Fréttablaðið - 04.11.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 04.11.2014, Síða 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 4. nóvember 2014 www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Sími 512 5457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Þ ýski lúxusbílafram- leiðandinn BMW verður 100 ára eftir tvö ár, en BMW er hvað þekktast fyrir framleiðslu á lúxus- fólksbílum með mikla akstursgetu. Nú eru liðin 15 ár síðan BMW setti á mark- að sinn fyrsta jeppa, BMW X5, en í dag telur jeppa- og jepp- lingalína BMW 5 bílgerðir, X1, X3, X4, X5 og X6. Á þessum 15 árum hefur BMW selt sam- tals 3,3 milljónir X-bíla og sam- svarar það meira en tveggja ára heildarsölu BMW í fyrra. Marg- ir aðdáendur BMW settu spurn- ingarmerki við framleiðslu X5- jeppans í upphafi en BMW hefur aldeilis haslað sér völl í flokki jeppa og jepplinga þessi síð- ustu 15 ár og vega þeir þungt í heildar framleiðslunni. Saga X-bíla BMW eldri Saga X-bíla BMW er þó eldri en X5. Árið 1980 setti BMW á markað BMW 325ix, fjórhjóla- drifinn fólksbíl og stóð x-ið fyrir fjórhjóladrif, eins og það gerir enn. Allir fólksbílar BMW sem eru búnir fjórhjóladrifi hafa síðan borið stafinn x í nafni sínu. BMW X5 var sá eini í flokki nú- verandi X-bíla BMW í fimm ár, en árið 2004 kynnti BMW til sög- unnar X3-jepplinginn og var hann einn fyrsti lúxusjeppling- urinn sem kom fram og tals- vert löngu á undan Audi Q5- og Mercedes Benz GLK-jepplingun- um, sem eru hans helstu keppi- nautar. BMW kom fram með X6 árið 2008 og X1 árið 2009. Nýir X4 og X7 Fyrir skömmu kynnti BMW síðan X4 og hefur hann sama „coupe“-lag og X6 jeppinn, en er jepplingur á stærð við X3. BMW kom svo fram með M-útgáfur af X5 og X6 jeppunum, afar öfl- uga bíla með 555 hestafla V8- vélum. BMW X5 er nú af þriðju kynslóð og X3 og X6 eru nú af annarri kynslóð. BMW ætlar að bæta enn einum bíl við blóm- lega X-flóruna því X7 er á leið- inni og verður honum beint sér- staklega að Bandaríkjamarkaði líkt og X5- og X6-bílarnir voru hugsaðir í upphafi. X7 kemur á markað árið 2016 og þá af ár- gerð 2017 og verður hann smíð- aður í Spartanburg í S-Karól- ínuríki Bandaríkjanna. X7 verð- ur með öflugum 6 og 8 strokka vélum og að sjálfsögðu stærri en X5 og X6 og mun keppa við stærstu jeppa Audi og Mercedes Benz, sem og stóra jeppa banda- rísku framleiðendanna. BMW HEFUR SMÍÐAÐ JEPPA Í 15 ÁR Margir urðu hissa þegar BMW setti fyrsta jeppann á markað en fyrirtækið hefur síðan selt 3,3 milljónir jeppa og jepplinga. Eldsneytisverð hefur lækkað mjög hratt í heiminum undan- farið og í síðustu viku varð meiri lækkun á bensínverði í Banda- ríkjunum en orðið hefur í meira en tvö ár. Þá lækkaði verð um 10 sent, eða 12 krónur á aðeins einni viku. Þar má á einstaka bensín- stöðvum sjá svo lágt verð sem 2,70 dollara á gallon, eða 85 krónur á hvern lítra. Meðalverðið í landinu er þó um 3,14 dollarar á gallon, eða 99 krónur. Þetta lága verð á eldsneyti gerir lítið til að hvetja fólk vestanhafs til kaupa á rafmagnsbílum og tvinnbílum og það sést í sölutölunum undan- farið. Tvinnbílar og rafmagnsbílar hlaðast nú upp hjá bílaumboðum þarlendis og framleiðendur þeirra hafa neyðst til að lækka verðið til að koma hreyfi ngu á sölu þeirra. Framleiðendur lækka verðið Nýlega lækkaði Ford verðið á Ford Focus EV, sem gengur fyrir rafmagni, um 6.000 dollara og það sama gerði Nissan með Leaf- bíl sinn fyrr á árinu. Toyota hefur þurft að hækka afslátt á tvinn- og rafmagnsbílum sínum úr 1.400 dollurum að meðaltali fyrir ári í 2.300 dollara nú. Ford hækkaði afslátt á rafmagnsútgáfu C-Max úr 2.650 dollurum í 4.900 doll- ara. Þessar aðgerðir Toyota og Ford hafa ekki orðið til að auka sölu þessara bíla, heldur þvert á móti. Sala eyðslufrekra pallbíla hefur í staðinn verið í miklum blóma og er söluaukning þeirra talin í tugum prósenta hjá öllum framleiðendum. Bílaframleiðendum er gert af yfi rvöldum að framleiða sífellt eyðslugrennri bíla og því streyma nú sífellt fleiri gerðir rafmagns- og tvinnbíla frá þeim, sem illa gengur að selja í Bandaríkjunum. Sú þróun hefur þó ekki orðið í Evrópu, en þar heldur sala raf- magns- og tvinnbíla áfram að aukast enda er eldsneytisverð í álfunni miklum mun hærra en í Bandaríkjunum, vegna hárra skatta á eldsneyti. Lækkun eldsneytisverðs skaðar tvinn- og rafmagns- bílasölu vestanhafs Eitt það óskemmtilegasta í líf- inu er að vera fastur í umferð- arteppu og vita ekki hvenær úr henni leysist. Það er ekki bara slæmt fyrir sálarlífið heldur kostar það bæði fólk og þjóð- félagið ógrynni fjár. Meðalheimili í Bandaríkj- unum eyðir aukalega um 1.700 dollurum á hverju ári vegna um- ferðartafa og í landinu öllu kost- uðu þær 15.000 milljarða króna á síðasta ári. Eins og þetta séu ekki nógu slæmar fréttir þá er því spáð að enn muni ástand- ið versna og að kostnaður hvers heimilis muni hækka um 50% til ársins 2030. Verst í Kaliforníu Mestar umferðartafir eru í Kaliforníuríki og nemur kostn- aðurinn við þær fimmtungi af öll kostnaðinum í landinu. Þar situr meðalmaðurinn 65 klukku- tíma á ári fastur í umferðinni og víst er að á meðan skapa íbúar þar ekki mikið virði, held- ur versnar skap þeirra aðeins á meðan. Þegar talað er um kostnað af umferðarteppum er átt við þann viðbótareldsneytiskostnað sem af því hlýst, tapaðar vinnustund- ir og hækkað vöruverð sem einn- ig hlýst af teppunum. Auk þessa stafar mikil mengun af slíkum teppum og kostnaðarsamar að- gerðir sem hið opinbera stend- ur straum af bætast við. Það er stofnunin Centre for Econ omics and Business Research sem reiknað hefur út þennan kostnað í Bandaríkjunum. Umferðarteppur kosta Banda ríkja- menn 15.000 milljarða króna árlega Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bíla- framleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum fram- leiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niður- stöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en koma kannski ekki svo mikið á óvart. Ungmenni kaupa sama bílamerki og foreldrarnir BMW X5 var fyrsti jeppi þýska lúxusbílaframleiðandans. Ford Focus EV í hleðslu. Þung umferð á bandarískri hraðbraut. Börn erfa skoðanir foreldra sinna á bílum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.