Fréttablaðið - 18.11.2014, Qupperneq 35
ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 2014 | SPORT | 23
SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir,
nífaldur Íslandsmeistari í sundi
frá helginni, keppti fyrir „nýtt“
félag um helgina. Hún kemur úr
Sundfélaginu Ægi, en nú hefur
Reykjavíkurfélögunum öllum
verið skellt saman undir nafni
ÍBR.
„Það er mjög gaman að æfa
núna eftir að liðin voru samein-
uð,“ segir hún. „Félagsskapurinn
er meiri sem og liðsheildin. Það
er líka meiri keppni á æfingum
og betri mórall í heildina. Maður
eignast fleiri vini og allt er miklu
skemmtilegra.“
Eygló varð tíðrætt um helgina
sem og þegar Fréttablaðið tók
hana tali um að nú fengi hún
meiri keppni, jafnt á æfingum
sem í mótum. Það er eitthvað sem
hún þurfti á að halda.
„Við vorum alveg rosalega fá
í Ægi í elsta hópnum þannig að
sameining Reykjavíkurfélaganna
bjargaði æfingaástandinu hér á
Íslandi. Ég var farin að keppa
við stráka sem eru miklu yngri
en ég. Nú er ég að æfa með eldri
krökkum og strákum sem veita
mér meiri keppni. Það ýtir við
mér,“ segir hún. - tom
Meiri keppni
og betri mórall
FÓR Á KOSTUM Eygló Ósk í Ásvallalaug
um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
OLÍSDEILD KARLA
AKUREYRI - HAUKAR 28-21 (16-9)
Mörk Akureyrar (skot): Kristján Orri Jóhannsson
10/3 (14/4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 8 (10),
Sigþór Heimisson 4 (8), Elías Már Halldórsson 4
(11), Bergvin Þór Gíslason 2 (3).
Varin skot: Tomas Olason 18/1 (38/2, 47%).
Mörk Haukar (skot): Þröstur Þráinsson 4/1 (4/1),
Adam Baumruk 4 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (10),
Árni Steinn Steinþórsson 4 (14), Einar Pétursson 2
(3), Heimir Heimisson 2 (3), Egill Eiríksson 1 (1).
Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 7/1 (18/2,
39%), Giedrius Morkunas 7 (24/2, 29%).
AFTURELDING - VALUR 28-28 (15-12)
Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Gunnar
Einarsson 6/2 (7/2), Böðvar Páll Ásgeirsson 6 (11),
Örn Ingi Bjarkason 5 (10), Ágúst Birgisson 4 (5),
Gestur Ingvarsson 3 (4), Jóhann Jóhannsson 2/1
(6/1), Pétur Júníusson 1 (1), Gunnar Þórsson 1 (3).
Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 11 (29/2,
38%), Pálmar Pétursson 5 (15/1, 33%).
Mörk Vals (skot): Kári Kristjánsson 8/3 (8/3),
Guðmundur Hólmar Helgason 6 (11), Elvar Frið-
riksson 4 (6), Geir Guðmundsson 4 (8), Finnur
Ingi Stefánsson 2 (2), Bjartur Guðmundsson 2 (2),
Alexander Júlíusson 1 (3), Sveinn Sveinsson 1 (3).
Varin skot: Stephen Nielsen 11 (26/2, 42%),
Kristján Ingi Kristjánsson 8 (21/1, 38%).
FH - FRAM 29-22 (15-9)
Markahæstir: Ragnar Jóhannsson 8, Ásbjörn
Friðriksson 5, Andri Berg Haraldsson 5 - Garðar
B. Sigurjónsson 5, Ólafur Jóhann Magnússon 4,
Ólafur Ægir Ólafsson 4.
HK - STJARNAN 27-28 (12-14)
Markahæstir: Leó Snær Pétursson 7, Tryggvi Þór
Tryggvason 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5 - Egill
Magnússon 8, Andri Hjartar Grétarsson 6, Ari
Magnús Þorgeirsson 5, Hilmar Pálsson 4.
Hrannar Eyjólfsson skoraði sigurmarkið úr víti.
STAÐAN
Afturelding 11 7 2 2 270-249 16
Valur 11 7 2 2 291-268 16
FH 11 7 1 3 299-271 15
ÍR 11 6 2 3 295-283 14
Akureyri 11 6 0 5 287-273 12
Haukar 11 4 3 4 270-256 11
ÍBV 10 4 1 5 267-270 9
Stjarnan 11 3 1 7 281-302 7
HK 11 2 0 9 268-305 4
Fram 10 2 0 8 207-258 4
VIÐKVÆM HÚÐ?
PRÓFAÐU
ALLA LÍNUNA…
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
ÞRÓAÐ Í SAMVINNU VIÐ DÖNSKU
ASTMA- OG OFNÆMISSAMTÖKIN
…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.
Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur
engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral
þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í körfubolta mun standa í stór-
ræðum næsta vetur þegar liðið
tekur þátt í undankeppni EM á
ný eftir sex ára hlé. Stjórn FIBA
Europe ákvað á fundi sínum í lok
vikunnar að frá og með næsta
hausti verði undankeppni EM
kvenna spiluð innan keppnistíma-
bilsins og í svokölluðum „landsliðs-
gluggum“ og fram undan eru því
sögulegir leikir hjá kvennaliðinu.
Íslenska kvennalandsliðið hefur
aldrei spilað keppnisleik inni á
miðju tímabili því leikir liðsins
á NM, EM eða Smáþjóðaleikjum
hafa verið fyrir eða eftir tímabilið.
„Við stelpurnar erum búnar
að bíða eftir að fá þetta tæki-
færi síðan síðast og því eru þetta
frábærar fréttir,“ segir Helena
Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska
landsliðsins, sem spilar sem
atvinnumaður í Póllandi í dag. En
hvað finnst henni um þessa breyt-
ingu?
„Persónulega finnst mér þetta
frábær breyting. Þetta þýðir að við
,sem erum að spila sem atvinnu-
menn, fáum smá hlé frá okkar
liðum og fáum að koma heim og
spila með landsliðinu. Þetta þýðir
einnig að við getum tekið meiri
hvíld fyrir líkamann á sumrin. En
þetta hefur líka kannski þau áhrif
að við munum líklegast ekki getað
teflt fram okkar sterkasta liði, þar
sem ég sé ekki fyrir mér að NCAA
eða skólarnir úti geti leyft leik-
mönnum að taka frí frá bæði skóla
og leikjum,“ segir Helena.
Undankeppni EM kvenna 2017
hefst í nóvember á næsta ári en
tvö landsleikjahlé með tveimur
leikjum hvort verða á næstu leik-
tíð, það fyrra 16. til 26. nóvember
2015 og það síðara 15. til 25. febrú-
ar 2016. - óój
Fá loksins alvöru landsleik inni á tímabilinu
„Mér fi nnst frábært að við séum að taka þátt aft ur,“ segir Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins.
EKKI BARA Á SUMRIN Helena Sverris-
dóttir í leik í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL