Fréttablaðið - 02.02.2016, Síða 15
Uppfullur bræði hrópaði for-maður Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum á Alþingi
„skiliði lyklunum“. Það að krefjast
þess að einhver skili einhverju, ber
með sér að sá hinn sami telji sig eiga
það sem á að skila. Í þessu tilviki yfir-
ráðum í stjórnarráðinu. Enda hefur
Sjálfstæðisflokkurinn ráðið Íslandi
með setu í ríkisstjórn í 57 af þeim 72
árum sem Ísland hefur verið lýðveldi
eða 80% lýðveldistímans. Er nokkur
furða þó Sjálfstæðisflokkurinn telji sig
eiga stjórnarráðið.
Hafi einhver verið í vafa um hvers
vegna Sjálfstæðisflokkurinn krafðist
lyklanna af þvílíkri ákefð þá kom það
fljótlega í ljós. Þeir voru orðnir frið-
lausir yfir því að geta ekki lækkað
auðlindagjald á útgerðarmönnum
og með sölu Landsbankans á Borgun
freistast margir til að álykta að þeir
vilji hafa hönd í bagga um til hverra
bönkunum og eignum þeirra er ráð-
stafað. Þegar salan á Borgun átti sér
stað 2014 þá fór það fram hjá þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins (http://
www.visir.is/ups,-gerdi-thad-aftur-/
article/201515102892) og það er ekki
fyrr en núna þegar almannarómur er
orðinn nógu hávær að þeir taka undir
hneykslunarorðin.
Auðlindagjald og heilbrigðiskerfið
Stærstu viðfangsefni þeirra sem fara
munu með völd á Íslandi á næstunni
eru annars vegar hvort takast muni að
koma á eðlilegu auðlindagjaldi, með
útboði aflaheimilda, og hins vegar
endurreisn opinbera heilbrigðiskerfis-
ins. Þessi mál eru tengd að því leyti að
útboð aflaheimilda er réttlætismál, að
þjóðin fái fullt afgjald af auðlind sinni
og ekki síður, að ráðstafa gjaldinu til
sameiginlegra viðfangsefna. Nú er
brýnasta verkefnið endurreisn heil-
brigðiskerfisins.
Ekkert lært af hruninu
Það er með ólíkindum að ekki skuli
vera vilji hjá ráðamönnum þjóðar-
innar til þess að læra af sögunni t.d.
með því að láta rannsaka einkavæð-
ingu bankanna eins og Alþingi hefur
þegar samþykkt. Þess vegna mætti
rannsaka bæði fyrri einkavæðinguna,
þegar vildarvinum Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks voru afhentir bank-
arnir og einnig þá síðari þegar þeir
voru afhentir kröfuhöfum. Það virðist
vera einbeittur vilji fjölda stjórnmála-
manna að taka upp þráðinn frá því
fyrir hrun eins og ekkert hafi í skorist.
Í bönkunum iðka menn síðan það sem
stjórnvöld hafa fyrir þeim og leyfa sér
hegðan sem við héldum að hrunið
hefði bundið enda á. – Þar gleymist að
bankarnir eru ýmist í eigu eða reknir á
ábyrgð ríkisins, almennings í landinu.
Lyklavöldin fyrir
útgerðina og bankana
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú
umræða beinir kastljósinu að mikil-
vægari spurningu, sem er hvort og
þá hvernig einkaaðilar skuli sinna
grundvallarþjónustu eins og heil-
brigðisþjónustu. Allir virðast sam-
mála um að einkaaðilar skuli ekki reka
sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins
vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu
á Íslandi á ólíkum forsendum og oft
með ágætum.
Ég hef þegar gert grein fyrir athuga-
semdum mínum við samninginn um
sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði
gagnrýni minnar voru svo staðfest í
fréttum dagana á eftir: Það var ekki
nægjanlega vel staðið að útboðsgögn-
um fyrir síðustu endurnýjun samn-
ingsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í
forgrunni þannig að sérfræðingar spít-
alans geta ekki ráðstafað því fólki inn
á sjúkrahótelið sem það telur í mestri
þörf og dæmi eru um að almennur
hótelrekstur hafi haft forgang gagn-
vart sjúkrahótelshlutverkinu.
Heilbrigði eini hagnaðurinn
Við getum lært ýmislegt af reynslu
Svía af samningum við einkaaðila
í heilbrigðisþjónustu. Hún er um
margt ágæt og víða hefur vel tek-
ist til við samninga við fyrirtæki í
eigu starfsfólks um rekstur heilsu-
gæslu. En reynslan af samningum
við einkafyrirtæki, sem rekin eru í
hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæð-
an er einföld. Þau þurfa, eðli máls-
ins samkvæmt, að skila eigendum
sínum arði og ef þau geta valið um
að halda fullri þjónustu eða skera
niður og skila hagnaði sem hægt er
að greiða út sem arð, sýnir reynslan
að þau velja hið síðara.
Það er enda engin glóra í því fyrir
fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í
heilbrigðisþjónustu ef það skilar
ekki arði með sambærilegum hætti
og aðrar fjárfestingar. En ef arður er
greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer
það fé augljóslega ekki til þjónustu
við fólk, heldur út úr heilbrigðis-
þjónustunni. Þess vegna stefna
Svíar nú að því að takmarka mögu-
leika slíkra félaga til að greiða arð úr
félaginu og skylda þau til að endur-
fjárfesta arði í rekstrinum.
