Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Page 24

Víkurfréttir - 22.11.2012, Page 24
vf.is Fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 • 46. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 2222 vaktsími allan sÓlarHringinn Ykkur er boðið í 140 ára afmæli! • Tilboðsverð á 140 nýjum barnabókatitlum • Marta Eiríksdóttir les sögu fyrir börnin kl. 12.00 og kynnir síðan bók sína Mei mí beibísitt? • Léttar veitingar lauGarDaGiNN 24. NÓVember í eYmuNDSSoN reYkJaNeSbæ Skemmtum okkur saman og látum gott af okkur leiða. Allur ágóði seldra barnabóka á 140 ára afmælis- daginn renna til Barnaheilla. Verið hjartanlega velkomin á Sólvallagötu 2. Ég er sannfærður um að leið okkar að loknu þessu jarðríki liggi til himna. Flestar sálir eiga greiðan aðgang ef þeir mæta reglulega til messu. Ekki samt fá í magann ef þú ert á tossalistanum yfir þá sem eru með lélega mætingu. Nægt fram- boð á næstunni fyrir alla að mæta í messugjörð og iðrast. Það sem manni dettur ekki í hug á leiðinni um úfið hraun og svartan vegkafla! Fyrir þrjátíu árum arkaði ég um nærsvæðið með byssu í hendi og hitti fyrir rjúpuna einu. Á svipuðum tíma datt nafna mínum það snjallræði í hug að baða sig í affalli orku- versins í Svartsengi. Eftirleikinn þarf varla að nefna. Einstakt samspil náttúru, tækni og síðar viðskipta. Þeir eru samt færri sem hafa notið þeirra lystisemda sem Bláa lónið hefur getið af sér. Lækningalindin rétt austan við aðal baðstaðinn lætur lítið fyrir sér fara. Samstarf þeirra við heilbrigðisyfirvöld hefur opnað nýja veröld fyrir þá sem þurfa að leita sér lækninga við húðsjúkdómnum psoriasis. Og ég sem var að setja út á ríkisstjórnina fyrir stuttu. Heill sé heilbrigðis- ráðherrum þessa lands að minnsta kosti. Eitthvert fegursta dæmi um jákvæða viðleitni við náttúrulegum lækningaaðferðum. Staðsett á miðri hraunbreiðu á Reykjanesinu þar sem kraftmikið náttúrulegt um- hverfi hefur endurnærandi áhrif á líkama og hug. Grindavík er með‘etta. Ég hef verið svo lánsamur að undanförnu að fá að fylgja sjúklingi í meðferð. Einstök upplifun að koma á staðinn og baða sig meðal fólksins. Yndis- legt að láta sig fljóta um í kvöldkyrrðinni, horfa upp í stjörnubjartan himininn og leyfa ímyndunaraflinu að fara á flug. Engu líkara en að hraungrýtið myndi steinaldarskrímsli sem spúa eldi og reyk yfir viðstadda. Gufumekkirnir úr lindinni magna seiðinn og galdrana á meðan á dvölinni stendur. Vellíðanin jafnast eflaust á við að vera fóstur í móðurkviði, umvafinn hlýju og líkamlegri næringu. Fósturfitan borin á líkamann í formi kísils. Andleg næring nær sínum hæstu hæðum með líkamlegri afslöppun. Flýtur um með kút og kork. Húðin hitnar og blóðstreymið eykst. Gerir hana móttækilegri fyrir virkum efnum jarðsjávar- ins. Steinefnin róa húðina og koma á hana jafnvægi, kísillinn hreinsar og þörungarnir næra og mýkja. Náttúruleg þrenna. Ljósaböð í eftirrétt. Dásemdin full- komnuð með því að setjast í veitingasalinn að lokinni meðferð, slaka á og njóta samverunnar. Kaffisopinn guðdómlegur. Ég er jafn sannfærður um að ef himna- ríki er til á jörðu, þá ég er þar reglulegur gestur. Gestur í himnaríki Tjaldsvæði rís við smábátahöfn í Gróf Á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var föstudaginn sl. var samþykkt tillaga að tjaldsvæði Reykjanes- bæjar við Grófina. Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir tillögu að tjaldsvæði við smábáta- höfnina í Gróf. Atvinnu- og hafnaráð samþykkti tillöguna, en þó með þeim fyrirvara að tjaldsvæðið muni víkja þegar þörf verður á stækkun smábátahafnarinnar. Framkvæmdastjóra var falið að vinna að skipu- lagi svæðisins með umhverfis- og skipulagssviði. Slösuðum manni var bjargað við erfiðar aðstæður úr 15 metra hæð úr í byggingakrana í Reykjanesbæ nýverið. Unnið var að því að hækka byggingakran- ann þegar maðurinn klemmdist milli eininga uppi í krananum. Tveir sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja fóru upp í kranann til hans og tryggðu öryggi hins slasaða. Þá var slökkvi- liðsmaður hífður upp með körfubíl slökkviliðsins og sótti hinn slasaða. Maðurinn var fyrst fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og síðan á slysadeild í Reykjavík. Maður- inn reyndist ekki eins alvarlega meiddur og óttast var í fyrstu. Slasaðist í 15 metra hæð í byggingakrana

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.