Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 15
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 15 lAGADAGUr 2013 miða við ársverðbólgu samkvæmt 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs. Var jafnvel efast um hvort þetta teldist rétt innleiðing tilskipunarinnar. Þá kom fram að ef upplýsingaskyldan væri vanrækt gera lög um neytendalán ekki ráð fyrir að slíkt skuli leiða til ógildingar lánsskuldbindingarinnar heldur er Neytendastofu heimilt að leggja stjórnvaldssektir á viðkomandi lánveitanda. Efasemdir um verðtrygginguna stefán Már vakti máls á almennum ófyrirsjáanleika við verðtryggðar láns­ skuldbindingar. hann taldi neyslu vísitölu ekki vera nægilega „stabílt apparat“ og var ekki viss um að upplýsingagjöf myndi leysa öll vandamál. stefán Már taldi að með verðtryggingunni væri bankinn allsherjartryggður og tæki í raun enga viðskiptaáhættu heldur væri áhættunni velt á aðra. Falla verðtryggð lán undir afleiðusamninga? Á fundinum var einnig vikið að því álitaefni hvort verðtryggt lán sé afleiða í skilningi laga. hér þyrfti að skoða hvort slík lán féllu undir lög um verðbréfaviðskipti og ef svo hvaða þýðingu það myndi hafa. eiríkur elís nefndi að verðtryggð lán hefðu vissulega ákveðin einkenni afleiðu, þ.e. uppgjör þeirra byggði á ákveðnum undirliggjandi þætti sem væri verðtryggingin. Þó væri ýmislegt frábrugðið. til að mynda væru hefðbundnir afleiðusamningar til styttri tíma en verðtryggð fasteignalán auk þess sem fasteignalán væru greidd út í heild sinni og gagnaðili efnir þau á löngum tíma. eiríkur taldi að lögum um verðbréfaviðskipti hefði ekki verið ætlað að ná yfir slíka verðtryggða lánasamninga. Það mætti einnig ráða af framkvæmd og regluverki fjármálaeftirlitsins. Það var niðurstaða eiríks að þessi tegund löggerninga yrði ekki talin falla undir lög um verðbréfaviðskipti jafnvel þótt verðtrygging sem slík gæti fallið undir hugtakið afleiðu í rýmri skilningi. ef hins vegar þessi skoðun stæðist ekki, þá þyrfti að skoða nánar reglur laganna sem gilda um fjárfestingasamninga, s.s. Mifid­reglur um flokkun fjárfesta og leggja mat á fjárfestinn og fjárfestinguna í hverju tilviki fyrir sig. erfitt væri því að leggja með almennum hætti út af slíkri skoðun. Í lokin Nokkur umræða skapaðist í lok málstofunnar þar sem einkum var velt upp álitaefnum varðandi áhættu­ skiptingu milli aðila og ónógu framboði lánastofnana á mismunandi tegundum lánsskuldbindinga, þ.e. fleiri valkostum til hliðar við verðtryggð lán. fundarmenn voru einnig sammála um að efnahagslíf þyrfti almennt að vera stöðugra hér á landi, einkum með vísun til þess hversu verðbólga er ráðandi þáttur í verðtryggðum lánsskuldbindingum. Ingvi Snær Einarsson hdl. Á rökstóLuM um úrskurðarnefndir og álitsgefandi kærunefndir var velt upp þeirri spurningu hvort nefndirnar hefðu létt álagi á ráðuneytum sem og dómstólum til hagræðingar fyrir borgarana. einnig var rætt um hvort fjölgun nefnda hefði minnkað sérþekkingu í ákveðnum málaflokkum í ráðuneytum og hvort það ætti að vera hægt að áfrýja úrskurðum beint til æðri dómstóla. Þátttakendur voru þau helga Melkorka óttarsdóttir hrl. hjá LOGOs, ragnheiður snorradóttir héraðsdómari, haukur Guðmundsson hdl. og ragnhildur helgadóttir prófessor við lagadeild háskólans í reykjavík en trausti fannar Valsson lektor við lagadeild háskóla íslands stjórnaði umræðum. F.v. Helga melkorka óttarsdóttir, ragnheiður snorradóttir, ragnhildur Helgadóttir, Haukur guðmundsson og trausti Fannar Valsson. Eru úrsKurÐarnEFndir úr sér gEngnar? lj ós m yn d: Þ or ke ll Þo rk el ss on .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.