Förum skynsömu leiðina
Í nýrri stefnumörkun sænsku
ríkisstjórnarinnar, undir forystu
jafnaðarmanna, felst ekki nein
óbeit á samningum við einkaaðila.
Þvert á móti er talað um mikilvægi
þess að félög, sem ekki eru rekin í
hagnaðarskyni, geti áfram komið
að slíkum rekstri, því þau hafi oft
staðið að merkilegum nýjungum
og framþróun. Þá er reynsla af
einkarekstri heilsugæslu víða góð.
En reynslan af samningum við fyrir-
tæki sem rekin eru í hagnaðarskyni
er ekki góð.
Það er af þessari ástæðu sem ég
hef sagt að við eigum að hafa opin-
beran rekstur í forgangi, og koma
alfarið í veg fyrir að hægt sé að
semja við fyrirtæki í eigu annarra
en starfsmanna um heilbrigðis-
þjónustu. Við eigum ekki að feta
þá leið sem Svíar eru nú að snúa af
með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð
af sínu fé, eiga að fjárfesta annars
staðar en í heilbrigðisþjónustu og
menntamálum.
Af hverju er sjúkrahótel ekki
eins og hver annar bisness?
Árni Páll
Árnason
formaður
Samfylkingarinnar
Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn
vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs til viðskiptaþving-
ana gegn Rússlandi sem hafa leitt af
sér mótaðgerðir sem komið hafa hart
niður á íslenskum fyrirtækjum.
Fyrst er rétt að taka fram að ákvörð-
un um stuðning Íslands við þessar
aðgerðir var tekin af utanríkisráð-
herra og síðan kynnt fyrir utanríkis-
málanefnd. Alþingi tekur því ekki
þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerð-
irnar voru endurnýjaðar gerði ég sem
þáverandi fulltrúi flokksins í utan-
ríkismálanefnd Alþingis almennan
fyrirvara við að mér þætti markmiðin
með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst
hvernig meta ætti árangur af þeim.
Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi
færst í vöxt að undanförnu og Ísland
sé aðili að slíkum þvingunum gagn-
vart töluvert mörgum ríkjum þá verð-
ur að hafa það í huga að þær koma
ekki í stað pólitískra lausna, geta
bitnað verst á saklausum almenningi
og jafnvel valdið stigmögnun átaka
eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega
í tilfelli Íraks.
Þá er ekki endilega mikið sam-
ræmi í því hvaða þjóðir eru beittar
viðskiptaþvingunum af vestrænum
ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að
átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú
skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir
Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum
í landnemabyggðum í Ísrael á sein-
astliðnu ári. Ég hef fullan skilning á
því ef Þorvaldur telur lítið samræmi
í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilu-
mála um heim allan en þar er ekki við
Vinstrihreyfinguna – grænt framboð
að sakast sem hefur aldrei farið með
forræði yfir utanríkismálum í ríkis-
stjórn Íslands.
Horfa verður á heildarmyndina
Almennt séð verður að undirstrika
að við í Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði teljum mjög mikilvægt að
standa vörð um fullveldi þjóða og
erum ekki sátt við að landamærum
ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins
og í raunin var á Krímskaga. Þó að
vissulega hafi verið leitað eftir vilja
íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu
voru aðstæður þegar hún var fram-
kvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar
er útþensla Atlantshafsbandalagsins
í Austur-Evrópu síður en svo æskileg
þróun og ekki líkleg til að stuðla að
friði á þessu svæði.
Það nægir ekki að tala einungis
um samstöðu vestrænna ríkja í þessu
dæmi heldur verður að horfa á heild-
armyndina, þar er mikilvægast að
leita leiða til að finna pólitíska lausn
á deilum Rússlands og Úkraínu. Við-
skiptaþvinganir hafa gagnast í undan-
tekningatilfellum en koma sjaldnast
í stað pólitískra lausna. Þær ófriðar-
horfur sem víða eru í heiminum um
þessar mundir ættu að vera sérstakur
hvati til að leita friðsamlegra lausna
sem víðast. Fyrirvari minn við þetta
mál snýst um að við þurfum að meta
hvort viðskiptaþvinganir sem þessar
leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur
þetta þó þegar komið fram í fréttum.
Bréf til Þorvalds
Katrín
Jakobsdóttir
formaður VG
Það er með ólíkindum að
ekki skuli vera vilji hjá ráða
mönnum þjóðarinnar til
þess að læra af sögunni t.d.
með því að láta rannsaka
einkavæðingu bankanna
eins og Alþingi hefur þegar
samþykkt.
Við eigum ekki að feta þá
leið sem Svíar eru nú að
snúa af með hraði. Fjárfestar,
sem vilja arð af sínu fé, eiga
að fjárfesta annars staðar
en í heilbrigðisþjónustu og
menntamálum.
Viðskiptaþvinganir hafa
gagnast í undantekninga
tilfellum en koma sjaldnast í
stað pólitískra lausna.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 . F e B R ú A R 2 0 1 6
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
5
-E
7
B
4
1
8
5
5
-E
6
7
8
1
8
5
5
-E
5
3
C
1
8
5
5
-E
4
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K