Fréttablaðið - 04.11.2014, Page 42

Fréttablaðið - 04.11.2014, Page 42
4. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN KRISTJÁNSSON leigubílstjóri, lést þriðjudaginn 21. október á Skjóli. Útförin fer fram 5. nóvember kl. 15.00 í Árbæjarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Kristjánsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI ELÍASSON rakarameistari, Mávahlíð 22, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 31. október sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sóltúns. Elías Kárason Ásgerður Káradóttir Hannes Jón Helgason Katrín og Kári Jón Okkar ástkæri GUÐJÓN SVAVAR BÖÐVARSSON Hagaflöt 9, Akranesi, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi, fimmtudaginn 30. október síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki A-deildar fyrir nærgætna og alúðlega umönnun. Ragnheiður Þórðardóttir Erna Karla Guðjónsdóttir Grétar Jóhannsson Arnar Már Guðjónsson Eyja Þóra Guðjónsdóttir og allir afastrákarnir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, bróðir, afi og langafi, JÓNAS ALFREÐ PÁLSSON varð bráðkvaddur að heimili sínu þann 19. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur. Ásta Baldvinsdóttir Tómas Reynir Jónasson Hallbjörg Þórarinsdóttir Þóra Jóhanna Jónasdóttir Haraldur Pétursson Hulda Soffía Jónasdóttir Sigurlaug Lilja Jónasdóttir stjúpbörn, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, HELGA K. EINARSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, síðast til heimilis að Melgerði 15 í Kópavogi, er látin. Jarðarförin fer fram frá Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15. Einar Torfi Finnsson Ingibjörg G. Guðjónsdóttir Hjörleifur Finnsson Glóey Finnsdóttir Scott Riddell Örn Þorvaldsson Rannveig Þorvaldsdóttir barnabörn. Elskulegi bróðir minn og frændi okkar, JÓN GUÐLAUGSSON frá Skálholti í Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík fimmtudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 6. nóvemberkl. 14.00. Dagbjört Guðlaugsdóttir og frændsystkini Látin er ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarkona. Bálför hefur farið fram. Við þökkum starfsfólki hjúkrunardeildar 3B, Hrafnistu, Hafnarfirði, umönnun og alúð síðustu æviár hennar. Elísabet Snorradóttir Ólafur Snorrason Cely Velasco Áslaug Vanessa Ólafsdóttir Margrét Sharmaine Ólafsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS RÖGNVALDSDÓTTIR frá Þverá í Skíðadal, til heimilis að Dalbæ, Dalvík, lést miðvikudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 8. nóvember, klukkan 13.30. Ingvi Eiríksson Sigrún Þorsteinsdóttir Vignir Sveinsson Valdís Gunnlaugsdóttir Soffía Sveinsdóttir Stefán Jakobsson Ragna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, HELGA HAFBERG lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 6. nóvember kl. 13.00. Engilbert Ó. H. Friðfinnsson Guðbjörg Gísladóttir Hafsteinn Á. Friðfinnsson Kolbrún B. Halldórsdóttir Ari Hafberg Friðfinnsson Þórey Svava Ævarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA KRISTÍN ÁRNADÓTTIR til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Grundarfirði, lést á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi klukkan 13.00. Árni Emilsson Þórunn Sigurðardóttir Ágústa Hrund Emilsdóttir Árni Þórólfsson Emil Emilsson Sigríður Erla Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, SIGURÐUR BALDURSSON læknir, varð bráðkvaddur 20. október í Svíþjóð. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Jóhanna Ingvarsdóttir Jóhanna María Sigurðardóttir Arnar Þórisson Erna Guðrún Sigurðardóttir Jón Axel Jónsson Baldur Sigurðsson Hera Líf Liljudóttir Ingvar Sigurðsson Helen Jónsdóttir og barnabörn Selma Sigurðardóttir Sigurveig Þórarinsdóttir Þórarinn Baldursson Gunnar Baldursson „Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heið- rún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akra- nesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er hepp- in með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef feng- ið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tón- listarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik, ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akra- nesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tón- listar braut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helg- ar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“ gun@frettabladid.is Heiðruð fyrir taktfast tónlistarstarf á Akranesi Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari hlaut Menningarverðlaun Akraness árið 2014 fyrir árangursríkt tónlistarstarf með ungu fólki í bænum. TÓNMENNTAKENNARINN Heiðrún glöð með menningarverðlaunin. Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefn- unum sem ég hef tekið að mér og líka með yfir- menn því þeir hafa gefið grænt ljós á hug- myndirnar sem ég hef fengið. MERKISATBURÐIR 1677 María II Englandsdrottning giftist Vilhjálmi prins. 1783 Sinfónía númer 36 eftir Wolfgang Amadeus Mozart er flutt í fyrsta skipti í Linz í Austurríki. 1890 Fyrsta neðanjarðarlestin fer á milli King William Street og Stockwell í London. 1897 Fjórir bátar farast í ofsaveðri á Ísafjarðardjúpi og einn á Skjálfanda. Tuttugu og tveir drukkna. 1918 Austurríki-Ungverjaland gefst upp fyrir Ítalíu í fyrri heim- styrjöldinni. 1942 Áhöfn Brúarfoss bjargar 44 skipbrotsmönnum af enska skip- inu Daleby sem sökkt var á leiðinni milli Íslands og Bandaríkjanna. 1969 Sautján farþegar slasast þegar tveir strætisvagnar skella saman á Skúlagötu í Reykjavík. 1994 Fyrsta ráðstefnan sem fjallar sérstaklega um markaðs- möguleika internetsins haldin í San Francisco. 2008 Barack Obama er fyrsti þeldökki maðurinn sem kosinn er forseti Bandaríkjanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.