Gerðir kirkjuþings - 01.12.1958, Page 5
- 5 -
IV. lillaga til þingsályktunar um skilgreining á takmörkuni milli
þ.ióðkirk.'iu- og fríkirk.jusafnaða. Lögð fram af Gísla Sveins-
syni.
Tillö^unni var vísað til allsherjarnefndar, en málið varð
ekki útrætt.
lillagan var svohljóðandi:
Kirkjuþingið ályktar að beina því til kirkjustjórnarinnar, að
hún gefi út rökstutt álit um viðhorf þjoðkirkjunnar og
embættismanna hennar, einkum biskups, til utanþ.joðkirkjusafn-
aða í landinu, hver séu eðlileg og lögleg takmörk milli þess-
ara aðila og hvort biskup íslands ("biskupinn yfir íslandi")
hafi gagnvart fríkirkjum rétt eða skyldur og þá hverjar.
V. Áskorun um hækkun styrks til Kirkjubyggingasjoðs, lögð fram
af Asmundi G-uðmundssyni og Gísla Sveinssyni:
Kirkjuþingið leyfir sér að skora á háttvirt Alþingi að hækka
framlag til Kirkjubyggingasjóðs úr 500.000 kr. á ári í
1.000.000 kr.
Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar, er skilaði svo-
felldu áliti;
Allsherjarnefnd hefur á fundum sínum rætt áskorun um hækkun
styrks til Kirkjubyggingasjóðs og mælir með, að^hún verði sam
þykkt ébreytt. Nefndin vill þé taka fram, aö hún telur þessu
máli ekki ráðið til lykta á fullnægjandi hátt, fyrr en lög-
fest er þátttaka ríkissjéðs í kostnaði við kirkjubyggingar
eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi, sem fylgir 5« máli
Kirkjuþingsins.
Tillagan var samþykkt af þinginu einróma.
VI. Áskorun um að stofnað verði tii verðlaunasamkeppni um upp-
drætti að sveitakirkjum, lögð fram af Asmundi Guðmundssyni.
Kirkjuþingið beinir þeim tilmælum til kirkjustjérnarinnar,
að hún láti í samráði við húsameistara ríkisins efna til verð
launasamkeppni um uppdrætti að sveitakirkjum, er samsvari sem
bezt íslenzkum staðháttum. Nái sú samkeppni bæði til hússins
og skreytingar utan og innan.
Málinu var vísað til allsherjarnefndar, er skilaði svo hljéð-
andi áliti:
Nefndin hefur athugað málið á nokkrum fundum, og telur það
mjög mikilsvert, en ekki nægilega undirbúið til samþykktar nú
Ber nefndin því fram svofellda rökstudda dagskrá: