Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Side 13

Víkurfréttir - 22.11.2012, Side 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 13 BYKO suðurnes - Víkurbraut 4 - Sími: 421 7000 Allt klárt FYRIR JÓLIN 4.990kr. Vnr. 86620040-3737 KÓPAL innimálning. 4 lÍtrAr gljástig 10 Allir litir gerðu litAprufur heimA föndrAðu með kópAl tÍskulitum 290kr. Vnr: 86909000-37 3.390kr. Vnr. 88167393 Píramídi, 20 LED ljós, 40 cm. 1.990kr.KLÚBB verð 24.990kr.Vnr. 52236871P RAHA 5 arma ljósakróna,króm og gler. 7.990kr.Vnr. 88167385Ljósahringur, 140 ljós, 60 cm. 790kr. KLÚBB verð hæð 45 cm þvermál 45 cm Íslensk gæðA málning 12.990kr.KLÚBB verð 5.990kr.KLÚBB verð 1.190kr.Vnr. 88167170Sería, 20 LED ljós. kynning sérfræðingur frá málningu kynnir vörur frá fyrirtækinu í BykO suðurnesjum kl. 11-18 föstudaginn 23. nóv. Boðið upp á gómsætar, nýbakaðar vöfflur og kaffi laugardaginn 24. nóvember milli kl. 11 og 14. Allir velkomnir! vöfflur Og kAffi Í BykO suðurnesjum Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst í janúar á næsta ári og í vor kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í Malmö í Svíþjóð þegar lokakeppni Eurovision fer fram þar í landi. Alls bárust 240 lög í keppnina að þessu sinni, sem var metfjöldi. Valnefnd hefur nú valið tólf lög úr innsendum lögum og meðal þeirra sem eiga lag í keppninni í ár er Keflvíkingurinn Elíza Newman. „Ég hef aldrei sent inn lag eða komið nálægt Eurovision áður. Ég hef verið beðin um að syngja áður en það hentaði ekki á þeim tíma,“ segir tónlistarkonan Elíza Newman sem var að senda frá sér nýja plötu á dögunum sem kallast Heimþrá. Hún segir að hún hafi átt hressilegt popplag á lager en það hafi ekki hentað plötunni hennar sérstaklega. „Þetta er svona poppslagari sem ég samdi með Gísla Kristjánssyni og Ken Rose í London.Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera við það fyrr en Eurovision kom inn í myndina og þá vorum við sann- færð um að það myndi passa rosa vel í það.“ Elíza segir að það sé ekki komið á hreint hver syngi lagið í undankeppninni en hún sagði í gamni að það væri algert hernaðar- leyndarmál! „Það verður kannski einhver yngri útgáfa af mér,“ sagði Elíza og hló. Lagið heitir Ég syng! en uppruna- lega sömdu Elíza og Gísli Kristjáns- son enskan texta við lagið. Hún fékk svo Huldu systur sína, sem ætti að vera Suðurnesjamönnum kunn úr Útsvarsliði Reykjanesbæjar, til þess að snara textanum yfir á okkar ástkæra ylhýra móðurmál. „Hún er svo góð í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og þetta tókst svona fjári vel,“ segir Elíza. Á dögunum var Elíza stödd á Ís- landi en hún hefur verið búsett í London undanfarinn áratug eða svo. Hún var ásamt fjöldanum öllum af listamönnum að troða upp á tónlistarhátíðinni vinsælu Airwaves og hafði að sögn gaman af. Nýja hljómplata Elízu, Heimþrá, sem kom út fyrir skömmu er alger- lega sungin á íslensku en stefnan er þó sett á að gera enska útgáfu að ári liðnu. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna þá örlar stundum fyrir heimþrá hjá Elízu en hún segist alltaf vera á leiðinni heim. „Maður þarf bara að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og þá er aldrei að vita,“ en í London kennir Elíza börnum tónlist í einkaskóla auk þess sem hún vinnur í sinni eigin tónlist. Elíza semur öll lög plöt- unnar en Gísli Kristjánsson hjálpar aðeins til við textagerð ásamt því að vera upptökustjóri á plötunni. Heimþrá var plata vikunnar hjá Rás2 í síðustu viku og hlaut frábæra umsögn hjá plötugagnrýnanda Rásar 2 sem gaf henni 8,8 af 10 og lýsti henni sem hlýrri og skemmti- legri plötu. Elíza segir að sala hennar fari ágætlega af stað. Geim- steinn gefur plötuna út og Elíza heldur sig því við heimaslóðirnar. Nú þegar hafa tvö lög af plötunni náð nokkrum vinsældum á Íslandi en það eru lögin Hver vill ást? og Stjörnuryk og vonar Elíza að það sé það sem koma skal. Hljómurinn á plötunni er að sögn Elízu hlýlegur og einlægur. Hún er á því að platan sé alveg sérstaklega íslensk. „Ég er í raun að syngja til Íslands og þá er gott að sjá hlutina svona utan frá. Fjarlægðin gerir fjöllin blá, eins og sagt er,“ segir Elíza að lokum. Elíza spilar á útgáfutónleikum Geimsteins á Ránni í Keflavík fimmtudaginn 6. desember og á Faktorý í Reykjavík 7.desember. Syngur til Íslands www.facebook.com/elizanewmanmusic ElÍza NEwmaN MENNING

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.