Fréttablaðið - 18.11.2014, Side 14
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
„Þetta hefur gengið vonum fram-
ar, viðtökurnar hafa verið ótrúlega
góðar,“ segir Eyvindur Karlsson,
kynningarfulltrúi Allir lesa, lands-
leiksins í lestri sem lauk á sunnudag
á degi íslenskrar tungu. Leikurinn
fór fram á lestrarvefnum allirlesa.is
en hann er sá fyrsti sinnar tegundar
í heiminum. Hópar af öllum stærð-
um og gerðum lásu til sigurs en á
þeim fjórum vikum sem keppnin stóð
skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum
lestur upp á um 70.000 klukkustund-
ir alls.
„Það hafa verið mjög fjölbreytt lið
sem voru stofnuð, bæði eru það áhuga-
mál og sömuleiðis vinnustaðir og skól-
ar sem sameinuðu lið. Þessu hefur
verið rosalega vel tekið af öllum ald-
urshópum og úti um allt land,“ segir
Eyvindur.
Ýmsar athyglisverðar tölur komu
fram í keppninni. Konur skráðu nær
¾ af öllum lestrinum, lestur barna á
aldrinum 0-15 ára var alls um 40%
af heildarlestrinum í keppninni og
íbúar Vestmannaeyja lásu mest af
öllum sveitarfélögum. „Skólarnir
voru mjög öflugir sem skýrir að ein-
hverju leyti hvað börnin eru stór hluti,
svo er spurning hvað veldur þessari
kynjaslagsíðu. Maður gerir frekar ráð
fyrir að það sé aðeins jafnara hlutfall
á milli kynjanna almennt.“
Að sögn Eyvindar er síðan enn not-
hæf þó að keppni sé lokið. „Marg-
ir monta sig af íþróttaiðkun sinni á
netinu þar sem þeir skrá alla hreyf-
ingu og svoleiðis, þetta er bara þannig
fyrir lestur. Þú getur séð hvað þú lest
mikið og hverjar þínar lestrarvenjur
eru. Keppnin heldur áfram og það er
aldrei að vita nema að það bætist við
notagildið á vefnum.“
thorduringi@frettabladid.is
Gekk eins og í sögu
Hægt er að skrá og fylgjast með lestri sínum á lestrarvefnum allirlesa.is.
Skipverjar af togurunum Elliða og Júpíter hittust á dögunum í
tilefni af útgáfu bókarinnar Útkall– Örlagaskotið sem fjallar um
það þegar áhöfn Júpíters kom skipsmönnum Elliða til bjargar
árið 1962.
Skipverjar af Elliða eru standandi ásamt höfundi bókarinnar,
Óttari Sveinssyni. Sitjandi eru Samúel Jónsson og Erlendur
Kristjánsson. Efri röð: Arngrímur Jónsson, Örn Pálsson, Óttar
Sveinsson höfundur Útkalls, Páll Jónsson og Birgir Óskarsson.
ÞETTA GERÐIST 18. NÓVEMBER 1962
Hetjur sjávar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR
frá Raufarhöfn,
lést að heimili sínu í Hraunbæ þann
13. nóvember. Útför hennar fer fram frá
Raufarhafnarkirkju laugardaginn
22. nóvember klukkan 14.00.
Þór Einarsson Janet Borques
Guðmundur Einarsson Katrín R. Rúnarsdóttir
Árni Heiðar Gylfason Erla Guðmundsdóttir
Sigurbjörn Smári Gylfason Ólína S. Ólafsdóttir
Ófeigur Ingi Gylfason Anna Herborg Traustadóttir
Sandra Ösp Gylfadóttir Halldór Baldvinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
REYNIR GÍSLI KARLSSON
fyrrv. íþróttafulltrúi ríkisins,
lést miðvikudaginn 12. nóvember á
Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá
Digraneskirkju, föstudaginn 21. nóvember
klukkan 15.00.
