Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 20
20 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 Aðsent efni HrAfn BrAGAson fyrrVerAnDi HæstArÉttArDÓMAri oG fUlltrúi Í rÉttArfArsnefnD 1987 – 1995. nOKKur umræÐa hefur enn á ný orðið um stofnun millidómstigs á Íslandi. stafar umræðan nú af auknu álagi á dómstóla landsins eftir bankahrunið. af stjórnskipulegu tregðulögmáli Þegar æðsta stjórn innanlandsmála var færð til íslands frá danmörku í upphafi 20. aldar þótti ekki af fjárhagsástæðum fært að aðskilja framkvæmdarvald og dómsvald í héraði og héldu sýslumenn áfram að fara með dómsvaldið jafnframt umfangsmiklum umboðstörfum fyrir landstjórnina hver í sínu umdæmi. Við flutning æðsta áfrýjunarréttarins heim til íslands 1920 þótti heldur ekki fært að halda millidómstiginu, Landsyfirréttinum sem áður starfaði í landinu. dómstigin urðu því aðeins tvö. huga átti að hvoru tveggja þegar úr rættist og efnahagurinn glæddist. Árin hafa liðið og það sem framsæknir lögfræðingar kölluðu í gráglettni „stjórnskipulegt tregðulögmál“ kom í veg fyrir að hugað yrði að breytingum. umræðunni var þó alltaf haldið við enda ísland eitt fárra evrópulanda þar sem framkvæmdarvald og dómsvald var ekki aðskilið og alvarlegri mál geta ekki farið um þrjú dómstig. Lögfræðingum hefur verið lengi ljóst að við hérlenda dómaskipun væri fordæmisgildi dóma hæstréttar sett nokkuð út í kuldann og yrði minna en við dómaskipan annarra evrópulanda. Vorið 1987 héldu lögfræðingar málþing um skipan dómsvaldsins þar sem frummælendur gerðu tillögur að löngu tímabærum aðskilnaði dómsvaldsins og framkvæmdarvaldsins í héraði. Var þá svo komið að vegna alþjóðaskuldbindinga ríkisins varð ekki undan aðskilnaði vikist. Á þessu málþingi voru einnig reifaðar tillögur að millidómstigi, sem hugsanlega gæti bæði fjallað um einkamál og sakamál eða eingöngu sakamál meðan millidómstigið væri að vinna sér þegnrétt. Við það var miðað að hlutverki hæstaréttar yrði skipt milli hans og milldómstigs, endurskoðun dóma færi fram á millidómstiginu en fordæmisgefandi málum mætti áfrýja til hæstaréttar aðallega með leyfi réttarins sjálfs. aðskilnaður dóms- og framkvæmdarvalds eftir kosningar 1987 tóku stjórnar­ flokkarnir framangreind málefni til skoðunar en úr varð að menn treystu sér eingöngu til að ráðast í aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds í héraði en millidómstigið varð að bíða. í framhaldi af því var ráðist í umfangsmiklar breytingar á allri réttarfarslöggjöf landsins. Við þá vinnu varð að taka tillit til þess að stjórnmálamenn vildu ekki enn stofna millidómstig. Þótti þeim dómsýslan verða með þeim hætti of umfangsmikil og dýr fyrir lítið ríki. Af þessu leiddi tvenns konar vandamál um meðferð áfrýjunarmála sem bregðast varð við í frumvörpunum að þessu skipulagi öllu. Annars vegar varðaði það milliliðalausa málsmeðferð sakamála, þ.e. að mannréttindaákvæði standa til þess að dómstóll sem heldur ekki sjálfur yfirheyrslur getur ekki breytt niðurstöðu um sönnun í sakamáli, sem byggist á yfirheyrslum, og hins vegar um fjölda þeirra mála sem skjóta má til hæstaréttar. Það vita þeir best sem að þessari vinnu komu að engin góð lausn var til á þessum vandamálum. Við þessar breytingar var reynt að halda sem mestri og bestri einingu meðal lögfræðinga og hafa gott samstarf við alla stjórnmálaflokka á Alþingi um þessa löggjöf alla. einingin hélst að mestu meðan verið var að semja um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds í héraði en okkur sem sátum í hæstarétti á þessum tíma þótti hún að nokkru fyrir bí þegar kom að málefnum hæstaréttar. takmarkaður skilningur var á því hversu mikið vinnuálag réttinum væri ætlað og hvaða erfiðleikum það olli að millidómstiginu var sleppt. töldu dómarar réttarins að enginn vegur væri fyrir hæstirétt að halda yfirheyrslur í sakamálum svo sem öfl utan réttarins virtust vilja svo að réttarkerfið uppfyllti til fulls endurskoðunarrétt aðila að sakamáli. dómarar töldu þetta tæpast geta verið hlutverk hæstréttar og myndi enda auk þess skapa allt of mikið álag á réttinn. Þá samþykkti Alþingi að skipta Á að koma á fót millidómstigi?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.