Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 54
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 REST heilsurúm Fyrir þínar bestu stundir MEIRA Á dorma.is COMFORT heilsurúm LUXURY heilsurúm Nature’s Luxury dýna með Classic botni Stærð cm Dormaverð 120x200 129.900 kr. 140x200 155.900 kr. 160x200 169.900 kr. 180x200 189.900 kr. • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Góðar kantstyrkingar • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Steyptar kantstyrkingar • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Þrýstijöfnunar yfirdýna • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 Nature’s Comfot dýna með Classic botni Stærð cm Dormaverð 100x200 99.900 kr. 120x200 119.900 kr. 140x200 138.900 kr. 160x200 149.900 kr. 180x200 164.900 kr. Nature’s Rest dýna með Classic botni Tilboð aðeins 65.030 kr. Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Fáanlegt í svörtu og hvítu. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr. SUMAR- BÚSTAÐA TILBOÐ „Það er klárlega Nutbush City Limits með Tinu Turner. Reyndar kemur það mér af stað alla daga vikunnar ef því er að skipta.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari MÁNUDAGSLAGIÐ Meðlimir bresku hljómsveitarinn- ar alt-J vilja fá pítsu fimm mín- útum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðru- vísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru lík- lega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tón- leikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pönt- um af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stend- ur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara ann- aðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guð- bjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tón- leikaferðalagi undanfarna mán- uði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Sam- aris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana. - glp Vilja fá pítsu eft ir tónleikana Hljómsveitin alt-J er nægjusöm hvað varðar baksviðskröfur og vill skoða landið. SVAKALEGT SHOW Hljómsveitin alt-J er þekkt fyrir að hafa mikið ljósashow á tónleikum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Stórsöngvarann Egil Ólafsson hefur lengi dreymt um að sigla um heimsins höf og nú sér hann fram á að sá draumur geti ræst. „Ég hef augastað á gamalli eikarskútu frá fyrri hluta síðustu aldar. Upphaf- lega var hún smíðuð til veiða, en einhvern tíma á langri sögu hefur henni verið breytt í skemmtiskútu og nú er hún í slipp á Jótlandi þar sem skelin og innviðir eru kannað- ir. Ef allt gengur eftir verður lagt úr höfn með sumrinu og hver veit nema stefnan verði tekin á Sýrland í ókominni framtíð,“ Segir Egill kampakátur.“ Hann tók svokallað punga- próf eða smáskipanám fyrir um fimmtán árum en hefur þó hing- að til lítið látið reyna á skip- stjórnarhæfileikana. „Það á eftir að reyna á kemíuna fyrir alvöru, ég er að vísu búinn að sigla skút- unni nokkrar dagleiðir, en það var meira til að koma henni á milli staða. Það er allt annað að leggja á hafið og láta vind og auðnu ráða var næst verður komið til hafnar. Það er nauðsynlegt að sigla “ bætir Egill við léttur í lundu. Egill er af sjómönnum kominn og á meðal annars ættir að rekja í Landeyjarnar. „Forfeður mínir voru sjómenn og útvegsbændur. Afi var skipstjóri og pabbi var á sjó og sjálfur var ég kominn um borð í báta þegar ég var bara tveggja eða þriggja ára“ segir Egill spurður út í sjómennskuna. „Mér líður vel á sjó, ætli blóðið segi ekki til sín. Því meiri vindur, því meiri byr seglin.“ En á Egill einhvern óskafélaga til að sigla með um heimsins höf? „Ég fagna hverjum þeim sem nennir að vera með mér. Auðvi- tað vil ég helst að konan mín komi með og það eru allar líkur á að það gangi eftir,“ segir Egill kíminn. „Hún er mjög sjóhraust og hefur tekið þessum draumi mínum fagn- andi og gert hann að sínum. Hún hefur að vísu verið að tala meira um það í gegnum tíðina að eignast athvarf við sjó, sumarbústað eða þess háttar, meðan ég hef verið að tala um bát og það að sigla á sjón- um. Nú erum við í raun að sam- eina þessa drauma okkar. Skút- an verður okkar athvarf, ekki við sjó, heldur á sjó, þar sem útsýnið er síbreytilegt og nýtt.“ Þessa dagana er Egill ásamt hljómsveit sinni Stuðmönnum að æfa af kappi fyrir tónleika sem fram fara um næstu helgi í Hörpu. Tónleikarnir eru tileinkaðir plöt- unni Sumar á Sýrlandi og mun fríður flokkur hljóðfæraleikara og söngvara sameinast á sviðinu með Stuðmönnum nk. föstudag og laugardag. gunnarleo@frettabladid.is Egill ætlar að sigla um heimsins höf Stórsöngvarinn Egill Ólafsson vinnur nú við að gera upp skútu sem hann á. Sjómannsblóð rennur um æðar Egils og ætlar hann að sigla um heimsins höf. ALSÆLL Egill Ólafsson er hér um borð í sinni glæsi- legu skútu en hún var smíðuð árið 1939. Hann ætlar jafn- vel að sigla til Sýrlands að sumri, enda æfir hann nú á fullu fyrir tónleika tileinkaða plötunni Sumar á Sýrlandi. Hundrað ára afmæli kosninga- réttar kvenna verður fagnað þann 19. júní með hátíðartónleikum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist og leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kven- höfundar tónlistar á Íslandi fá tæp- lega tíu prósent af útgreiddum stef- gjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í for- grunni þetta kvöldið með sérstök- um kynjasnúningi þar sem karl- flytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkku- lísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmunds- dóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars og Ólöf Arnalds. Flytjendurnir eru meðal annarra Björgvin Halldórsson, Bubbi Mort- hens og Friðrik Ómar en húshljóm- sveit kvöldsins skipa aðeins stelpur. Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórs- dóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Her- vör Árnadóttir og framkvæmda- stjóri er Diljá Ámundadóttir. Höfundur óþekktur er titill tón- leikanna og er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótna- blöðum þar sem höfundur er skráð- ur óþekktur. Þjóð- og mannfræði- legar rannsóknir benda til þess að í lang flestum tilfellum sé um konur að ræða en ekki þótti mikilvægt að skrásetja þeirra verk til jafns við karlmenn. - glp Íslenskir kvenhöfundar í forgrunni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað með tónleikum í Hörpu. KEMUR FRAM Ragnhildur Gíslasdóttir ætla að syngja með húshljómsveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -1 8 9 C 1 7 D 5 -1 7 6 0 1 7 D 5 -1 6 2 4 1 7 D 5 -1 4 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.