Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 >
Lögmannfélag Íslands og
Dómarafélag Íslands efndu til
málþings á Þingvöllum föstu-
daginn 13. október þar sem
fjallað var um auðlindarétt og
auðlindanýtingu. Málþingið
bar upp á heppilegum tíma þar
sem stjórnskipuð auðlindanefnd
hafði nýlokið við að kynna nið-
urstöður sínar.
Inntak auðlindaréttar
Kristín Haraldsdóttir, aðstoðarmaður
dómara við EFTA dómstólinn, reið á
vaðið með erindi þar sem hún fjallaði
um inntak auðlindaréttur bæði í
alþjóðlegu samhengi og innan íslenska
fræðikerfis lögfræðinnar. Hún tak-
markaði umfjöllun sína við náttúru-
auðlindir og vísaði til hefðbundinnar
skilgreiningar samkvæmt íslenskum
rétti, þ.e. nýtanleg náttúrugæði sem
lúta opinberum nýtingarreglum. Í máli
Kristínar kom fram að auðlindaréttur
snerti mörg réttarsvið, meðal annars
eignarétt (s.s. eignaraðild, eignarform
og eignaupptöku auðlinda), leit, rann-
sóknir og nýtingu svo og eftirlit með
nýtingu og viðurlög. Réttarsviðið væri
náskylt umhverfisrétti enda þótt regl-
urnar væru sértækari og nálgunin ólík.
Eigandastefna einkenndi auðlindarétt
á Íslandi en þróunin hin síðari ár hefði
verið sú að hið opinbera hefur feng-
ið aukið vægi við stjórnun nýtingar-
innar.
Þekktar og nýtanlegar
auðlindir
Karl Axelsson, hrl. og lektor við laga-
deild Háskóla Íslands, fjallaði um
þekktar og nýtanlegar auðlindir á
íslensku forráðasvæði í erindi sínu, þar
á meðal um skilgreiningar á jarðefn-
um, jarðhita og grunnvatni í 2. mgr.
auðlindalaga, nr. 57/1998, og nýtingu
þeirra. Í máli hans kom fram að heim-
ildin til hagnýtingar auðlinda skv. 3.
gr. laganna fylgir hinum hefðbundna
nýtingarétti eignaréttar og verði því
ekki takmörkuð án bóta. Hann sagði
að vatnaskil hefðu orðið með nýjum
auðlindalögum varðandi áratuga
óvissu um staðfræðileg takmörk eigna-
réttarins en þar kemur fram að eigna-
réttur eiganda nái til auðlinda undir og
Málþing um auðlindarétt og
auðlindanýtingu
Þrátt fyrir mikið framboð funda var málþingið afar vel sótt. Á annað hundrað manns komu á Þingvelli
og hlustuðu á fyrirlesara.