Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 2
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
➜ Ung kona sem tók þátt
í ofbeldinu var misnotuð
af manninum þegar hún
var yngri. Þremenningarnir
kröfðust þess að maðurinn
greiddi fébætur vegna þess.
DÓMSMÁL Þrír einstaklingar, tveir
karlar og ein kona, játuðu fyrir
héraðsdómi Norðurlands eystra
að hafa farið inn á heimili átt-
ræðs karlmanns í Þingeyjarsveit í
apríl í fyrra og haft í hótunum við
hann. Var greiðslukort mannsins
tekið ófrjálsri hendi sem og fjöldi
smáhluta og reynt að milli færa
eina milljón króna af heimabanka
mannsins. Sakborningar voru
allir í mikilli vímuefnaneyslu
þetta umrædda kvöld.
Þremenningarnir, sem höfðu
verið að skemmta sér vegna
afmælis konunnar, bönkuðu upp
á hjá manninum, sem er bóndi í
Þingeyjarsveit, um átta um kvöld-
ið. Töldu þau að hann skuldaði
konunni, sem er á þrítugsaldri,
fjármuni vegna gamalla saka.
Hann yrði að borga konunni ell-
egar hljóta verra af. Fórnarlamb-
ið er fætt árið 1935 og átti því við
ofurefli að etja.
Mennirnir tveir þekktu ekki til
mannsins en konan hafði verið í
sveit á sama bæ og hann þegar
hún var yngri. Hafði hann mis-
notað hana kynferðislega og hlotið
dóm fyrir. Þessir atburðir höfðu
lagst þungt á konuna sem vildi á
þessum tíma fá greiddar bætur
frá manninum.
Nokkur hluti fjárkúgunar-
innar af öldungnum var eitt
megin sönnunargagn fyrir dómi
síðastliðinn föstudag. Einn sak-
borninganna tók um 20 mínútna
langan bút upp sem hljóðskrá og
var hluti hennar spilaður fyrir
réttinum. Í því hljóðbroti heyr-
ist hvar þau hóta ellilífeyrisþeg-
anum að ef hann gengi ekki að
kröfum þeirra myndu aðrir menn
koma í málið sem búsettir væru
á höfuð borgarsvæðinu. Einnig
sagði konan að vegna óuppgerðra
saka við manninn skyldi hún
kæra hann fyrir nauðgun sem þau
myndu nota gegn honum.
Fórnarlambið sagðist fyrir rétti
hafa ætlað á söngskemmtun þetta
kvöld en ekki komist þar sem þau
héldu honum inni í eldhúsi hjá
sér og voru nokkuð ör. Höfðust
þau við í íbúðinni í tæpar þrjár
klukkustundir. Höfðu þau ýmis-
legt lauslegt á brott með sér og
reyndu að millifæra eina milljón
eins og áður segir í heimabanka
mannsins.
Greiðslukort mannsins notuðu
þau til að kaupa áfengi á Akureyri
að lokinni árásinni. Eru þau kærð
fyrir fjárkúgun, gripdeild og ógn-
anir sem þau höfðu í frammi við
ellilífeyrisþegann.
sveinn@frettabladid.is
Kúguðu milljón af
öldruðum bónda
Þrír einstaklingar játuðu fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra að hafa farið
óboðnir á heimili bónda á áttræðisaldri í apríl í fyrra, haldið honum nauðugum á
heimili hans, millifært fé af reikningi hans og stolið greiðslukortum mannsins.
LOSUÐU SIG VIÐ ÞÝFI Fjöldi smáhluta sem erfitt var að koma í verð fannst daginn
eftir atburðinn við Goðafoss skammt frá heimili mannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ Þeir sem ganga inn eftir
kirkjugólfinu í St. Nicolai-kirkju
í Örebro í Svíþjóð þessa dagana
ganga á renningi með litum regn-
bogans. Til stóð að hafa renning-
inn á kirkjugólfinu þegar gleði-
ganga fer fram í Örebro í ágúst
næstkomandi en ákveðið var að
leggja renninginn á gólfið þegar
um hvítasunnu.
Á vef Aftonbladet er haft eftir
sóknarprestinum, Anders Lenn-
artsson, að lögð sé áhersla á að kirkjan sé opin
fyrir alla og þess vegna hafi hún tekið þátt í gleði-
göngunni frá því að hún hófst.
Sóknarpresturinn veltir því
nú fyrir sér hvort það geti
ekki verið áhrifaríkt að halda
á renningnum, sem er 24 metra
langur, í gleðigöngunni í ágúst.
Renningurinn átti aðeins að
vera á gólfinu í eina viku núna í
maí en þar sem viðbrögðin hafa
verið svo jákvæð var ákveðið
að hafa hann lengur. Renning-
ar með litum regnbogans eru
í fleiri kirkjum í Svíþjóð, að því er Aftonbladet
greinir frá. - ibs
Jákvæð viðbrögð íbúa í Örebro í Svíþjóð við nýjum gólfrenningi:
Kirkjuteppið í regnbogalitum
STJÓRNSÝSLA Meðlimir stjórnar Orkuveitu Reykja-
víkur hafa undirritað nýja yfirlýsingu um trúnað
vegna starfa sinna fyrir fyrirtækið.
„Ég skuldbind mig til að gæta þagmælsku um
allar trúnaðarupplýsingar sem ég kann að fá vitn-
eskju um með aðgangi mínum að tölvukerfum OR
við stjórnarsetu fyrir OR eða dótturfélög,“ segir
í yfirlýsingunni, sem stjórnarmenn undirrituðu á
fundi í lok apríl.
Að sögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, for-
manns stjórnar OR, er með þessu aðeins verið að
uppfæra fyrri trúnaðaryfirlýsingar. „Þetta er ekki
nýtt heldur eldgamalt,“ segir Haraldur um ástæð-
ur trúnaðar yfirlýsinganna. „Það var verið að taka
upp nýja gátt fyrir stjórnarmenn í kerfunum. Hjá
fyrirtækinu er upplýsingastefna og öryggisstefna
sem kalla á það að við smæstu breytingar þurfi að
endur nýja trúnaðaryfirlýsingar stjórnarmanna.“
Trúnaðarákvæði munu áður fyrr hafa verið í
starfsreglum stjórnarmanna. Trúnaðaryfirlýsingin
nú er framhald af þeim og af annarri viðlíka yfir-
lýsingu sem stjórnarmenn þurftu að undirrita í
vetur sem leið.
Samkvæmt yfirlýsingunni heita stjórnarmenn því
að nota vitneskju sína ekki til annars en þess sem
tengist beint stjórnarstörfum þeirra fyrir OR eða
dótturfélög. Þeir mega heldur ekki taka afrit af hug-
búnaði eða gögnum, öðrum en þeim sem tengjast
stjórnarsetu, út úr húsi án skriflegs leyfis.
gar@frettabladid.is
Stjórnarmenn í OR heita þagmælsku um störf sín fyrir fyrirtækið:
Undirrita trúnaðaryfirlýsingu
HARALDUR FLOSI TRYGGVASON Þagnarskylda helst eftir lok
stjórnarsetu í Orkuveitunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÚKRAÍNA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki uppáhald allra í
Úkraínu um þessar mundir. Það sést greinilega þar sem fjöldi fólks í
borginni Lviv, sem er í vesturhluta Úkraínu, lét reiði sína bitna á svo-
kallaðri Pútín-dúkku. Um er að ræða dúkku sem lítur út eins og Pútín
og lét fólk höggin dynja á henni í gær. Ungur piltur kýlir dúkkuna
kalda á myndinni og má greina nokkra heift í andliti drengsins, hann
var einn af mörgum sem lúskruðu á dúkkunni í gær. - glp
Fólk lætur reiði sína bitna á dúkku í líki Rússlandsforseta:
Kýlir Pútín-dúkkuna kalda
HEIFT Ungi pilturinn fékk góða útrás á dúkkunni. NORDICPHOTOS/AFP
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 18
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Ægis
tjaldvagn
Norðaustanátt í dag og verður vindurinn
víðast hvar á bilinu 8 til 15 m/s. Rigning
með köflum um landið norðan- og
austanvert, en yfirleitt bjartviðri syðra.
Hiti frá 3 stigum norðaustan til upp í 13
stig sunnanlands.
NEPAL Skól ar í Nepal hafa nú
hafið starf semi á ný eft ir skjálft-
ana sem riðu yfir í lok apríl og
byrj un maí. Frá þessu greinir
The Guardian.
Mörg hundruð skól ar skemmd-
ust mikið eða urðu gjör sam lega
ónot hæf ir í skjálftanum og hafa
tímabundin skólaskýli verið sett
upp til þess að börn geti notið
verndar og fengið aftur reglu í
líf sitt.
Börn in sem snúa aft ur í skól-
ann glíma enn við af leiðing ar
nátt úru ham far anna en tæplega
níu þúsund létu lífið í skjálftan-
um. - ngy
Hundruð skóla skemmdust:
Skólar í Nepal
hefja starfsemi
RÚSSLAND Rússnesk stjórnvöld
settu saman í vikunni lista yfir þá
sem bannað er að koma til lands-
ins. Listinn var ekki ætlaður til
opinberrar birtingar, en hann var
afhentur sendinefnd Evrópusam-
bandsins í Moskvu í vikunni og lak
til fjölmiðla. Áttatíu og níu stjórn-
málamenn eru á listanum.
Meðal þeirra sem eru á listan-
um er Nick Clegg, fyrrverandi
aðstoðar forsætisráðherra Bret-
lands. Enginn Íslendingur er á list-
anum. - ngy
Listinn lak til fjölmiðla:
Bannlisti Rússa
birtur á netinu
SAMGÖNGUR Búið er að grafa um
6,6 kílómetra af Norðfjarðar-
göngum eða um 87% heildarvega-
lengdarinnar. Ágætur gangur er í
gangagreftrinum en nokkuð vatn
hefur sett örlítið strik í reikn-
inginn. Gangagröfturinn er því á
áætlun.
Upphafleg áætlun gerði ráð
fyrir að grafa rúmlega sjö og
hálfan kílómetra og steypa um
350 metra af vegskálum. Göngin
leysa af hólmi Oddskarðsgöng
milli Eskifjarðar og Neskaup-
staðar sem gerð voru árið 1973
og liggja í um 630 metra hæð yfir
sjávarmáli. - sa
Miðar vel í Norðfirði:
Búið að grafa
6,6 kílómetra
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
4
-B
F
B
C
1
7
D
4
-B
E
8
0
1
7
D
4
-B
D
4
4
1
7
D
4
-B
C
0
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K