Fréttablaðið - 02.02.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2016, Blaðsíða 26
Aston Martin Lagonda er afar langur bíll. Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þennan stóra lúxusbíl. Þetta verð­ ur ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bret­ landi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í Miðausturlöndum þar sem finna má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bíl­ inn í Evrópu. Upphaflega var ætl­ unin að framleiða bara 100 La­ gonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í Miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metr­ ar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrif­ uð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. La­ gonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega. Aston Martin Lagonda myndaður í París án feluklæða Takata öruggispúðar eru í fjölmörgum gerðum bíla. Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Tak­ ata­öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 millj­ ón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er örygg­ ispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Banda­ ríkjunum af völdum Takata örygg­ ispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallan­ irnar orðnar 24 milljónir vegna ör­ yggispúðanna og gæti enn fjölg­ að. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Merce­ des Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleiri dauðsföll­ um af þeirra völdum á næstu árum. Enn ein 5 milljóna bíla innköllun vegna Takata öryggispúða Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Hagnaður Hyundai í fyrra minnk­ aði um 13% og nam 690 milljörð­ um króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörð­ um króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörk­ uðum í Kína, Brasilíu og Rúss­ landi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S­Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxt­ urinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evr­ ópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S­Kór­ eu. Hyundai hefur miklar vænt­ ingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merk­ ið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeig­ andi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á um­ hverf­ isvæna og litla bíla. Minnsti hagnaður Hyundai í 5 ár Kia hefur boðað framleiðslu á jepplingi með Hybrid tækni sem fá mun nafnið Niro. Lík­ lega er það merkilegast við þenn­ an bíl að hann er hannaður frá grunni sem tvinnbíll, en ekki eins og Kia Optima sem fá má í Hy­ brid útfærslu, auk hefðbundinn­ ar gerðar. Þessi jepplingur er á milli Kia Sportage og Kia Soul í stærð, en mun engu að síður ekki erfa neitt frá þeim bílum, held­ ur verður alveg sjálfstæð smíði. Svo virðist sem Kia sé komið með bíl sem tilbúinn er til fram­ leiðslu, enda var Niro tilrauna­ bíll fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfürt árið 2013 undir nafn­ inu „Niro concept“ og síðan eru liðin nær 3 ár. Af þeim fáu mynd­ um að dæma sem Kia hefur látið frá sér af bílnum, eða öllu heldur ýmsum hluta hans, er hann full­ formaður. Kia ætlar að sýna bíl­ inn almenningi á bílasýningu í Chicago seinna í þessum mánuði. Bíllinn verður með 1,6 lítra bens­ ínvél og rafmótora og á að menga minna en 90g/km af CO2. Hann verður 4,35 metra langur og 5,5 cm mjórri en Kia Sportage. Búist er við því að bíllinn komi á mark­ að seint á þessu ári. Kia Niro tvinnjepplingur  Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleig­ endum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvéla­ svindlsins, og eigendum Volkswa­ gen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Tals­ maðurinn, Elzbieta Bien kowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswag en og krefst þess að eig­ endur þeirra Volks wagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Banda­ ríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dís­ ilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæru glaða landi Banda­ ríkjunum rignir hins vegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mis­ muninum á kærugleði almenn­ ings sitthvoru megin Atlants­ hafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við að greiða bætur í Evr­ ópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við. Volkswagen gagnrýnt fyrir mismunun Hyggst greiða eigendum Volkswagen bíla í Bandaríkjunum bætur en ekki eigendum í Þýskalandi. Yrði dýrt að greiða 8,5 milljón Volkswagen eigendum í Evrópu bætur. Ekkert smáræði af hestöflum í jeppa. Jeep Grand Cherokee Hellcat á næsta ári og er 707 hestöfl  Bílakaupendur hafa sterka til­ hneigingu til að kaupa aftur bíl frá sama bílaframleiðanda og síðast, en missterka þó eftir bílamerkjum og einstaka bíl­ gerðum. Sá bílaframleiðandi sem nýtur mestrar merkja­ tryggðar í Bandaríkjunum er Subaru, en 67,7% sem kaupa bíla frá Subaru áttu Subaru bíl áður. Sumir kaupendur ganga þó ennþá lengra og kaupa sömu bílgerðina aftur og aftur. Sá ein­ staki bíll sem mestrar tryggð­ ar nýtur er Range Rover, en 48,2% kaupenda hans leysa af samskonar bíl af eldri árgerð. Næstur kemur Mercedes Benz S­Class með 46,6% tryggð og þriðji Lincoln MKZ með 44,8%. Þar á eftir koma Mercedes Benz Sprinter sendibíllinn (44,8%), Nissan Leaf (44,0%), RAM 1500 pallbíllinn (42,9%), Lexus RX350 (42,7%), Hyundai Genes­ is (42,5%), Kia Soul (42,0%) og í tíunda sætinu er Subaru Fores­ ter með 41,1% tryggð. Bílar Fréttablaðið 8 2. febrúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 1 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K _ .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 5 5 -D 8 E 4 1 8 5 5 -D 7 A 8 1 8 5 5 -D 6 6 C 1 8 5 5 -D 5 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.