Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 19
 | FÓLK | 3 ■ HRESSANDI Nú er júní genginn í garð og sumarið því opinberlega mætt á klakann. Þá er vonandi að hitinn og sólin láti sjá sig von bráðar. Þegar það gerist er gott að vera tilbúin/n að skella í nokkra svalandi drykki sem hægt er að kæla sig niður með úti í blíðunni. Hér er uppskrift að góðum sopa sem hentar jafnt stórum sem smáum. Engifer- og hunangsíste 8 bollar sjóðandi vatn 8 pokar svart te 2 tsk. mulinn ferskur engifer 1/3 bolli hunang Hellið sjóðandi vatninu í hitaþolna könnu og látið tepok- ana liggja í því í um tíu mínútur. Takið pokana úr og látið teið kólna. Þegar það er orðið stofu- heitt blandið hun- angi og engifer út í. Setjið í kæli og berið svo fram með ís- molum í. ÍSTE Í SUMAR Gott er að vera með sumardrykkina til reiðu. ● HVÍLD Í AMSTRI DAGSINS Forsvarsmenn sýningarsalarins Sto Werkstatt í London buðu arkitektastofunni Hassell and Dra- isci Studio að útbúa gagnvirka sýningu í sal sínum í tilefni af Clerkenwell-hönnunarvikunni. Hug- myndin var að nýta rýmið í skammtímalausnir fyrir líkamlega og andlega hvíld. Hönnunarsíðan Dezeen greindi frá. Hassell and Draisci Studio útbjó svokallað „sleeperie“ eða lúristað. Gestir sýningarrýmisins gátu þannig komið og lagt sig í sérhönnuðum hengirúmum í nokkrar mínútur. Róandi tónlist ómaði í rökkvuðu og hljóðeinangruðu rýminu og gestir voru beðnir um að slökkva á öllum raftækjum. Hugmyndin var að fólk gæti komið og slakað á milli funda eða annarra verka. Arkitektarnir útbjuggu raðir af hengirúmum með því að hengja ógrynni af djúprauðu filtefni yfir viðarramma en í hverju hengirúmi er mjúkur koddi. Höfundar verksins telja að innrás tækninnar í svefnherbergi fólks raski svefnmynstri þess og komi í veg fyrir að það geti slakað á að fullu. Hugmyndasmiðirnir ímynda sér að slík lúrherbergi verði að veruleika í borgum í framtíðinni. LÚR Í LONDON Opið: Lokað á laugardögum í sumar ■ SKIPTIMARKAÐUR Mánaðarlegur skiptimarkaður Lofts hostels verður miðviku- daginn 3. júní klukkan 16.30 til 19.30 í Bankastræti 7. Þangað getur fólk komið með hluti sem það er hætt að nota en vill ekki henda. Reglurnar eru þessar: - Komið með bækur og hrein föt. - Skiptið þeim út fyrir önnur föt eða aðrar bækur. - Gleðjist með öðrum sem hugsa á svipuðum nótum. Ekki er fylgst með því hvað hver kemur með. Fólk má skilja hlutina sína eftir á borðunum og taka eitthvað af því sem aðrir hafa skilið eftir. Það sem verður eftir fer í Rauða kross- inn. SKIPT OG SKILAÐ 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -E 3 0 C 1 7 D 5 -E 1 D 0 1 7 D 5 -E 0 9 4 1 7 D 5 -D F 5 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.