Fréttablaðið - 02.02.2016, Side 20
Bretar aka jú vinstra megin
í umferðinni en það eiga þeir
ekki að gera í öðrum löndum
Evrópu þar sem er hægri um-
ferð. Svo virðist sem einn bresk-
ur túristi hafi ekki alveg áttað
sig á þessu þar sem hann ók bíl
á vinstri helmingi og tók í leið-
inni niður 6 atvinnuhjólreiða-
menn úr liðini Giant-Alpecin ná-
lægt borginni Calpe á Spáni. Þeir
voru allir fluttir á spítala en eng-
inn þeirra virðist þó hafa slasast
mjög alvarlega. Hjólreiðamenn-
irnir sem urðu fyrir bíl Bret-
ans eru John Degenkolb, Warr-
en Barguil, Chad Haga, Fredrik
Ludvigsson, Max Walscheid og
Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn
John Degenkolb er þeirra fræg-
astur og þekktur meðal hjólreiða-
áhugmanna. Afar litlar líkur eru
til þess að hann geti keppt í kom-
andi Paris-Roubaix hjólreiða-
keppni, sem hann vann í fyrra,
en til stóð að hann reyndi að
verja titil sinn þar. Hann vann
einnig Milan-San Remo keppnina
í fyrra, sem og Saitama Criteri-
um keppnina í Japan. Degenkolb
hefur samtals unnið 9 dagleiðir
í hinni þekktu Vuelta-hjólreiða-
keppni á Spáni, sem fram fer ár
hvert.
Ók niður heilt hjólalið á Spáni
Giant-Alpecine liðið í hjólreiðum.
Toyota Corolla er lang söluhæsti einstaki bíll heims frá upphafi.
Þ
rjár af söluhæstu bíl-
gerðum heims frá
upphafi eru Ford T-
Model, Volkswagen
Bjallan og Toyota
Cor olla. Ford T-Mod-
el seldist í 16,5 millj-
ón eintökum á árunum 1908 til
1927 og var söluhæsta bílgerð
heims allt að árinu 1972 er Volks-
wagen bjallan tók krúnuna, en
hún hefur selst í 21,5 milljón-
um eintaka. Þessar tvær bílgerð-
ir eiga þó lítið í Toyota Corolla
sem enn er í framleiðslu, allt frá
árinu 1966 og hefur selst alls í
42,5 milljónum eintaka og selst
nú á hverju ári í um einni milljón
eintaka. Það gæti því orðið löng
bið að einhver önnur bílgerð nái
Toyota Corolla.
Bjallan breyttist sáralítið
Rétt er þó að hafa í huga að
Toyota Corolla hefur breyst gríð-
arlega mikið með þeim 12 kyn-
slóðum bílsins sem komið hafa
á markað. Bjallan hins vegar
breyttist sáralítið allan sinn líf-
tíma og hægt væri að setja yfir-
byggingu síðustu árgerðar bjöll-
unnar á undirvagn þeirrar
fyrstu. Einhverra hluta vegna
er ein afar söluhá bílgerð al-
mennt ekki talin með er kemur
að söluhæstu bílgerðum heims
en það er Ford F-150 pallbíll-
inn sem framleiddur hefur verið
frá árinu 1948 og selst enn í um
800.000 eintökum á hverju ári.
Hann hefur selst í um 38 millj-
ón eintökum frá upphafi og
gæti því talist með réttu næst
mest selda bílgerðin á eftir To-
yota Corolla. Ford F-150 hefur
verið söluhæsta bílgerð Banda-
ríkjanna á hverju ári síðastlið-
in 33 ár.
Söluhæstir hjá nokkrum fram-
leiðendum
Af söluhæstu bílgerðum einstakra
bílaframleiðenda má nefna sem
dæmi að Citroën seldi 3.872.583
eintök af Citroën 2CV á árunum
1948-1990. Fiat seldi 8,8 milljón-
ir af Fiat Uno á árunum 1983 til
2004. Lada hefur selt 13,5 milljón-
ir af Niva fólksbílnum sem svo al-
gengur var á götum Íslands hér
á árum áður. Opel hefur selt yfir
18 milljónir af Corsa bíl sínum
frá 1982. Renault hefur selt 8,5
milljónir af Clio frá 1991. Porsc-
he hefur selt um 850.000 af 911
bílnum frá 1963. Trabant seldist
í 3 milljónum eintaka frá 1957 til
1991. Volkswagen hefur selt um
32 milljónir eintaka af Golf frá
1974 til dagsins í dag. Volvo seldi
2.862.573 eintök af 200-seríunni á
árunum 1974 til 1993 og líklega þá
mest af 244 gerðinni.
ToyoTa Corolla TvöfalT
söluhærri en bjallan
Toyota Corolla hefur selst í 42,5 milljónum eintaka, en bjallan
í 21,5 milljónum. Ford T-Model seldist í 16,5 milljón eintökum.
