STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 13

STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 13
Er þetta í fyrsta skipti sem þú ert á vinnustofu? Nei ég hef áður verið á vinnustofum í Bandarík- junum við Penland School of Crafts í Penland, Norður Karólínu og á Íslandi, Nesi á Skagaströnd. Hvers vegna Ísland? Ég hafði haft áhuga á því að koma til Íslands í mjög langan tíma. Víðátta umhverfisins gefur huga mínum ákveðið frelsi sem ég finn hvergi annars staðar og mig hreinlega skortir orð þegar ég reyni að lýsa staðnum fyrir öðrum ... ég hef séð svo margt óvenjulegt, svo fallegt og gjörsamlega ólíkt öllu sem ég hef séð áður að ég finn ekki orðin til að lýsa því. Hverju ertu að vinna að á vinnustofum SÍM? Ég er að vinna að hugmyndum ... að lesa mér til um og rannsaka samtímalistamenn og mismun- andi listhreyfingar til að uppgötva meira um sjálfa mig og þá list sem ég geri. Ég er líka að hugsa og skrifa. Ég geng nánast á hverjum degi til að hugsa og fylgjast með og tek myndir sam- hliða því. Loksins er ég að verja tíma í að skoða ljósmyndirnar mínar og stuttmyndirnar mínar náið, gefa þeim meiri gaum en ég hef gert áður. Það er eitthvað spennandi að gerast með þær og ég fylgist vel með því. Telur þú að vinnustofurnar og/eða Ísland hafi áhrif á vinnuna þína? Mér finnst hvort tveggja hafa mjög jákvæð áhrif. SÍM og landslagið gefa tíma og rúm sem ég tek fagnandi því það er einmitt það sem mig vantaði í líf mitt sem listamaður. Sástu einhverjar listasýningar sem höfðu áhrif á þig á meðan á dvölinni stóð? Á þriggja mánaða SÍM dvöl minni sá ég margar sýningar, allt frá sýningum í minni listasölum upp í sýningar á stærri söfnum. Í upphafi dvalar fór ég á sýningu útskriftarnema Listaháskóla Ís- lands úr MA námi, í Gerðarsafni í Kópavogi. Á meðal þeirra voru mörg háþróuð og vel ígrund- uð verk og það var sérstaklega eitt sem hreyfði við mér, „The Remains“ eftir Kötlu Rós Völu-og Gunnarsdóttur. Það var skúlptúr/innsetning sem fjallaði um andlát móður listakonunnar, með ljósmyndum og bréfum sem þöktu veggina umhverfis risavaxinn stafla af kössum sem hafði verið vafinn í skæni og innihéldu kassarnir eigur móðurinnar. Tilfinningin sem þessu verki fylgdi var áþreifanleg. Á Listahátíð Reykjavíkur fór ég að sjá „Der Klang der Offenberung des Göttlichen“ eftir Ragnar Kjartansson. Verkið var röð handgerðra skuggasviðsmynda við undurfagra lifandi tónlist fluttri af kór og hljómsveit. Þetta var verk sem maður sekkur sér í og ég gleymdi öllu í kringum mig og einbeitti mér eingöngu að því sem ég heyrði og sá. Ég vildi ekki að því lyki. Loks var ég himinlifandi yfir „Flight Trails: ‘and the world was sung into existance’“ eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Það var mikil upplifun að fylgjast með tveim flugvélum, fljúgandi um skærbláan himininn, teiknandi yfir sjónum við Hörpu. Kvennakór söng er verkið þróaðist og aftur var ég komin á bólakaf í verkið. S T A R A 1.T B L 2 0 14 13 Þetta var verk sem maður sekkur sér í og ég gleymdi öllu í kringum mig og einbeitti mér eingöngu að því sem ég heyrði og sá. Ég vildi ekki að því lyki.

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.