Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 02.01.1909, Side 11
V
um erlendis. Hjá Norðmönnum er aðflutta varan vanalega >/» hærri en útflutta
varan, en þeir borga mismuninn með skipaleigu, og siglingum fyrir aðrar þjóðir.
Vjer getum ekki borgað hallann á þann hátt. Ef talað er við kaupmenn sem bú-
settir eru hjer á landi svara þeir hiklaust að 80 kr. aðfluttar vegi upp 100 kr.
útfluttar, en margir af kaupmönnum þeim sem versla hjer eru búsettir annarsstaðar,
þess vegna mæta 91,4 útfluttar vörur aðfluttum vörum sem hjer eru 100 (sbr. versl-
unarskýrslu 1906 bls. V.) Ef reikna mætti 20% frá, þá væri hallinn á landið 1907
2lA miljón, en sje tekið eins og reynsla undanfarinna ára sýnir, verður hann hjer
um bil 4 miljónir.
III. Verslunin við önnur lönd.
Viðskiftin við önnur lönd hafa jafnast niður á þennan hátt árin 1901 —1907:
1901 pús. kr. 1902 þús. kr. 1903 þús. kr. 1904 þús. kr. 1905 þús. kr. 1906 þús. kr. 1907 þús. kr.
Aðflultar vörur
Frá Danmörku 6,291 6,567 6,309 6,716 8,072 9,253 10,464
— Bretlandi 2,418 2,447 3,294 3,031 3,515 4,098 4,973
— Noregi 1,008 1,507 1,158 1,058 1,659 1,574 1,931
— Öðrum löndum 250 191 223 374 548 533 752
Alls 9,967 10.712 10,984 11,179 13,794 15,458 18,120
Útfluttar vörur
Til Danmerkur 3,663 3,136 2,400 2,791 4,093 4,580 4,680
— Bretlands 2,053 3,489 3,479 1,838 3,362 2,474 3,016
— Noregs 1,356 1,354 1,697 2,531 1,760 1,751 782
— Spánar 1,385 1,311 1,359 1,842 1,970 1,972 2,278
— ítaliu 397 786 928 735 1,046 973 780
— annara landa ... 282 384 345 149 246 406 684
Alls 9,136 10,460 10,208 9,886 12,477 12,156 12,220
Sama breytingin er gjörð á skýrslunum, sem áður hefur verið gjörð. Kaflí,
tóbak, brennivín, sem meira er flutt af en verslunarskýrslur segja er talið til Dan-
merkur; sykur til Englands, öll síld og hvala afurðir, sem taldar eru landsins eign
eru taldar fluttar til Noregs, en hitt ekki talið sem Norðmenn eiga, látið eins og
það væri ekki til. Öllum fiski sem er fram yfir verslunarskýrslurnar er skipt í
fjóra hluti, og einn hlutur lagður til Noregs, hinir til Spánar, ítaliu og Englands.
Peningar eru ekki taldir nema mismunurinn á að- og útfluttum peningum.