Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 4
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
KJARAMÁL „Það er ekkert að ger-
ast,“ segir Ólafur G. Skúlason, for-
maður Félags hjúkrunarfræðinga,
í samtali við Fréttablaðið, aðspurð-
ur hver staðan sé í kjarasamn-
ingaviðræðunum. Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags
á föstudaginn viðræðum sínum við
samninganefnd ríkisins.
Ólafur segir að hjúkrunarfræð-
ingar hafi fengið tilboð um svipað-
ar krónutöluhækkanir og almenni
markaðurinn fékk. „Það sem hefði
gerst við þennan samning er að
eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun
hjúkrunarfræðings farið úr 304
þúsund í 359 þúsund, á meðan lág-
markslaun á almenna markaðnum
yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræð-
ingur myndi aldrei samþykkja
slíkan samning,“ segir Ólafur.
Hann ítrekar að hjúkrunar-
fræðingar vilji að menntun og
ábyrgð þeirra séu metin til launa
og að störf hjúkrunarfræðings
verði eftir sóknarverð. „Af því að
það er svo mikill flótti í stéttinni.
Verkfall í dag verður bara venju-
leg mönnun í framtíðinni ef ekki
verður gert eitthvað í launamálum
hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Bandalagi háskólamanna er staðan
í viðræðum þeirra við ríkið svipuð
og í viðræðum hjúkrunarfræðinga.
Magnús Pétursson, fráfarandi
ríkissáttasemjari, segist hafa átt
óformleg samskipti við deiluaðila
um helgina. „En ég boða ekki til
fundar nema að það sé tilefni til
þess,“ segir hann.
Formaður Félags hjúkrunar-
fræðinga segist hræddur um að
fljótlega verði farið að huga að því
að setja lög á verkfallið, en það
muni ekki leysa neitt vandamál.
„Þú frestar kannski vandanum um
einhvern tíma en hann er ennþá til
staðar og ég hef heyrt það á félags-
mönnum okkar að þeir munu ekki
allir sætta sig við að það verði sett
á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann
hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum
sem muni segja upp ef lög verði
sett á verkfallið. En þar tali hver
og einn hjúkrunarfræðingur fyrir
sig sjálfur.
Anna Sigrún Baldursdóttir,
aðstoðarmaður forstjóra Land-
spítalans, segir að þrátt fyrir
verkfallið hafi helgin gengið vel.
En ástandið geti ekki gengið svona
til lengdar. „Það gengur þokka-
lega að innskrifa, en mjög hægt
að útskrifa. „En hann endar, þessi
góði tími. Það er alveg öruggt
mál,“ segir hún.
Ástæðan fyrir því að innskriftir
ganga betur en útskriftir er sú að
það voru laus pláss á spítalanum
sem hefur þó fækkað. Aftur á móti
vantar aðila til að taka á móti fólk-
inu eftir útskrift. Heimahjúkrun
tekur síður við sjúklingum vegna
verkfallsins og hið sama gildir um
ýmsar stofnanir.
jonhakon@frettabladid
Óttast lög á verkfallið
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki geta sætt sig við að vera 59 þús-
und krónum yfir lægstu launum. Lög á verkfallið leysi ekki vandann. Ekkert miðar áfram í kjaraviðræðum.
Á LANDSPÍTALANUM Aðstoðarmaður forstjóra segir að starfsemi spítalans hafi
gengið vel um helgina, en ástandið geti ekki verið óbreytt til lengdar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Eftirtaldir aðilar
eru í verkfalli:
● Dýralæknafélag Íslands
● Félag geislafræðinga
● Félag íslenskra náttúru-
fræðinga á Landspítala
● Félag íslenskra náttúru-
fræðinga á Matvælastofnun
● Félag hjúkrunarfræðinga
● Félag lífeindafræðinga frá
kl. 8-12 alla virka daga
● Ljósmæðrafélag Íslands á
Landspítala þriðjudagar, mið-
vikudagar og fimmtudagar
● Ljósmæðrafélag Íslands
á Sjúkrahúsinu á Akureyri
mánudagar og fimmtudagar
● Stéttarfélag lögfræðinga
hjá Sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu
● Stéttarfélag háskólamanna
á matvæla- og næringarsviði
á Matvælastofnun
Verkfall sem hefst 2. júní:
Félag háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins
hjá Fjársýslu ríkisins
➜ Verkfallsaðgerðir
Það sem hefði gerst
við þennan samning er að
eftir fjögur ár hefðu
byrjunarlaun hjúkrunar-
fræðings farið úr 304
þúsund í 359 þúsund, á
meðan lágmarkslaun á
almenna markaðnum
yrðu 300 þúsund
Ólafur G. Skúlason
formaður Félags hjúkrunarfræðinga
SAMGÖNGUR Ekki er gert ráð fyrir
nýju flughlaði á Akureyrarflug-
velli í samgönguáætlun til ársins
2018 sem Ólöf Nordal, innanríkis-
ráðherra hefur lagt fyrir þingið.
Eru þetta nokkur tíðindi þar
sem formaður umhverfis- og sam-
göngunefndar þingsins sem og
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra sögðu á síðasta
ári mikilvægt að ljúka við gerð
flughlaðsins sem fyrst.
Í samgönguáætlun þeirri sem
nú er til meðferðar í þinginu
segir að framkvæmdakostnaður
við gerð flughlaðsins rúmist ekki
á áætluninni.
