Fréttablaðið - 02.02.2016, Blaðsíða 26
Aston Martin Lagonda er afar langur bíll.
Náðst hafa myndir af prófunum á
nýjum Aston Martin Lagonda þar
sem hann ekur um í Parísarborg.
Aston Martin framleiddi Lagonda
á árunum 1976 til 1990 en síðan
hefur hann ekki sést þar til nú að
fyrirtækið ætlar að endurvekja
þennan stóra lúxusbíl. Þetta verð
ur ekki ódýr bíll en hann mun
kosta um 700.000 pund í Bret
landi eða um 130 milljónir króna.
Meiningin hjá Aston Martin var
að markaðssetja hann aðallega í
Miðausturlöndum þar sem finna
má dágóðan hóp fólks sem efni
hefur á slíkum ofurdýrum bílum,
en heyrst hefur að Aston Martin
ætli reyndar einnig að bjóða bíl
inn í Evrópu. Upphaflega var ætl
unin að framleiða bara 100 La
gonda bíla en er Aston Martin sá
eftirspurnina fyrir þessum bíl
víðar en í Miðausturlöndum var
ákveðið að bjóða hann víðar og
forvitnilegt verður að sjá í hve
mörgum eintökum hann mun
seljast. Lagonda er um 5 metr
ar á lengd og vélin er V12, með
5,9 lítra sprengirými og er skrif
uð fyrir 559 hestöflum og 322 km
hámarkshraða í þessum bíl. La
gonda er með sæti fyrir 4 með
2+2 fyrirkomulagi og þar er víst
að vel fer um hvern farþega.
Aston Martin Lagonda
myndaður í París án feluklæða
Takata öruggispúðar eru í fjölmörgum gerðum bíla.
Á síðasta ári voru 19 milljón bílar
innkallaðir í Bandaríkjunum
einum sem voru með gallaða Tak
ataöryggispúða og þótti mörgum
nóg um. Nú hefur bæst við 5 millj
ón bíla innköllun þar vegna þessara
sömu öryggispúða. Þessi innköllun
nú kemur í kjölfar dauða ökumanns
á Ford Ranger bíl er lést er örygg
ispúði sprakk framan í hann. Þetta
dauðsfall er það níunda í Banda
ríkjunum af völdum Takata örygg
ispúða og það fyrsta sem ekki á sér
stað í Honda bíl. Því eru innkallan
irnar orðnar 24 milljónir vegna ör
yggispúðanna og gæti enn fjölg
að. Innköllunin nú nær yfir bíla frá
Ford, Volkswagen, Audi og Merce
des Benz. Fyrir þetta dauðaslys
hafði rannsókn á öryggispúðum í
1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt
neitt athugavert í ljós, en annað
kom á daginn. Takata hefur þegar
verið sektað um 26 milljarða króna
vegna gallanna. Aðeins hefur verið
gert við um 27% þeirra bíla sem
innkallaðir hafa verið og eru með
Takata öryggispúðum og því má
allt eins búast við fleiri dauðsföll
um af þeirra völdum á næstu árum.
Enn ein 5 milljóna bíla innköllun
vegna Takata öryggispúða
Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi.
Hagnaður Hyundai í fyrra minnk
aði um 13% og nam 690 milljörð
um króna. Sala Hyundai jókst um
3% á árinu og nam 9.890 milljörð
um króna. Því var hagnaður af
veltu um 7%. Þetta er þriðja árið
í röð sem hagnaður minnkar hjá
Hyundai og í fyrsta skipti sem
áætlanir um sölu bíla nær ekki
markmiðum. Vandræði á mörk
uðum í Kína, Brasilíu og Rúss
landi eiga stærstan þátt í því en
salan í Evrópu, Bandríkjunum
og heimalandinu SKóreu stóðst
væntingar og vel það.
Hyundai spáir
því að vöxt
urinn í ár
verði ekki
mikill og
sá minnsti
síðan árið
2006 og
byggist það á
minnkandi vexti í sölu bíla í Kína.
Hyundai seldi færri bíla í Kína í
fyrra en árið áður, í fyrsta skipti
frá árinu 2007. Salan í Rússlandi
féll um 3,2% og í Brasilíu um
2,7% en hún jókst um 11% í Evr
ópu og þar seldust 470.130 bílar
í fyrra. Salan í Bandaríkjunum,
næst stærsta markaði Hyundai,
jókst um 5% og um 4,2% í SKór
eu. Hyundai hefur miklar vænt
ingar fyrir lúxusbílamerki sitt
Genesis, en það var stofnað í
nóvember síðastliðnum og á merk
ið að hífa upp hagnað Hyundai.
Hyundai er meirihlutaeig
andi í Kia og þar á bæ
verður lögð
áhersla
á um
hverf
isvæna
og litla
bíla.
