Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Síða 2
2
Nánari ákvæði um fyrirkomulag biskupskosninga skal setja með
reglugerð.
4* gr.
Biskupar taki laun eftir 3- flokki núgildandi launalaga.
Ennfremur greiðist þeim skrifstofukostnaður og annar kostnað-
ur, sem ákveðinn er í fjárlögum.
5- gr.
Biskup vígir eftirmann sinnj verði því ekki við komið, vígir
hinn biskupinn.
6. gr.
Prestastefnur verða tvær, hvor í sínu biskupsdæmi, og skulu
að jafnaði haldnar árlega í Slcálholti og á Holum. Þar skulu
og haldnir aðrir kirkjulegir fundir, eftir því sem ástæður
þykja til.
Báðir biskupar eiga sæti í Kirkjuráði og á Kirkjuþingi og
skiptast þar á um forsæti.
7* gr.
Báðir biskuparnir fara með sameiginleg mál kirkjunnar gagn-
vart stjornvöldum og koma fram sem fulltrúar Þjoðkirlcjunnar,
eftir samkomulagi sín á milli.
8. gr.
Biskupar hafa skrifstofur bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Skrifstofa Skálholtsbiskups hefur jafnframt með höndum sam-
eiginleg málefni biskupsdæma beggja. Skrifstofustjori hennar
skal skipaður af kirkjumálaráðherra samkvæmt tillögu beggja
biskupa.
Nánari ákvæði um skiptingu á starfssviöi biskupa skal setja
með reglugerö að fengnum tillögum beggja.
9- gr.
lög þessi komi til framkvæmdar við næstu biskupaskipti, eða
þá er núverandi biskup landsins veitir samþykki sitt til þess.
Skal þá þegar kjdsa Hdlabiskup, en núverandi biskup verður
Skálholtsbiskup.
10. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 21, 27. júní 1921
um kosningu biskupa, lög nr. 38, 30. julí 1009 um vígslu-
biskupa, svo og önnur ákvæði, er í bága koma við lög þessi.
II. Frumvarp um kirkjugarða, lagt fram af kirkjumálaráðherra og
biskupi.
Kirkjumálanefnd afgreiddi frumvarpið með nokkrum breytingum,
sem þingið samþykkti, og voru þær þessar (frumvarpið sjálft
lá fyrir síðasta Alþingi.
5. gr. Síðari hluti 2. málsliðs falli í burt og hljdði máls-
liðurinn því svo: "Þegar girða þarf kirkjugarð, skal leita