Fréttablaðið - 04.11.2014, Side 14

Fréttablaðið - 04.11.2014, Side 14
4. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrár- málið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á nið- urstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaga- nefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðar- speglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar til- raunir að verða að módeli fyrir framþróun lýð- ræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist köll- uð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við að takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í and- stöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf lög- gjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfall- ið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýð- ræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóð- þingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembi- valdir borgarar studdir sveit öflugra sérfræð- inga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þing- mennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjón- armið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþing- ið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlut- verk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar mót- tökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið. Borgaraþing klári stjórnarskrármálið NÝ STJÓRNARSKRÁ Eiríkur Berg- mann prófessor í stjórn- málafræði, sat í stjórnlagaráði V ið erum ekki á nítjándu öldinni, þau eru ekki í pípu- höttum og við erum ekki einhver sauðsvartur almúgi. Við búum í jafnræðisþjóðfélagi,“ sagði tónlistarmað- urinn Svavar Knútur í samtali við Vísi í gær. Þessi við sem hann vísar til er fólkið í landinu og þau eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna. Tilefni viðtalsins var mótmælafundur á Austurvelli í gær þar sem aðgerðum ríkis- stjórnarinnar var mótmælt. Um ástæðu þess að ekkert eitt var tilgreint sem grunnur mótmælanna segir Svavar Knútur: „Það er hægt að mótmæla dólgshætti og yfirgangi. Það er hægt að mótmæla yfirlæti, dónaskap og vondum vinnubrögðum. Það þarf ekki að vera ESB eða stjórnarskráin. Fólk er að koma úr öllum áttum með alls konar reiði og það þarf bara að gefa því útrás fyrir hana.“ Þessi reiði í garð stjórnvalda er raunar ekki séríslenskt fyrirbrigði og í grein sem birtist á vefsíðu danska blaðsins Politiken á sunnudaginn reifar presturinn og rithöfundurinn Asger Baunsbak ástæður fyrir því að pólitíkusar ná ekki lengur samhljómi við „sauðsvartan almúgann“. Hann bendir meðal annars á að þeir flokkar sem sitji á þingi í dag séu sprottnir upp úr menningu bænda- og iðnaðarsamfélags og hafi ekki náð að aðlagast gjörbreyttum tímum. Það séu ekki lengur bændur, verkamenn og kennarar sem séu virkir í stjórnmálum heldur háskólamenntað fólk sem aldrei hafi unnið ærlegt handtak, ef svo má að orði komast. Gjáin fræga milli þings og þjóðar stafi af því að stjórnmálafólkið og almúginn margumræddi eigi ekki lengur neitt sameiginlegt og skilji ekki hvorir aðra. Þetta eru mjög athyglisverðar pælingar hjá prestinum og skemmtilegt að máta rök hans við íslenskt samfélag samtímans. Stéttaskiptingin hér er kannski ekki eins afgerandi en það er allavega morgunljóst að þeir sem nú sitja í ríkisstjórn hafa ákaflega litla hugmynd um það hvernig venjulegt fólk í landinu hugsar, býr og berst í bökkum. Þeir virðast reyndar óskaplega lítið velta lífskjörum kjósenda sinna fyrir sér, láta sér bara detta í hug eitthvert söluvænlegt trikk korteri í kosningar til að tryggja sér atkvæði þeirra. Bregðast síðan ókvæða við þegar hinir sömu kjósendur eru ekki sáttir við vanefndir kosningaloforðanna, kvarta undan árásum á kjörna fulltrúa eða, það sem verra er, svara reiði fólksins með útúrsnúningum, háðsglósum og gegnd- arlausum hroka. Verða svo bara sífellt meira hissa á vaxandi óánægju og reiði kjósenda sinna og gjáin breikkar dag frá degi. Í fyrrnefndri grein bendir Baunsbak á að ástæða þess að sam- neyslan á undir högg að sækja í Danmörku, eins og hér, sé að elítan í valdastöðunum hafi ekki þörf fyrir neina samneyslu, hún vilji frekar eyða fé í utanlandsferðir og uppbyggingu eigin yfir- burðastöðu en að leggja sitt af mörkum til reksturs sameiginlegs samfélags. Afleiðingin af þeirri stefnu sé vaxandi reiði almúg- ans sem fái útrás í stuðningi við þjóðernissinnaða flokka sem ali á útlendingaandúð og óánægju. Afleiðingarnar af því geti orðið alvarlegri en elítan geri sér í hugarlund og það þurfi ekki nema lítinn neista til að kynda bál sem gæti orðið endalok lýðræðisins. Ábending sem stjórnvöld á Íslandi ættu að fara að gefa gaum og taka alvarlega, helst ekki seinna en í dag. Hvers vegna skilja pólitíkusar ekki kjósendur? Gjáin breikkar Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Gæði fara aldrei úr tísku Vaskar og blöndunartæki Þjófstartið Hún var skemmtileg uppákoman á þinginu í gær þegar Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í ræðustól og hóf umræðu um frum- varp iðnaðarráðherra um visthönnun vöru sem notar orku, undir umræðu um mögulegan sæstreng. Þingforset- inn, Einar K. Guðfinnsson, barði ítrekað í bjölluna til að reyna að benda þingmanninum á að hann væri að ræða rangt mál, en gekk erfiðlega að komast að. Málið vakti kátínu meðal þingmanna en Þorsteinn baðst auðmjúklega afsökunar á þjófstart- inu. Girðið upp buxurnar Nokkur þúsund manns lögðu leið sína á Austurvöll í gær til að mót- mæla ríkisstjórninni. Nokkur gagn- rýni hafði verið uppi um að óljóst væri hverju nákvæmlega stæði til að mótmæla en Svavar Knútur Kristins- son, einn forsprakka mótmælanna, sagði skilaboðin skýr: „Girðið upp buxurnar.“ Gjöf eða gjald? Stóra byssumálið tekur á sig nýjar og furðulegri myndir á degi hverjum. Í gær sendi Landhelgisgæslan frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekað var að „engin leynd hvíldi yfir innflutningi vopnanna gagn- vart tollgæsluyfirvöldum“. Vopnin hafi verið skoðuð af tollinum við komu vélarinnar til landsins. Í síðustu viku var greint frá því að tollayfirvöld hefðu innsiglað vopna- geymslu gæslunnar þar sem ekki væri búið að greiða gjöld og tolla af nýju hríðskotabyssunum frá Noregi. Gripið var til þessara aðgerða á meðan óljóst er hvort um sé að ræða gjöf eða vopn sem ís lensk stjórn völd munu kaupa. Öll svör sem komið hafa frá stjórnvöldum hingað til eru til þess fallin að flækja málið. Hvernig stendur eiginlega á þessu? fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.