Fréttablaðið - 01.06.2015, Síða 19

Fréttablaðið - 01.06.2015, Síða 19
 | FÓLK | 3 ■ HRESSANDI Nú er júní genginn í garð og sumarið því opinberlega mætt á klakann. Þá er vonandi að hitinn og sólin láti sjá sig von bráðar. Þegar það gerist er gott að vera tilbúin/n að skella í nokkra svalandi drykki sem hægt er að kæla sig niður með úti í blíðunni. Hér er uppskrift að góðum sopa sem hentar jafnt stórum sem smáum. Engifer- og hunangsíste 8 bollar sjóðandi vatn 8 pokar svart te 2 tsk. mulinn ferskur engifer 1/3 bolli hunang Hellið sjóðandi vatninu í hitaþolna könnu og látið tepok- ana liggja í því í um tíu mínútur. Takið pokana úr og látið teið kólna. Þegar það er orðið stofu- heitt blandið hun- angi og engifer út í. Setjið í kæli og berið svo fram með ís- molum í. ÍSTE Í SUMAR Gott er að vera með sumardrykkina til reiðu. ● HVÍLD Í AMSTRI DAGSINS Forsvarsmenn sýningarsalarins Sto Werkstatt í London buðu arkitektastofunni Hassell and Dra- isci Studio að útbúa gagnvirka sýningu í sal sínum í tilefni af Clerkenwell-hönnunarvikunni. Hug- myndin var að nýta rýmið í skammtímalausnir fyrir líkamlega og andlega hvíld. Hönnunarsíðan Dezeen greindi frá. Hassell and Draisci Studio útbjó svokallað „sleeperie“ eða lúristað. Gestir sýningarrýmisins gátu þannig komið og lagt sig í sérhönnuðum hengirúmum í nokkrar mínútur. Róandi tónlist ómaði í rökkvuðu og hljóðeinangruðu rýminu og gestir voru beðnir um að slökkva á öllum raftækjum. Hugmyndin var að fólk gæti komið og slakað á milli funda eða annarra verka. Arkitektarnir útbjuggu raðir af hengirúmum með því að hengja ógrynni af djúprauðu filtefni yfir viðarramma en í hverju hengirúmi er mjúkur koddi. Höfundar verksins telja að innrás tækninnar í svefnherbergi fólks raski svefnmynstri þess og komi í veg fyrir að það geti slakað á að fullu. Hugmyndasmiðirnir ímynda sér að slík lúrherbergi verði að veruleika í borgum í framtíðinni. LÚR Í LONDON Opið: Lokað á laugardögum í sumar ■ SKIPTIMARKAÐUR Mánaðarlegur skiptimarkaður Lofts hostels verður miðviku- daginn 3. júní klukkan 16.30 til 19.30 í Bankastræti 7. Þangað getur fólk komið með hluti sem það er hætt að nota en vill ekki henda. Reglurnar eru þessar: - Komið með bækur og hrein föt. - Skiptið þeim út fyrir önnur föt eða aðrar bækur. - Gleðjist með öðrum sem hugsa á svipuðum nótum. Ekki er fylgst með því hvað hver kemur með. Fólk má skilja hlutina sína eftir á borðunum og taka eitthvað af því sem aðrir hafa skilið eftir. Það sem verður eftir fer í Rauða kross- inn. SKIPT OG SKILAÐ 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -E 3 0 C 1 7 D 5 -E 1 D 0 1 7 D 5 -E 0 9 4 1 7 D 5 -D F 5 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.