Stækkun flughlaðs Akureyrar-
flugvallar gerir flugvellinum
kleift að taka á móti stærri og
fleiri vélum og eykur líkurnar á
millilandaflugi um völlinn. Hafa
menn bent á mikilvægi þess að
dreifa ferðamönnum um landið og
því mikilvægt að ljúka gerð flug-
hlaðsins.
Höskuldur Þórhallsson, for-
maður samgöngunefndar Alþing-
is, sagði í október í fyrra að mikil-
vægt væri að fá fjármagn til
verksins á fjárlögum ársins 2015
og sagðist bjartsýnn á að það næð-
ist. Það fjé fékkst ekki og sam-
kvæmt samgönguáætluninni verð-
ur ekki ráðist í framkvæmdina á
kjörtímabilinu.
Ekki náðist í Höskuld þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir blaðsins. - sa
Samgönguáætlun gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum við Akureyrarflugvöll þrátt fyrir loforð:
Flughlað ekki á dagskrá á kjörtímabilinu
HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON For-
maður samgöngunefndar Alþingis
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UMHVERFISMÁL Komið hefur í ljós
að óþarflega mikið skólp rennur
um yfirfall í Hafnarfjarðarhöfn
og framhjá hreinsistöðvum bæjar-
ins sem hreinsa skólpið áður en
því er dælt langt út á flóann.
Vegna þessa er meiri skólp-
mengun í Hafnarfjarðarhöfn en
búist var við. Framkvæmdadeild
Hafnarfjarðar munu taka næstu
tvær vikur í að vinna að lagfær-
ingum svo yfirföll heyri nánast
sögunni til.
Á framkvæmdatímanum mun
gæta meiri saurmengunar í Hafn-
arfjarðarhöfn og í fjörum í bæjar-
landinu. - sa
Skolpmengun fyrirsjáanleg:
Hleypa skólpi
út um yfirföll
SAMFÉLAG Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur
segir mögulegt að umræðan um kynferðisofbeldi á
Beauty Tips á Facebook um helgina verði til þess að
gerendur leiti sér hjálpar.
Ólafur vísar til þess að þetta hafi gerst eftir
umræðuna um mál Karls Vignis Þorsteinssonar
brotamanns árið 2013. „Þó að málin færu ekki fyrir
dóm, af því að þau voru fyrnd, þá voru margar fjöl-
skyldur í sárum og þessir einstaklingar þurftu að taka
á sínum málum,“ segir Ólafur.
Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi mun mögu-
lega fjölga eftir umræðu á Beuty Tips á Facebook.
Margar konur lýstu um helgina mjög grófu
ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Anna Bentína
Hermansen, starfskona Stígamóta og brotaþoli kyn-
ferðisofbeldis, segir ómögulegt að fullyrða hvað
gerist. „En síðast þegar umræðan var, varðandi mál
Karls Vignis, þá gerðist það, að það var stanslaus
aðsókn í Stígamót og fjölgun á tilkynningum til lög-
reglu,“ segir Anna Bentína.
Hún bendir á að sumar þeirra kvenna sem hafa
tjáð sig upp á síðkastið séu að segja frá í fyrsta
skipti, þótt ofbeldisverkin hafi átt sér stað fyrir ein-
hverju síðan. Það sé mjög mikilvægt að segja frá.
Anna Bentína segir, að af eigin reynslu geti hún
fullyrt, að eina leiðin til að fara í gegnum svona
raunir sé að segja frá. „Það var ekki hægt að fara
neinar hliðarleiðir,“ segir hún. - jhh
Opinber umræða kann að verða til þess að fleiri fái faglega aðstoð:
Brotamenn leiti frekar hjálpar
ÚKRAÍNA Mikheil Saakashvili, fyrr-
verandi forseti Georgíu, var skip-
aður ríkisstjór í Odessa af Petro
Porosjenkó, forseta Úkraínu.
Saakashvili var forseti Georgíu
þegar Rússar réðust inn í landið
árið 2008. Tilkynnt var um skip-
unina síðastliðinn laugardag og
hefur hún vakið mikla athygli.
Odessa stendur nálægt Svarta-
hafinu og óttast Úkraínumenn
mjög um öryggi svæðisins. Er skip-
un Saakashvili sagður liður í því
að hafa mann á milli sem reynslu
hefur af deilum við Rússa. - ngy
Hefur reynslu af Rússum:
Saakasshvili fær
yfirráð í Odessa
MIKILVÆGT AÐ TJÁ SIG Anna segir að margir þolendur séu
að tjá sig í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HAFNARFJARÐARHÖFN ÚR LOFTI
Unnið er að því að hreinsa skólpið.
SPURNING DAGSINS
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Salou
Frá kr. 69.900
m/morgunmat
Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í herbergi.
5. júní í 7 nætur.
Oasis Park
5. júní í 7 nætur
SÉRTILBOÐ
Sigtryggur, eru þessir tónar
algjört trix?
„Þeir er allavega betri en morfínfix.“
Sigtryggur Baldursson heillaðist af hljómsveit
eldri borgara í Þorlákshöfn en hún heitir
Tónar og Trix. Hann aðstoðar hljómsveitina
og mun stíga á svið með henni á tvennum
tónleikum.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
5
-3
B
2
C
1
7
D
5
-3
9
F
0
1
7
D
5
-3
8
B
4
1
7
D
5
-3
7
7
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K