Svanfríður María Guðjónsdóttir
Ásta María Reynisdóttir
Guðjón Karl Reynisson Lilja Birna Arnórsdóttir
Svanfríður Birna Pétursdóttir
Helena Guðjónsdóttir
Arnór Örn Guðjónsson
Kristján Karl Guðjónsson
Bróðir okkar og mágur
STEFÁN ANTON JÓNSSON
Sjónarhóli, Stokkseyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 16. nóvember.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Sigurjón Jónsson Ólafía Kristín Jónsdóttir
Steingrímur Jónsson Jóhanna Erla Sigurþórsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
sem lést 28. október á Vífilsstöðum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar
starfsfólki heimahjúkrunar Garðabæjar svo
og starfsfólki líknardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum.
Sveinbjörn St. Jónsson
Sigrún Ragnarsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR
Hólabergi 84, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
10. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið við Langholtsveg.
Kristján R. Knútsson Hrönn Laufdal
Sigurður M. Knútsson Þórunn Sigurðardóttir
Valgerður Knútsdóttir Guðmundur Sigurðsson
Jón S. Knútsson
Agnar Einar Knútsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn og vinur,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
VORSVEINN DALMANN
FRIÐRIKSSON
Höfðahlíð 11, Akureyri,
lést að heimili sínu þriðjudaginn 11. nóv-
ember. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 21. nóvember klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu
á Akureyri.
Anna Fornadóttir
Margrét Sigtryggsdóttir Helgi Sigurðsson
Kristín Sigtryggsdóttir Karl Friedrich Jónsson
Anna Halldóra Sigtryggsdóttir Árni Konráð Bjarnason
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg dóttir okkar, systir,
mágkona og frænka,
HELGA JÓHANNSDÓTTIR
Fannafold 178,
lést á Vífilsstöðum, fimmtudaginn 13. nóv-
ember. Útför hennar fer fram frá Grensás-
kirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ás
styrktarfélag.
Margrét Sigfúsdóttir Jóhann Hannesson
Arnbjörg Jóhannsdóttir
Jóhanna Jóhannsdóttir Birgir Þórisson
Jóhann Þórir, Hulda Björg, Margrét Hanna
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARGRÉT S. DAVÍÐSDÓTTIR (SÍSÍ)
hárgreiðslumeistari,
sem lést 15. nóvember síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju,
föstudaginn 21. nóvember, klukkan 13.00.
Svava K. Þorkelsdóttir Tryggvi Guðmundsson
Rannveig B. Þorkelsdóttir Gísli Jónasson
Gísli Þór Þorkelsson Sigríður J. Haraldsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÁSTA ÞÓRARINSDÓTTIR
Funalind 15, Kópavogi,
lést miðvikudaginn 12. nóvember
á Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 5. desember kl. 13.00.
Guðbjörn Þór Pálsson Guðjón Birgisson
Inger Bennerfelt-Palsson Sigríður Helga Karlsdóttir
Carl Palsson Sigrún Guðjónsdóttir
Patricia Palsson Ólafur Egilsson
Ewa Palsson Guðrún Guðjónsdóttir
Birgir Guðjónsson
Rúnar Guðjónsson
og langömmubörn
LÁKI OGW FÉLAGAR Sigurvegarar Allir lesa, frá vinstri: Ásdís Margrét Magnúsdóttir, Ólína Kristín Jónsdóttir, Aðalheiður Hallgrímsdóttir og
Unnur Helga Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MERKISATBURÐIR
1709 Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brennur. Mikið glatast
af verðmætum.
1897 Blaðamannafélag Íslands er stofnað.
1918 Lettland lýsir yfir sjálfstæði frá Rússlandi.
1963 Takkasíminn er tekinn í notkun.
1981 Áttunda hrina Kröfluelda hefst og stendur hún í fimm
daga.
1982 Vilmundur Gylfason gengur úr Alþýðuflokknum og stofnar
Bandalag jafnaðarmanna.
1993 Írska drengjahljómsveitin Boyzone er stofnuð.
2004 Rússland staðfestir Kyoto-bókunina.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
VA