Toyota hefur í huga að kaupa upp
restina af hlutabréfum í Daihatsu
en Toyota hefur átt meirihlut-
ann í bílaframleiðandanum frá
árinu 1998. Ef Toyota eignast að
fullu Daihatsu getur Toyota meira
stýrt markaðssetningu ódýrra
bíla Daih atsu inn á ákveðna lág-
verðsmarkaði og greint skýrar á
milli ódýrra bíla Daihatsu og dýr-
ari bíla Toyota. Auk þess getur
Toyota með því lækkað kostnað
í herbúðum Daihatsu, m.a. með
magninnkaupum. Heyrst hefur að
Toyota ætli í samstarfi við Suzuki
að kaupa restina í Daihatsu og fá
með því betri aðgang að stóra bíla-
markaðnum í Indlandi, þar sem
Suzuki er með ráðandi stöðu. Toy-
ota hefur hins vegar neitað því að
eiga í samstarfi við Suzuki í kaup-
um á Daihatsu. Toyota keypti
fyrst hlut í Daihatsu árið 1967, en
á nú 51,2% hlut.
Myndi nota Daihatsu eins og
Renault notar Dacia
Ef að Toyota kaupir
Daihatsu myndi Toy ta
nota merki Daihatsu
líkt og Volkswagen
gerir með Skoda og
Seat merkin, Niss-
an gerir með Datsun
og Renault gerir með
Dacia. Það gæti orðið stórt vopn
í baráttunni við Suzuki í Indlandi
en margir bílaframleiðendur horfa
til þess stóra markaðar en verða
að bjóða ódýra bíla þar til að eiga
einhvern séns. Við þessar fréttir
um hugsanleg kaup Toyota á Dai-
hatsu og mögulegt samstarf við
Suzuki um kaupin hækkuðu bréfin
í Daihatsu um 16% í gær, um 11%
hjá Suzuki og um 3,8% hjá Toy-
ota. Sala Daihatsu bíla minnkaði í
fyrra um 13,3%, en varð þó til þess
að heildarsala Toyota varð 10,15
milljónir bíla í fyrra, hærri en 9,93
milljóna bíla sala Volks wagen.
Daihatsu með sterka stöðu á
nokkrum mörkuðum
Daihatsu er með hæstu markaðs-
hlutdeild mjög lítilla bíla (bílar
með minna en 0,66 lítra vélar, eða
„kei cars“) í Japan með 31% mark-
aðshlutdeild og er einnig með ráð-
andi stöðu í SA-Asíu og hefur
verið söluhæsti bílaframleiðand-
inn í Indónesíu síðastliðin 9 ár.
Dai hatsu rekur sögu sína til
ársins 1907 og er með höf-
uðstöðvar í Osaka,
næststærstu borg
Japans.
Toyota að eignast Daihatsu að
fullu en átti 51% áður
Jerry Seinfeld er mikill bílasafn-
ari og á vænlegt safn verðmætra
dýrgripa, margra hverra af eldri
gerðinni. Hann hefur nú ákveðið
að selja 3 þeirra, alla af Porsche
gerð. Þetta eru 1955 árgerðin af
Porsche 550 Spyder, 1958 árgerð-
in af Porsche 356 A GS/GT Carr-
era Speedster og 1974 árgerðin
af Porsche 911 Carrera 3,0 IROC
RSR. Sá fyrstnefndi er metinn
á 6 milljónir dollara, 550 Spyd-
er bíllinn á 2,5 milljónir dollara
og sá síðastnefndi á um 1 millj-
ón dollara. Samtals um 9,5 millj-
ónir dollara, eða 1,24 milljarða
króna. Bílarnir verða boðnir upp
á Amelia Island Auction uppboð-
inu sem haldið er af Gooding &
Company þann 11. mars næst-
komandi. Að sögn Jerry Seinfeld
er ástæðan fyrir sölu þessara
bíla einfaldlega sú að hann kýs að
aðrir fái að njóta þeirra.
Jerry Seinfeld selur 3 Porsche
Renault Zoe seldist í 18.453 ein-
tökum í Evrópu á síðasta ári og
var söluhæsti einstaka rafmagns-
bíll álfunnar. Heildarsala Zoe í
heiminum öllum var 23.086 og var
hann ekki söluhæsti rafmagns-
bíll heims þar sem til dæmis Niss-
an Leaf og Tesla Model S seld-
ust í mun fleiri eintökum. Renault
Zoe var langsöluhæsti rafmagns-
bíll Frakklands, með 48,1% mark-
aðshlutdeild. Síðasta útgáfa Re-
nault Zoe kemst 240 km á fullri
hleðslu og jókst drægni hans um
25 kílómetra frá fyrri gerð bíls-
ins. Renault hefur selt alls 62.228
rafmagnsbíla frá árinu 2010.
Heildarsala rafmagnsbíla í Evr-
ópu á síðasta ári var 97.687 bílar
og jókst um 47,8% frá árinu áður.
Engu að síður er það aðeins 0,61%
af heildarsölu bíla í Evrópu í
fyrra. Ef rafmagnsbílasala vex
jafn hratt á þessu ári og því síð-
asta má búast við um 145.000 bíla
sölu og að rafmagnsbílar nái um
0,9% hlutdeild í heildarsölu. Það
er því langt í land að rafmagns-
bílar teljist til stórrar hlutdeildar
í sölu bíla og það í Evrópu, sem er
þó einna móttækilegust fyrir slík-
um bílum.
Renault Zoe mest seldi rafmagnsbíll Evrópu
Söluhæstur í Evrópu en alls ekki í heiminum öllum.
Daihatsu Kopen.
www.visir.is/bilar
BílaR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Sími 512 5457
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
bílar
Fréttablaðið
2 2. febrúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
5
-F
B
7
4
1
8
5
5
-F
A
3
8
1
8
5
5
-F
8
F
C
1
8
5
5
-F
7
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K