Minnsti hagnaður Hyundai í 5 ár
Kia hefur boðað framleiðslu
á jepplingi með Hybrid tækni
sem fá mun nafnið Niro. Lík
lega er það merkilegast við þenn
an bíl að hann er hannaður frá
grunni sem tvinnbíll, en ekki eins
og Kia Optima sem fá má í Hy
brid útfærslu, auk hefðbundinn
ar gerðar. Þessi jepplingur er á
milli Kia Sportage og Kia Soul í
stærð, en mun engu að síður ekki
erfa neitt frá þeim bílum, held
ur verður alveg sjálfstæð smíði.
Svo virðist sem Kia sé komið
með bíl sem tilbúinn er til fram
leiðslu, enda var Niro tilrauna
bíll fyrst sýndur á bílasýningunni
í Frankfürt árið 2013 undir nafn
inu „Niro concept“ og síðan eru
liðin nær 3 ár. Af þeim fáu mynd
um að dæma sem Kia hefur látið
frá sér af bílnum, eða öllu heldur
ýmsum hluta hans, er hann full
formaður. Kia ætlar að sýna bíl
inn almenningi á bílasýningu í
Chicago seinna í þessum mánuði.
Bíllinn verður með 1,6 lítra bens
ínvél og rafmótora og á að menga
minna en 90g/km af CO2. Hann
verður 4,35 metra langur og 5,5
cm mjórri en Kia Sportage. Búist
er við því að bíllinn komi á mark
að seint á þessu ári.
Kia Niro
tvinnjepplingur
Volkswagen er ekki að gera
sjálfu sér neinn greiða með því
að mismuna Volkswagen bíleig
endum í Bandaríkjunum, sem
munu fá bætur vegna dísilvéla
svindlsins, og eigendum Volkswa
gen bíla í Þýskalandi að sögn
talsmanns þýskra dómstóla. Tals
maðurinn, Elzbieta Bien kowska,
hefur sent bréf þessa efnis til
Volkswag en og krefst þess að eig
endur þeirra Volks wagen bíla
sem dísilvélasvindlið á við fái
sömu bótagreiðslur og í Banda
ríkjunum. Volkswagen hefur á
hinn bóginn tekið fyrir það að
fyrirtækið greiði eigendum 8,5
milljón bíla í Evrópu sem dís
ilvélasvindlið tekur yfir bætur.
Í hinu kæru glaða landi Banda
ríkjunum rignir hins vegar yfir
bótakröfum og svo virðist sem
Volkswagen ætli að bregðast við
þeim með greiðslu bóta. Ef til vill
lýsa viðbrögð Volkswagen mis
muninum á kærugleði almenn
ings sitthvoru megin Atlants
hafsins og að fyrirtækið ætli að
sleppa við að greiða bætur í Evr
ópu vegna þess að þar er ekki
eins mikið sótt að fyrirtækinu af
eigendum bíla Volkswagen sem
svindlið á við.
Volkswagen gagnrýnt
fyrir mismunun
Hyggst greiða eigendum Volkswagen bíla í Bandaríkjunum
bætur en ekki eigendum í Þýskalandi. Yrði dýrt að greiða 8,5
milljón Volkswagen eigendum í Evrópu bætur.
Ekkert smáræði af hestöflum í jeppa.
Jeep Grand Cherokee Hellcat á
næsta ári og er 707 hestöfl
Bílakaupendur hafa sterka til
hneigingu til að kaupa aftur
bíl frá sama bílaframleiðanda
og síðast, en missterka þó eftir
bílamerkjum og einstaka bíl
gerðum. Sá bílaframleiðandi
sem nýtur mestrar merkja
tryggðar í Bandaríkjunum er
Subaru, en 67,7% sem kaupa
bíla frá Subaru áttu Subaru bíl
áður. Sumir kaupendur ganga
þó ennþá lengra og kaupa sömu
bílgerðina aftur og aftur. Sá ein
staki bíll sem mestrar tryggð
ar nýtur er Range Rover, en
48,2% kaupenda hans leysa af
samskonar bíl af eldri árgerð.
Næstur kemur Mercedes Benz
SClass með 46,6% tryggð og
þriðji Lincoln MKZ með 44,8%.
Þar á eftir koma Mercedes Benz
Sprinter sendibíllinn (44,8%),
Nissan Leaf (44,0%), RAM
1500 pallbíllinn (42,9%), Lexus
RX350 (42,7%), Hyundai Genes
is (42,5%), Kia Soul (42,0%) og í
tíunda sætinu er Subaru Fores
ter með 41,1% tryggð.
Bílar
Fréttablaðið
8 2. febrúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
_
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
5
-D
8
E
4
1
8
5
5
-D
7
A
8
1
8
5
5
-D
6
6
C
1
8
5
5
-D
5
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K