Fréttablaðið - 02.02.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 02.02.2016, Síða 18
„Kjörorð tannverndarvikunnar er hreinar tennur – heilar tennur en í ár er vikan helguð því að hvetja landsmenn til að þess að bursta tennur með flúortannkremi að lág- marki tvisvar á dag í tvær mínútur og aðstoða börn til 10 ára aldurs,“ segir Hólmfríður Guðmundsdótt- ir tannlæknir hjá Embætti land- læknis og Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðis. Hún segir margt mega betur fara þegar kemur að tann- heilsu Íslendinga en einnig sé ým- islegt jákvætt í spilunum líkt og samningurinn um gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu til barna. Ná til fleiri barNa á hverju ári „Í ár bætast öll börn sem verða sex og sjö ára í hóp þeirra barna sem fá gjaldfrjálsa tannlæknisþjón- ustu. Þar með eru tannlækning- ar barna frá sex til og með 17 ára auk þriggja ára barna greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komu- gjaldi,“ útskýrir hún en á næsta ári bætast 4 til 5 ára börn við. 16 próseNt áN heimilis­ taNNlækNis Forsenda gjaldfrjálsra tannlækn- inga er að börnin hafi skráðan heimilistannlækni. „Um miðjan janúar voru tæplega 6.700 grunn- skólanemendur eða um 16% ekki með skráðan heimilistannlækni,“ segir Hólmfríður sem telur þessa tölu vel skiljanlega, til dæmis séu sex og sjö ára börn aðeins nýlega komin inn í kerfið. „Vonandi náum við til þessa hóps á þessu ári,“ segir hún og bendir á að hjá eldri börnum sé hlutfallið komið yfir níutíu prósent. „Ég vil hins vegar setja stefnuna á hundrað prósent,“ segir hún. „Það eru ákveðin tímamót núna því við getum lesið beint í sjúkra- skrárkerfi heilsugæslunnar fjölda og upplýsingar um þau börn sem eru ekki með skráðan tannlækni,“ segir Hólmfríður og telur að það muni hjálpa til við að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. vill ekki Nammidaga Hólmfríður segir bráðnauðsyn- legt fyrir Íslendinga að gíra niður nammiátið. „Það vegur þungt í okkar samfélagi hve mikið er borð- að af sælgæti,“ segir Hólmfríður sem er alveg á móti nammidögum og telur mun skárra að fá sér ein- stöku sinnum sælgæti í lok máltíð- ar fremur en að úða í sig sælgæti í miklu magni einu sinni í viku. „Á Íslandi ríkir hálfgert laugardags- fár þar sem virðist ætlast til að borðað sé nammi. Verslunin hefur líka ýtt undir þetta með alls kyns tilboðum og auglýsingum,“ segir hún og telur tíma til kominn að taka á þessum vanda. brýNt að raNNsaka taNNheilsu Árið 2005 var gerð Munnís rann- sókn á tannheilsu barna á Íslandi. Niðurstaða hennar var sú að ís- lensk 12 ára börn voru með tvöfalt fleiri tannskemmdir en saman- burðarhópur í Svíþjóð. Í framhaldi af því skapaðist mikil umræða og gripið var til ýmissa ráðstafana til dæmis þeirra að gera samninga um gjaldfrjálsa tannlæknaþjón- ustu fyrir börn. En hvernig er staðan á tann- heilsu íslenskra barna í dag? „Þar sem ekki hefur verið gerð rann- sókn síðan árið 2005, getum við því miður ekki svarað því með ná- kvæmum hætti. Hins vegar segir mín tilfinning að tannheilsan hafi batnað töluvert og að við séum að ná að skila krökkum vel út í full- orðinsárin í dag,“ segir Ásta Ósk- arsdóttir formaður Tannlækna- félags Íslands. Hún telur afar jákvætt að yfir níutíu prósent krakka séu með skráðan heimil- istannlækni. „Við erum samt að reyna að ná til allra barna og nú er t.d. verið að reyna að ná til þeirra 250 krakka í 10. bekk á landinu sem enn hafa ekki skilað sér.“ „Ég finn líka fyrir mun minni áhyggjum hjá foreldrum sem áður voru ekki vissir um að eiga fyrir viðgerðinni,“ segir Ásta og bendir á að áður hafi margir foreldrar því miður beðið of lengi með að koma með börnin til tannlæknis en það sé undantekning í dag. En hvað með fjölda skemmda? Fer þeim fækkandi? „Ég get lítið sagt til um það. Við höfum vissu- lega lagt meiri áherslu á forvarn- ir og mér sýnist það vera að skila sér en það þarf að fá nákvæmari tölur til að svara þessu,“ segir Ásta og telur brýnt verkefni að setja af stað nýja rannsókn til að mæla tannheilsu í landinu. solveig@365.is Mín tilfinning er sú að tannheilsan hafi batnað mikið og að við séum að ná að skila krökkum vel út í fullorðinsárin í dag. Ásta Óskarsdóttir formaður Tannlæknafélags Íslands fólk er kyNNiNgarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 NammidagarNir heyri söguNNi til Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir árlegri tannverndarviku 1.–7. febrúar. Nauðsynlegt er að gíra niður sælgætisát Íslendinga og brýnt að rannsaka stöðu tannheilsu í landinu. Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlækn- ir hjá Embætti landlæknis og Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Mynd/PJEtur Foreldrar þurfa að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Þá er mælt með að foreldrar aðstoði börnin við tannburstun allt til tíu ára aldurs. nordicPHotoS/GEtty Ásta Óskarsdóttir formaður tann- læknafélags Íslands. Allt sem þú þar ... Skv. prentmiðlakönnun Gallup, okt.– des. 2015. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,9% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,9% lesa Fréttablaðið 29,9% lesa Morgunblaðið 2 FÓLK Heilsa 2. febrúar 2016 0 1 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 6 -0 0 6 4 1 8 5 5 -F F 2 8 1 8 5 5 -F D E C 1 8 5 5 -F C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.