STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 19

STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 19
Starfsemi Harbinger er því tvöföld, vinna Steinunnar að eigin sköpunarverki sem fer fram bak við luktar dyr og vinna annarra listamanna sem setja upp sýningar í björtum sal sem snýr að götunni. Hvatinn að opnun sýningarrýmisins var að gefa starfandi listamönnum frekara tækifæri til þess að setja upp sýningar á verk- um sínum. Myndlistarmaðurinn Bjarki Bragason opnaði sýningarrýmið Harbinger formlega með sýningunni Ef til vill það sem hann í / Perhaps that in which he. Sýningin fjallar um hverfult samband raunveruleika og skáldskapar. Í verkum sínum rannsakar Bjarki söguna frá sjónarhorni sagnaritarans. Hann fer af stað eins og rannsóknarmaður og leitar ummerkja þess sem einu sinni var. Í leit sinni skoðar hann sögulegar minjar, staði og persónur. Á sýningunni veltir hann til að mynda upp hinni goðsagnakenndu birtingarmynd Gísla Oktavíusar Gíslasonar á Uppsölum sem tákn- myndar einstæðingsins, setur sig í spor vísinda- mannsins sem sagnaritara og veltir upp spurningum um hvernig áhorfi er beitt gagnvart sögulegum minj- um, þar sem rannsakandinn athugar það sem er ekki hluti af raunverulegu lífi hans. Þar að auki veltir Bjarki fyrir sér raunverulegum sannleika sjálfsævisagna þar sem fortíðarþrá, fantasía og þokukennt minni geta vegið þungt í frásögn. Á þessari sýningu koma fram einstakir hæfileikar Bjarka til þess að setja fram stór heimspekileg um- hugsunarefni af mikilli næmni. Sýningin saman- stendur af ljósmyndum, skúlptúrum, myndverkum og hljóðverki. Útkoman er falleg og á einhvern hátt viðkvæm. Sýningin býr yfir sterkri heild, verkin hafa róandi áhrif og vekja áhorfandann til umhugsunar um málefni sem standa honum stærri. Eitt sterkasta verkið á sýningunni eru tvö svört lítillega krumpuð blöð, í fallegum viðarrömmum. Verkið nefnist „Á því sem það / On that which it“. Eins og í öðrum verkum sýningarinnar er útkoman mjög mini- malisk, en ferlið bak við verkið gerir það enn áhuga- verðara. Á einlitum pappírnum hafði bráðnað 900 ára gamall ís – á svörtum fletinum er því hægt að rýna í mörg hundruð ára sögu. Þetta verk er líklega eina verk sýningarinnar sem við vitum með vissu að segir satt en svartur flöturinn gefur áhorfanda þess sitt eigið rými til þess að rita söguna, fylla inn í eyðurnar og ákvarða sjálfur hvar skáldskapurinn liggur. Á sýningunni er ekki að finna neina lausa enda því Bjarki gengur alla leið og vinnur einnig með sögu og staðsetningu sýningarrýmisins, sem gefur sýningunni enn meiri dýpt. Sýningin er því einnig kveðjustund fiskbúðarinnar sem nú hefur verið umbreytt í sýn- ingarsvæði fyrir listaverk. Umhverfið verður þannig að mikilvægum þætti í upplifun sýningarinnar sem gerir hana enn heilsteyptari. Sýningin Ef til vill það sem hann í / Perhaps that in which he fjallar um hverfult samband skáldskapar og veruleika, þar sem tíminn skipar stórt hlutverk. Verkin spegla öll hvert annað inni í sýningarrýminu, auk þess sem speglun áhorfandans gefur honum tækifæri til þess að upplifa sjálfan sig með verkinu. S T A R A 1.T B L 2 0 14 19

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.