Fréttablaðið - 02.02.2016, Side 8
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is
Halldór Reynisson flytur erindi í safnaðarheimili
Háteigskirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.
Kaffiveitingar og allir hjartanlega velkomnir.
Aðgangur ókeypis.
Bjargráð
í sorg
Vinnuskóli Bláskógabyggðar 2013
Flokkstjóra vantar í sumarvinnu unglinga og umhirðu
opinna svæða. Lágmarksaldur er 18. ár. Starfstími er frá 3.
júní til 31. júlí. Starfssvæðið er annarsvegar á Laugarvatni
og í Reykholti. Umsækjendur þurfa að hafa bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí n.k. og skulu umsóknir
berast á skrifstofu Bláskógabyggðar eða á netfangið
kristinn@blaskogabyggd.is, merktar
Vinnuskóli Bláskógabyggðar.
Upplýsingar gefur Kristinn í síma 860-4440.
Þjónustu- og framkvæmdasvið
Bláskógabyggðar
Bláskógabyggð
Álagning fasteignagjalda 2016.
Upph fs lagning fasteign gjalda
í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2016.
Sveitafélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagningu vegna ársins
2016. Álagningaseðlar 2016 verða ekki sendir út, en hægt er að nálgast
þá á www.island.is undir „Mínar síður“ og þar í pósthólfi. Innskráning
á síðuna er með veflykli ríkisskattsstjóra, íslykli eða með rafrænum
skilríkjum. Eins má nálgast upplýsingar um álagninguna á bæjargátt-
inni á heimasíðu Bláskógabyggðar, blaskogabyggd.is , en þar er farið
inn á mínar síður með sama hætti og á www.island.is. Forsendur
álagningarinnar er einnig að finna inni á heimasíðu Bláskógabyggðar,
blaskogabyggd.is .
Greiðsluseðlar verða ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað,
en kröfur vegna fasteignagjalda koma inná heimabanka viðkomandi
gjaldanda og birtast þar, sem og inni á bæjardyrum á heimasíðu Blá-
skógabyggðar.
Þeim, sem óska eftir að fá heimsendan greiðsluseðil, er bent á að hafa
samband við skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 480-3000
( mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.00, en
föstudaga frá 9.00 – 12.00), eða á netfangið gudny@blaskogabyggd.is
Allar nánari upplýsingar um álagningu gjalda 2016 eru veittar á skrif-
stofu Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð.
Náttúra Auðnutittlingum hefur
fækkað áberandi mikið í görðum
landsmanna í vetur eftir frekar góð
undanfarin ár. Vetrarfuglatalning
Náttúrufræðistofnunar Íslands sem
haldin er árlega milli jóla og nýárs
rennir einnig stoðum undir það að
fækkunin sé áreiðanleg.
„Það er örlítil fækkun í nokkrum
fuglategundum í görðum lands-
manna en mest áberandi er fækkun
auðnutittlinga sem hafa verið mjög
algengir gestir síðustu tvo vetur.
Nú í ár eru þeir hins vegar færri
og menn taka eftir því,“ segir Guð-
mundur A. Guðmundsson, fugla-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands. „Breytingin er nokkuð
skörp en líklega er ekkert sem er
að gerast nú í vetur sem orsakar
fækkunina.“
Auðnutittlingastofninn er nokk-
uð stór, telur um hundrað þúsund
pör. Þeirra aðalfæða eru birkifræ og
nóg er af þeirri fæðu í dag. „Því er
líklegt að þeim hafi fækkað síðasta
vetur þegar lítið var af birkifræjum.
Nú er nóg af fæðu fyrir þá,“ segir
Guðmundur sem hefur þrátt fyrir
þetta litlar áhyggjur af stofninum.
„Auðnutittlingur getur orpið oft
yfir sumartímann og því þarf ekki
að taka langan tíma fyrir stofninn
að ná jafnvægi á nýjan leik.“ – sa
Auðnutittlingum fækkar
Verkamenn á Sri Lanka sauma þjóðfánann, en hann verður svo seldur á þjóðhátíðardaginn.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur í sextugasta og áttunda sinn þann 4. febrúar. Fréttablaðið/EPa
Þjóðhátíðardagurinn undirbúinn
V i ð s k i p t i I n n f l u t n i n g s b a n n
íslenska ríkisins á fersku ófrosnu
kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði
EES-samningsins um frjálst flæði
vöru og þjónustu á innri markaði
Evrópu. Þetta kemur fram í ráð-
gefandi áliti EFTA-dómstólsins sem
skilað var í gær.
