Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 29
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 29
Aðsent efni
sKúli MAGnússon, HÉrAðsDÓMAri
óþarfa milliþinghöld?
Hugleiðingar um fyrirtökur einkamála
og undirbúning aðalmeðferðar
stuNduM er kVArtAð yfir því að
íslenskt réttarfar sé forneskjulegt og
ósveigjanlegt. er þá ekki síst haft í huga
að hér á landi fer meðferð máls að
meginstefnu fram við formlega fyrirtöku
þess á dómþingi, þ.e. við svonefnd
milliþinghöld. Þetta leiðir til þess að
lögmenn (og dómarar) þurfa að mæta
við fyrirtöku máls án þess að e.t.v. standi
nokkuð annað fyrir dyrum en að fresta
máli eða leggja fram gögn sem gagnaðili
óskar síðan eftir að skoða nánar og
taka afstöðu til. slík milliþinghöld má
augljóslega leysa af hólmi með póst og
skeytasendingum án þess að nokkur
þurfi að gera sér ferð í dómsal. Á hitt er
að líta að skrifleg meðferð mála hefur
einnig sína ókosti. ekki aðeins hefur
hún í för með sér mikið magn bréfa
og gagnasendinga, einkum á vegum
skrifstofu viðkomandi dómstóls. skrifleg
meðferð þýðir einnig að lögmenn og/
eða aðilar mætast ekki í dómsal þar sem
unnt er á tiltölulega skömmum tíma að
reyna sættir og leiða til lykta ýmis atriði
viðvíkjandi meðferð máls. færa má fyrir
því rök að bæta megi framkvæmdina að
þessu leyti þannig að kostir „munnlegs
réttarfars“ fari langt eða lengra með að
vega upp á mótum kostum skriflegrar.
markvissari milliþinghöld
Við fyrstu fyrirtöku einkamáls eftir
úthlutun til dómara hlýtur það að
vera eðlileg krafa að lögmaður viti
hvort hann hyggst afla frekari gagna
og hvort ástæða er til frestunar
málsins. Það gæti einnig sparað mörg
milliþinghöld ef lögmenn gera hvorum
öðrum aðvart um framlagningu gagna
með hæfilegum fyrirvara þannig að
gagnaðili geti brugðist við þegar við
framlagningu þeirra. hér má rifja um
að eml. gera ráð fyrir sameiginlegum
fresti til gagnaöflunar sem meginreglu,
sbr. 2. mgr. 102. gr. eml. slík vinnubrögð
heyra hins vegar til undantekninga
og algengt er að lögmenn séu mættir
„vegna“ annars lögmanns og viti næsta
lítið um málið. Mætingar sem þessar
eru almennt til þess fallnar að gera
milliþinghöld ómarkviss. Þegar um er
að ræða undirbúning aðalmeðferðar
eiga „mætingarlögmenn“ hins vegar oft
hreinlega í erfiðleikum með að axla
faglega ábyrgð sína.
Efni og umfang
aðalmeðferðar
eiginleg aðalmeðferð mála á rætur sínar
til breytingar á lögum nr. 85/1936 um
meðferð einkamála í héraði frá árinu
1981. Með 1. mgr. 102. gr. núgildandi
laga var hins vegar sett það nýmæli
að þegar gagnaöflun er lýst lokið skal
dómari annars vegar leita svara aðila
við því í hverju skyni aðilar hyggjast
sjálfir gefa skýrslur og leiða einstök
vitni. hins vegar ber dómara að inna
aðila eftir því hve langan tíma þeir þurfi
fyrir málflutningsræður. dómara ber svo
að ákveða lengd aðalmeðferðar í ljósi
þessara upplýsinga.
samkvæmt framansögðu er megin
tilgangurinn hér að taka af tvímæli
um efni og umfang aðalmeðferðar
fyrirfram. í undirbúningsþinghaldi eiga
þannig að koma fram mótmæli við
munnlegri sönnunarfærslu, ef þeim er
að skipta, þannig að dómari geti skorið
úr hugsanlegum ágreiningi aðila um
hvort vitni verður leitt o.s.frv. er þannig
tekið fram að spurningar dómara um
fyrirhugaða skýrslugjöf séu ætlaðar „til
þess að staðreyna hvort og að hverju
marki skýrslugjafar sé þörf“. ekki er þó
útilokað að yfirlýsingar aðila, eða skortur
á slíkum yfirlýsingum, getið beinlínis
bundið aðila. ef aðili hyggst leiða vitni,
sem ekki hefur verið tilgreint í stefnu
eða greinargerð og ekki er talið upp við
undirbúning aðalmeðferðar, vaknar t.d.
sú spurning hvort slíkt vitni verði allt
að einu leitt fyrir dóm til skýrslugjafar
gegn mótmælum gagnaðila.
Fyrirtaka missir marks
Nýmæli núgildandi eml. var augljóslega
ætlað að gera aðalmeðferð markvissari
og stuðla að skilvirkari meðferð mála.
sú spurning hlýtur að vakna hvernig til
hefur tekist með framkvæmd. eftir minni
reynslu er alltof algengt að lögmönnum
bregði hreinlega í brún þegar dómari
innir þá eftir skýrslutökum og málflutn
ingstíma við aðalmeðferð, ekki síst
þegar viðkomandi lögmaður ætlar sér
ekki að flytja málið. svörin verða þá
oftar en ekki þau að allt þetta verði
tilkynnt dómara með tölvuskeyti með
hæfilegum fyrirvara fyrir aðalmeðferð.