Fréttablaðið - 04.11.2014, Side 16

Fréttablaðið - 04.11.2014, Side 16
4. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Sú var tíðin að lögreglu- stjóranum í Reykjavík fannst sér hentast að brenna uppsafnaðar upp- lýsingar um óvini rík- isins þegar þær fylltu orðið hvert gljúfur og gil á gömlu lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Var þetta í Kaldastríðinu og sérstakur lögregluþjónn hafður að störfum við að snuðra uppi stjórnmála- skoðanir og athafnir þess fólks sem hugsanlega gerði athugasemdir við gjörðir stjórn- valda þess tíma, ekki síst í utan- ríkismálum. Upplýsingar um þetta fólk voru svo handlangað- ar inn í ameríska sendiráðið við Laufásveg og biðu betri tíma. Um var að ræða algjörlega löglausa starfsemi enda var hún ekki til á pappírum og lögregluþjónninn ekki við þessa iðju bak við lukt- ar dyr. Endaði með því að farið var með tunnusekki af pappírum upp fyrir bæ og gögnum brennt í gataðri öskutunnu við ónefndan sumarbústað. Líklega var Ragnar Aðalsteins- son lögfræðingur að skírskota til bréfabrunans í öskutunn- unni þegar hann sagði í viðtali á Stöð 2 29. október sl. að auð- vitað hefði lögreglustjórinn átt að brenna þessa skýrslu þegar hann sá hana. Og átti við skýrslu Geirs Jóns Þórissonar yfirlögreglu- þjóns um ýmis lögregluafskipti í kjölfar bankahrunsins. Þegar Geir Jón hafði dundað við sína skýrslu í hálft ár, þótti honum aftur á móti hentast að fara með hana sem kennslugagn í svokölluðum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Til er heilt myndband af kennslu- stund Geirs Jóns þar sem hann lýsir afrekum lög- reglunnar í baráttu við skrílinn á Austurvelli eins og ritstjóri Morgun- blaðsins kemst að orði í síðasta Reykjavíkurbréfi. Segjum sem svo að Stjórnmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins hefði viljað varpa einhverju ljósi á leikreglur lýð- ræðisríkis þar sem fólk hefur tjáningarfrelsi og rétt til að mótmæla. Fengið lögfræðing til að fara yfir réttindi mótmæl- enda og þá fulltrúa lögreglu til að útskýra hennar hlutverk. Nei. Mættur var á svæðið upprenn- andi stjórnmálamaður og fyrr- verandi lögregluþjónn í einum og sama manninum. Orðinn kross- fari og merkisberi Sjálfstæðis- flokksins og veifaði skýrslu sinni mjög gestíkúlerandi sem kross- fari fánanum. Deo les volt hróp- uðu krossfararnir forðum og ung- lingarnir í Stjórnmálaskólanum hlustuðu hugfangnir. Nærgangandi upplýsingar Seint og um síðir kom svo skýrsl- an fyrir almenningssjónir eftir viðkomu hjá umboðsmanni Alþingis. Átti einungis að berast til Evu Hauksdóttur skv. umboðs- manni. Öllum er klúðrið kunnugt. Og skýrsluhöfundur er nú ekki lengur bara góðgjarn lögreglu- þjónn og mannasættir. Hann var nefnilega að færa í letur nærgang- andi upplýsingar um fjölda póli- tískra andstæðinga sína og þeirra á meðal fólk sem hann hefur setið með á Alþingi sem varaþingmað- ur. Samstundis urðu öll ummæli í skýrslunni um Vinstri græn og aðra óvini Sjálfstæðisflokksins með öllu ótrúverðug og skýrslan gjörónýt. Eftir stendur hins vegar í hugum fólks að lögreglan hafi staðið sig vel við erfiðar aðstæður þar sem reitt fólk kom saman og margir búnir að tapa ævihýrunni bara sisona. Forvirkar rannsóknir er ekki gamalt hugtak í íslensku. Er þýð- ing á enska heitinu pro active invest igation. Lögreglan hefur viljað lögleiða forvirkar rannsókn- ir en ekki tekist. Þökk sé Ögmundi Jónassyni og fleirum. Skýrslugerð- ir Geirs Jóns Þórissonar heyra vafalítið undir forvirkar rann- sóknir og pólitískar persónunjósn- ir. Ekki síst í ljósi þess að honum fannst eðlilegast að fara beint með gumsið inn í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöllu. Og svo svívirðilega lýkur skýrslugerðinni, að herða skuli á stríðum söngum með því að safna saman og setja í fæl allt myndefni sem tilheyrir tímaramma atburð- anna. Hvað verður nú um traustið sem lögreglan með súrum svita hafði byggt upp hjá almenningi, þegar í ljós kemur að innan henn- ar ganga menn enn lausir við sömu iðju og ástunduð var í Póst- hússtrætinu forðum. Þegar stórir karlar verða litlir „I l lugi Gunnarsson , mennta- og menningar- málaráðherra, segir að framhaldsskólinn nýti tíma íslenskra ungmenna illa.