Samkvæmt áliti dómstólsins
kveður EES-samningurinn á um
að aðildarríkjum hans beri að
leyfa innflutning á fersku kjöti, svo
framarlega sem það hefur staðist
heilbrigðiseftirlit í heimalandinu.
Ekki sé heimilt að gera þá kröfu
að afurðirnar verði frystar eins og
íslensk stjórnvöld hafa alltaf krafist.
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir
á tilraunastöð Háskóla Íslands að
Keldum, geldur varhug við því að
flytja inn ferskt kjöt til landsins og
segir þetta sorgartíðindi fyrir þá
sem bera lýð- og dýraheilsu fyrir
brjósti. „Ísland er eyja og við njótum
þeirrar landfræðilegu einangrunar
þegar kemur að smitsjúkdómum
í mönnum og dýrum. Staða smit-
sjúkdóma íslenskra búfjárstofna er
ekki sambærileg við það sem gerist
erlendis,“ segir Vilhjálmur. „Land-
fræðileg einangrun okkar er ákveð-
in auðlind sem menn spilla með því
að leyfa innflutning á fersku kjöti.“
„Dómurinn gat ekki komist að
neinni annarri niðurstöðu. Það
hefur legið fyrir um árabil að þessar
reglur væru hluti af EES-samningn-
um og að Ísland hefði ekki samið um
neina undanþágu frá þeim,“ segir
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda.
„Það verður að hafa í huga að hér
er um ráðgefandi álit að ræða og
það afnemur ekki sjálfkrafa gildandi
reglur á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi
Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
„Það eru viss vonbrigði að EFTA-
dómstóllinn hafi ekki skilning á
þeim sjónarmiðum sem við höfum
lagt mikla áherslu á.“
„Þetta var bara eins og lagt var
upp með. Nú verður málið tekið
fyrir í héraðsdómi og ég hef ekki
hugmyndaflug til annars en að hann
muni komast að sömu niðurstöðu,“
segir Arnar Þór Stefánsson lögmaður
sem flytur málið fyrir hönd Ferskra
kjötvara. sveinn@frettabladid.is
Bann við innflutningi
andstætt EES-samningi
Í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins segir að íslensk stjórnvöld þurfi að leyfa inn-
flutning á fersku kjöti. Dýralæknir tilraunastöðvar að Keldum segir þetta sorgar-
tíðindi. Staða smitsjúkdóma íslenskra búfjárstofna sé betri hér en erlendis.
Viðskipti Umfangsmiklar breytingar
verða gerðar á sjónvarpsdagskrá og
fjarskiptaþjónustu 365.
Til að mynda verður viðskiptavin-
um boðið upp á ótakmarkað niðurhal
og gagnamagn á netinu og í símanum
en pakkarnir sem boðið verður upp
á kallast Endalaust internet og Enda-
laus GSM.
Internetáskrifendur sem eru einn-
ig áskrifendur að einhverjum sjón-
varpstilboðspökkum fyrirtækisins fá
ótakmarkað niðurhal á 1.000 krónur
á mánuði.
Þá fá GSM-áskrifendur ótakmark-
aðar mínútur og SMS óháð því hjá
hvaða símafyrirtæki móttakandi sím-
talsins er. Endalaust gagnamagn fylgir
áskriftarleiðinni en fyrir þetta greiða
notendur 2.990 krónur á mánuði.
„Núna verður þetta einfalt. Enda-
laust gagnamagn, mínútur og SMS á
föstu verði þannig að fólk þarf ekki
að óttast óvænta reikninga vegna
umframnotkunar,“ segir Sævar Freyr
Þráinsson, forstjóri 365. -jóe
Endalaust gagnamagn
Ísland er eyja og við
njótum þeirrar
landfræðilegu einangrunar
þegar kemur að smitsjúk-
dómum í mönnum og
dýrum.
Vilhjálmur Svansson
dýralæknir á
Keldum
Það verður að hafa í
huga að hér er um
ráðgefandi álit að ræða og
það afnemur ekki sjálfkrafa
gildandi reglur.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
landbúnaðar
ráðherra
2 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð J U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
5
-F
1
9
4
1
8
5
5
-F
0
5
8
1
8
5
5
-E
F
1
C
1
8
5
5
-E
D
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K