skjól fyrir hinni almennu verðhækkun á öllum nauðsynjum. Ef vörurnar
hjer að ofan (2 og 3 liður) væru allar jafngiidar hver annari í daglegum viðskiftum, þá
hefðu innlendar matvörur hækkað í verði um 52°/o, og útlendu matvörurnar um
25°/«. Mest hefur verðhækkunin verið síðustu árin.
Skýrslurnar gefa jafnframt nokkrar upplýsingar um verkalaun bæði hjúa og
nokkurra annara; þau voru:
4. Mánaðarkaup hjúa: 1898 1912 Hækkun aflOO
Vöku- eða þvottakona ... kr. 7,50 kr. 11,25 50
Ræstinga- eða eldakona ... — 6,25 — 10,00 60
Vinnumannskaup ... — 16,67 — 20,90 25.4
5. Ónnur verkalaun:
Daglaunamaður, um tímann 21.2 32.4 52.8
Járnsmiður, um tiinann 43.3 49.7 14.8
Trjesmiður eða málari 36 42.9 19.2
Steinsmiður (fyrst ’oo), um tímann ... 37.8 45.7 20.9
Svo er að sjá, að af þessum fáu verkalaunaflokkum, sem skýrslan nær yfir,
hafi handverksmenn og vinnumenn verið búnir að fá nokkra launahækkun 1898, eða
fyr, en stökkið í launum vinnukvenna og daglaunamanna hafi orðið svo stórt vegna
þess, að kauphækkun þeirra hafi öll, eða að mestu leyti komið fram á tímabilinu.
II. Helstu afleiðingar af almennri verðhækkun nauðsytya á fjelagslifið,
og orsökin verðfali á gulli.
Eitt er einkennilegt hjer í landi. Verkalaunin hafa hækkað (í þessum flokk-
um) um 15—60% án þess að menn viti af því. Þau hafa hækkað án þess að
nokkur maður eða kona hafi lagt niður vinnu, án verkfalls yfir höfuð að tala, og
það sýnist bera vott uin sanngirni vinnuveitenda á aðra höndina og rólyndi hinna
á hina. í Belgíu og Frakklandi hafa konur gert uppþot út af því, að peningarnir
frá manninum, sem væru þeir sömu eins og áður af því að launin væru hin sömu,
hrykkju alls ekki, vegna þess hve alt væri orðið dýrara. í Englandi var stórkost-
legt verkfall fyrir skömmu og annað eins stendur fyrir dyrum. Á írlandi og suður í
Afríku hafa verið stóreflis samtök til að hækka launin og stórkostleg verkföll, sem
ekki er ráðið til lykta þegar þetta er skrifað. Bretar hafa haldið því fram, vegna
embættislauna þar í landi, að þar ætti að setja fasta nefnd, sem árlega gerði verð-
lagsskrá yfir verð helstu nauðsynja, og að laun starfsmanna ætti að greiða eftir
þeirri verðlagsskrá, en ekki ákveðinni upphæð af sterlingspundum. Maður sem eftir
Qárlögum þeirra ætti að fá 200 pund um árið fengi eftir því 300 pund, þegar verð-
lagsskráin sýndi, að ákveðnar aðalnauðsynjar hefðu hækkað um 50%. Sami maður
fengi 250 pund, ef verðlagið sýndi að þær hefðu ekki hæklcað nema um 25%. í
flestum tilfellum mundu launin hvorki lækka eða hækka meira frá ári til árs, en
um 2—5 af hundraði. Enskir rithöfundar líta svo á, að prestar, sem ekki hafa
nema 150 pund sterlings á ári (2700 kr.) heyri til verkmannalýðnum eða smá-
bændastjettinni að laununum til, og að þeir verði að skilja svo stöðu sína, ef vel eigi