“ Þetta hafði Agnes Bragadóttir eftir Illuga í viðtali sem birtist í Mbl. 9. okt. Að mati Illuga eru of fáir sem ljúka framhaldsskóla- námi á Íslandi og hann telur að besta leiðin til að breyta því sé að skerða námið um 25%. Hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að skert nám þýði ónógan undirbúning fyrir háskólanám. Framhaldsskólar byggja náms- framboð sitt á námskrám frá menntamálaráðuneytinu frá 1999. Þar eru skilgreindar námsbrautir og námsáfangar. Námskröfur eru ekki nákvæmlega skilgreindar en framhaldsskólakennarar eiga að hafa dómgreind og þekkingu til að hafa þær þannig að nemandi sem stenst þær sé hæfur til að stunda háskólanám. Í framhaldsskólunum er tals- vert um að nemendur nái ekki settu marki í einstökum áföng- um og sumir hætta í skóla, ýmist tímabundið eða alveg. Í huga Ill- uga Gunnarssonar merkir þetta að framhaldsskólinn nýti tíma nem- enda illa. Margir nemendur nýta sér vel það sem skólinn býður og halda áfram námi með glæsibrag. En sumir nýta ekki tímann í skól- anum sér til gagns. Illugi kýs að varpa ábyrgðinni á slíku á fram- haldsskólann sjálfan. Nemendur eru afsprengi erfða, uppeldis og annarra aðstæðna í sínu lífi. Suma má líta á sem fórn- arlömb slæmra aðstæðna. Þar má nefna skort á ást og umhyggju í uppeldi, slæmar heimilisaðstæður, óreglu, fátækt, ofbeldi. Sumir eiga erfitt með nám vegna ofneyslu áfengis, vímuefnaneyslu, þung- lyndis, kvíða, félagsfælni, tölvu- fíknar, neysluhyggju, of mikillar launavinnu með námi o.s.frv. Sumir velja sér nám sem hæfir hvorki áhugasviði né námsgetu. Í sumum framhaldsskólum er nærri helmingur nem- enda illa læs. Er við því að búast að tíminn nýtist þeim vel til náms? Nú fara um 95% af hverjum árgangi í fram- haldsskóla og ekki þarf að yfirstíga neinn þrösk- uld til að komast þangað eins og áður var. Hvaða merkingu á stúd- entspróf að hafa? Eiga allir að fá það? Eiga allir að geta hafið háskólanám án þess að hafa stað- ist tilteknar lágmarksnámskröf- ur? Eiga allir að fara í háskóla? Hverjir eiga að sinna þeim störf- um í samfélaginu sem ekki krefj- ast háskólamenntunar? Ýmsar leiðir Hægt er að fara ýmsar leiðir til að minnka brottfall nemenda úr framhaldsskólum. Greina mætti styrkleika hvers og eins og veita ráðgjöf um námsval í samræmi við það eða jafnvel stýra nemend- um inn á viðeigandi námsbrautir. Hérlendis er nánast engin stýring af þessu tagi og það á sinn þátt í slöku námsgengi margra; þeir eru í röngu námi. Illugi vill að íslenskir nemend- ur hafi sömu námstækifæri og nemendur í öðrum löndum, þ.e. að ljúka námi til stúdentsprófs á 12-13 árum í stað 14. Illugi minn- ist þó ekki á námsstyrki til nem- enda sem tíðkast í þeim löndum sem hann vill bera okkur saman við. Jöfn tækifæri til náms snúast sem sagt bara um það sem hentar sparnaðaraðgerðum ríkisins. Þegar Þorgerður K. Gunnars- dóttir var menntamálaráðherra heimsótti hún skólana og ræddi við kennara, sóttist eftir samræðu. Að lokum tók hún viturlega ákvörð- un, sá sveigjanleikann í kerfinu og gaf möguleika á mismunandi námslengd. Illugi lætur hins vegar ekki sjá sig í skólunum. Hann held- ur illa auglýsta fundi í kirkjum og félagsheimilum og skv. Facebook- færslum áróðursmeistara hans eru allir sammála um þá skerðingu á framhaldsskólanámi sem hann hefur fyrirskipað. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú er ekkert annað en 25% skerðing á námi og leiðir ekki til bættrar mennt- unar. Ráðherrann vill ekki stytta grunnskólann úr tíu árum í níu því að sveitarfélögin reka grunn- skólann, en markmiðið er að spara ríkisútgjöld. Illugi Gunnarsson ætti að kynna sér starfsemi framhaldsskólanna áður en hann fellir sleggjudóma um að framhaldsskólarnir séu að sóa tíma nemenda. Það er illt að sitja undir því að æðsti yfirmað- ur skólanna tali um þá af slíkri lítilsvirðingu og skilningsleysi, sem hlýtur að stafa af vanþekk- ingu hans. En auðvitað mælir hver maður eins og hann hefur vit til. Ráðherrann ætti að styðja skólana til að þjóna betur hinum breiða nemendahópi, t.d. með nýjum nám- skrám. Ráðherra sem sker niður menntakerfið í stað þess að styðja við umbætur fær falleinkunn. Sleggjudómar menntamálaráðherra Á blaðsíðu 22 í Frétta- blaði fimmtudagsins 30. október 2014 birtist grein eftir Guðmund nokk- urn Edgarsson sem ber yfirskriftina „Vín eða brauð?