STARA


STARA - 01.09.2014, Qupperneq 5

STARA - 01.09.2014, Qupperneq 5
„Ég kom fyrst til Íslands vegna vinnustofu SÍM 2005. Sem er nánast ástæðan fyrir því að ég bý hérna. Ég hafði engin sérstök áform um að koma til Íslands í lengri tíma þartil ég sótti um hjá SÍM.“ S T A R A 1.T B L 2 0 14 5 Hvaða verkefni eru framundan hjá þér? Framundan hjá mér eru verkefni byggð á gjörningum sem hefjast á samblandi af mótorhjólagjörningi og lifandi útsendingu Gabi Blum í Gallery Foe 156 í München, sem er verk í stöðugri þróun. Þann 8. ágúst mun ég vera með gjörning í Kunstraum München sem rannsakar frekar þá þætti sem komu upphaflega í ljós í nýlegum gjörningi mínum í Kling og Bang. Því næst fer ég í lítið ferðalag um Þýskaland og Holland og mun sýna þó nokkra gjörninga ásamt þremur listamönnum/konum til viðbótar í húsbíl. Við ákváðum bara að ef hljómsveitir geta ferðast með listina sína getum við það líka! Hversu mikilvægt er fyrir þig að vera með vinnustofu? Það er ómögulegt fyrir mig að sinna vinnunni ein- beitt án vinnustofu. Það er mikilvægt fyrir mig að vera með rými sem ég get farið í að vild þótt engin sýning sé framundan. Líkt og rithöfundurinn situr við ritvélina í 4 tíma á dag, sama hvort skáldsaga er í smíðum eða ekki. Rýmið er umgjörð utan um sköpunarkraftinn og aðgangurinn að honum verður greiðari ef það er hluti af daglegu lífi. Skipulögð óreiða sem ekki þarf að taka til í eða þrífa í lok dags. Þar sem hægt er að gera tilraunir með hugmyndir og skutla þeim út í horn þar til síðar. Ég hef unnið á vinnustofu síðastliðin 13 ár af 14. Rýmin hafa verið af öllum stærðum, gerðum og andrúmslofti. Ég vinn best í vel lýstri vinnustofu, þar sem er félagsskapur en líka hægt að loka sig af, helst iðnaðarhúsnæði eða heldur ópersónulegu umhverfi. Lýsing á vinnustofunni (í 20 orðum) Litrík, orkurík, óreiða. Troðfull af kössum, stílabók- um, plastblómum, dauðum dýrum, filmuspólum, verkfærum, hljómplötum, búningum, myndavélum og gömlum verkum. Hvert er markmiðið/toppurinn í starfinu? Eina markmiðið mitt í lífinu er að festast aldrei. Ef þú upplifir þig fasta/n í hringrás, gerðu þá eithvað annað úr henni, til dæmis spíral. Af hverju ertu myndlistarmaður? Þegar ég var sex ára hóf ég minn fyrsta rekstur sem var að líma blaðaúrklippur á viðarbúta sem ég síðan seldi í hús fyrir nammipeninga. Næsti rekst- ur þróaðist nokkrum árum seinna þegar ég varð einkaspæjari með skrifstofu, handskrifuð/teiknuð nafnspjöld og fáeina viðskiptavini. Ég eyddi heilu ári í að skrá athafnir bestu vina minna og fjölskyldu og pokakonunnar neðar í götunni. Í menntaskóla nam ég vísindi á flóknu stigi. Ég fékk að kryfja manneskju. Þá uppgötvaði ég að við endum öll sem leðursekkir. Ég hef alltaf haft áhuga á því hvað gerir fólk að því sem það er, hvernig hlutirnir virka, hvað allt merkir og hvað er sannleikurinn. Skyndilega, þegar ég varð tvítug, sótti ég um lista- skóla í Chicago. Allt small. Listamaður getur verið úr hvaða starfsstétt sem er; þó meira á yfirborðinu með mun lægri laun. Þá þarf ég að finna önnur störf fyrir nammipeningana. En þegar ég er að skapa eitt- hvað er ég lifandi (elska/hata) hverja einustu mínútu - rannsóknirnar, tilraunirnar, tæknina, velgengnina/ mistökin, niðurstöðurnar. Ég elska ferlið og læri ennþá eitthvað af því í hvert skipti. Listina skapa ég til að svara spurningum sem ég hafði ekki hugmynd um að brynnu á mér áður en ég hófst handa og til að vita að það eru engin endanleg svör.

x

STARA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.