Gerðir kirkjuþings - 1960, Qupperneq 4
2. K'-rkjuþing.
-3-
1. mál.
Ályktun um að bera undir álit heraðsfunda
tillögur um veitingu prestsembætta.
Kirkjuþing ályktar að leggja til við kirkjustjórnina, að
leitað verði álits héraðsfunda um tillögur þær, sem felast í eftir-
farandi uppkasti að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 32
frá 1915 um veitingu prestakalla, sem lagt hefur verið fyrir kirkju-
þingið og er nú í því horfi, sem hár segir:
I. Kafli. Veiting prestsembætta samkvæmt
kosninqu í söfnuðunum.
1 .gr.
Þegar prestakall losnar og nýr prestur er eigi kallaður
til embættisins, sbr. 5.gr.. auglýsir biskup kallið með hæfilegum
umsóknarfresti.
2.gr.
Þá er umsóknarfrestur er á enda sendir biskup prófasti
og sóknarnefndum prestakallsins skrá yfir bá, sem sótt hafa,
ásamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og embættisferil og störf.
Jafnframt felur hann héraðspráfasti að kveðja kjörmenn prestakallsins
saman á fund innan tiltekins tíma til viðræðna um ráðstöfun embættis-
ins. Á þessum fundi skulu umsóknir og umsagnir biskups liggja frammi
til athugunar. Prófastur stýrir fundi. Fundurinn er lokaður. Sé
héraðsprofastur meðal umsækjenda um kallið, nefnir biskup annan
prófast í hans stað.
3 .gr.
Prófastur ákveður kjörfund með kjörmönnum svo fljótt sem^
unnt er og eigi síðar en næsta dag. Kjörfundur er lokaður og stýrir
prófastur honum. Fer bai1 fram leynileg skrifleg atkvæðagreiðsla.
Að henni lokinni eru atkvæði innsigluð og send biskupi asamt afriti
af gerðabók kjörfundar. Ágreining um undirbúning eða framkvæmd
kosningar úrskurðar yfirkjörstjórn.
4.gr.
Þegar biskup hefur fengið atkvæði og gögn kjörfundar fer
fram talning atkvæða og er sá umsækjandi rétt kjörinn, sem fengið
hefur 3/4 atkvæða og skal veita honum embættið. Fái enginn umsækjenda
3/4 atkvæða skal veita þeim embættið, sem flest atkvæði fær, ef biskup
mælir með skipun hans í embættið. Væli biskup með öðrum má kirkjumála
ráðherra velja milli þess umsækjanda, sem flest atkvæði fékk og hins,
er biskup mælir með.
5.gr.
Heimilt er kjörmönnum að kalla prest.
Ef fullur helmingur kjörmanna prestakallsins er einhuga um
að kalla prest án umsóknar gera þeir prófasti viðvart um það þegar
í stað, en hann tilkynnir það biskupi, sem felur þá prófasti að^boða
kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan viku og er þa
embættið eigi auglýst. Samþykki 3/4 kjörmanna að kalla tiltekinn
mann til embættisins, en um það skal leitað atkvæða á sama veg og
segir í 3.gr., skal leita samþykkis biskups á kölluninni og honum
falið að birta hana þeim presti eða kandidat, sem í hlut á. Taki
hann köllun að fengnu samþykki biskups, skal veita honum embættið.