“. Í greininni er því haldið fram fullum fetum að sala áfengis í sérstökum verslunum sé að engu leyti frábrugð- in því, ef ríkisvaldið ákvæði að banna sölu brauðmetis nema í sér- stökum bakaríum. Greinarhöfundur gengur enn lengra og segir orðrétt: „Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstak- linginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. … Vín og brauð eru því sambæri- legar vörur í þessu samhengi.“ Ég skora á Guðmund Edgars- son að nefna eitt einasta dæmi þess að maður hafi orðið öðrum að bana eftir að hafa neytt brauðs ótæpilega og sest undir stýri. Einnig myndi ég þiggja dæmi um fjölskyldu sem sundr- aðist vegna þess að fyrirvinnan var svo forfallin í brauðáti sínu að hún steypti fjárhag fjölskyld- unnar í glötun til að fjármagna neysluna. Hvert mannsbarn, sem þekkir til þess mikla böls sem áfengis- sýki er, sér að röksemdafærsla sem þessi nær ekki bara engri átt, heldur er helber móðgun við þær miklu þjáningar sem margir hafa liðið vegna þessa sjúkdóms. Ég vona að þeir sem eru fylgj- andi sölu víns í matvöruverslun- um sjái sóma sinn í því, héðan í frá, að beita ekki rökum sem gera lítið úr þjáningum áfengis- sjúklinga og annarra sem eiga um sárt að binda. Einhvers staðar í grenndinni sitja jú foreldrar sem óska sér einskis heitar en þess, að sá sem keyrði drukkinn á barnið þeirra hefði nú bara verið sólginn í brauð en ekki vín. Brauð, en ekki vín Fyrir nokkrum árum uppgöt v uðu fáei n i r íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skil- virkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prís- inn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfs- virðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spek- ingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkost- lega úr starfsemi Ríkisútvarps- ins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúler- ingar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirn- ar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarps- gjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnun- arinnar til baka og aflétta til- heyrandi lífeyrisskuldbinding- um sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóð- ir okkar almannaútvarp. Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vanda- mál, atvinnuleysi og efnahags- vanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslend- ingar heldur einnig mun öfl- ugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslend- ingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórn- málaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarfl- aði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vís- indagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menn- ing, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórn- málamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúru- legur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórn- málaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarp- ið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt. Að reikna sig til helvítis ➜ Ég vona að þeir sem eru fylgjandi sölu víns í matvöruversl- unum sjái sóma sinn í því, héðan í frá, að beita ekki rökum sem gera lítið úr þjáning- um áfengissjúklinga og annarra sem eiga um sárt að binda. ➜ Og svo svívirðilega lýkur skýrslugerðinni, að herða skuli á stríðum söngum með því að safna saman og setja í fæl allt myndefni sem tilheyrir tímaramma atburðanna. ➜ Að leggja niður útvarpsrás eru óaftur- kræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórn- málamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfl eifð. ➜ Illugi Gunnarsson ætti að kynna sér starfsemi framhaldsskólanna áður en hann fellir sleggjudóma um að framhaldsskólarnir séu að sóa tíma nemenda. Það er illt að sitja undir því að æðsti yfi rmaður skólanna tali um þá af slíkri lítilsvirð- ingu og skilningsleysi, sem hlýtur að stafa af vanþekk- ingu hans. SAMFÉLAG María Helga Guð- mundsdóttir þýðandi og jarð- fræðingur LÖGREGLA Finnbogi Hermannsson við ritstörf í Hnífsdal RÚV Hermann Stefánsson rithöfundur MENNTUN Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.