Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12
1. júní 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Enn eina ferðina fylgist þjóðin með loka- dögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlín- unni nú undanfarin ár, og svo í þinghús- inu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðar- herbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og mis- bjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsam- kunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurð- ur um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðis- legri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vor- daganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru odd- vitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðis flokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja víg- stöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórn- visku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augna- bliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlög- in í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingis menn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni. Þingmenn! Þetta gengur ekki STJÓRNMÁL Kári Jónasson leiðsögumaður og fv. fréttastjóri ➜ Þetta gengur hreinlega ekki ágætu þingmenn að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með fram- komu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins... NÆRANDI ÞÆTTIR Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á visir.is/heilsuvisir. Vísir.is er hluti af F yrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöf- undur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrir- tækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkom- andi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kapp- kosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur sam- félagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenn- ingi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar? Bragi og Büchel fá ekki að koma fyrir augu almennings: Bannaður Bragi Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Mikil ábyrgð Það er ekki að sjá að það sé lausn í sjónmáli í kjaradeilu BHM og hjúkr- unarfræðinga. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir kröfu félagsmanna vera þá að ábyrgð hjúkrunarfræðinga og menntun þeirra verði metin til launa. Nefna þeir meðal annars viðskiptafræðinga sem samanburðar- stétt. Og varla verður deilt um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Sérstaklega ekki eftir að ríkissaksóknari ákvað að ákæra hjúkrunarfræðing fyrir manndráp af gáleysi eftir að sjúklingur lést á hennar vakt. Það er vandséð að slík atvik gætu komið upp í starfi þess fólks sem hjúkrunarfræðingar vilja miða sig við í launum. Kári hvassyrtur Kári Stefánsson sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Kári gagnrýndi þar þá sem vildu miðað laun sín við menntun og sagði að slík hugmynd yrði óheppi- legri eftir því sem háskólahugtakið væri þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krumma- skurði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega há- skólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Auk háskólanna í höfuðborginni og í höfuðstað Norðurlands eru háskólar á Bifröst, á Hólum í Hjaltadal og á Hvanneyri. Það er spurning hvort þar á bæ geti menn tekið undir orð læknisins. Áherslur stjórnarflokkanna Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor fagnar hugmyndum um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi. Í pistli á Eyjunni segir hann nýja húsnæðiskerfið einkum bæta hag lágtekjufólks. Þá segir hann sjálfstæðismenn fá fram skattalækkun til millihópa, með niðurfellingu milli- þrepsins í tekjuskattinum, auk lægri tolla á fötum og skóm. Hann segir að munur stjórnarflokkanna krist- allist nokkuð vel í þessum ríkispakka. „Framsókn bætir hag lægri og millihópa en Sjálfstæðisflokk- urinn hugsar einkum um þá sem hafa hærri tekjur,“ skrifar Stefán. Illskiljanlegt er hvernig afnám tolla mun koma þeim tekjuhærri betur en öðrum. jonhakon@frettabladid.is 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 5 -A 2 D C 1 7 D 5 -A 1 A 0 1 7 D 5 -A 0 6 4 1 7 D 5 -9 F 2 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.