STARA


STARA - 01.09.2014, Qupperneq 6

STARA - 01.09.2014, Qupperneq 6
S T A R A 1.T B L 2 0 14 6 Í fullkominni veröld væri myndlist... Að eðlisfari er ég bjartsýnismanneskja en aldrei draumóramanneskja – hugsa ekki oft hvað ef þetta eða hitt. Í grunninn hef ég ekki hugmynd um hvernig fullkominn heimur myndi líta út, fullkomnun hvers það væri, því síður hvaða hlutverk list skipaði. Að mínu mati knýr fullkomnun leiðindi áfram og draumórar afvegaleiða frá ánægjunni sem er þegar til staðar. Ég kann eins vel við óreiðu raunveruleikans og hverja hugsjón, líkt og að svara spurningalista með hallærislegum svörum og um leið alveg einlæg. Mottó „Það eru fleiri en ein leið til að flá kött“ og „ef allt klikkar, lakkaðu á þér neglurnar.“ Áhrifavaldar Bifhjól, filmur, efnafræði, litir, áræðni, kynferðis- legar hvatir, andstæður, internetið/alvefurinn, ímyndun, form, hringrás, ferli. Eftirlætis listamaður/ kona: Kenneth Anger. Eftirlætis litur: Sægrænn Hvað er SÍM fyrir þér? Ég kom fyrst til Íslands vegna vinnustofu SÍM 2005. Sem er nánast ástæðan fyrir því að ég bý hérna. Ég hafði engin sérstök áform um að koma til Íslands í lengri tíma þar til ég sótti um hjá SÍM. Fyrstu árunum eyddi ég í óeiginlegum vinnustofum sem voru dreifðar um borgina og voru í byggingum sem voru á endanum rifnar niður. Ég vildi stöðugt vinnuumhverfi og þar sem ég vinn mikið með 16mm filmu framköllun valdi ég bygginguna við Seljaveg. Staðsetningin er frábær, stærð og lögun vinnustofunnar er fullkomin fyrir þær kröfur sem ég geri til rýmisins. Hvaða kostir eru við það að vera félagi í SÍM? Það hefur nýst mér mest að hafa aðgang að vinnu- stofunni og lítinn styrk sem ég fékk á síðasta ári í ferðakostnað og til að skapa ný verk í Hollandi í framköllunarstofu þar. Einnig finnst mér gaman að kynnast fólki frá öðrum löndum í gestavinnustof- unum, sem eru ferskur andblær í listasenuna af og til. Gjarnan vildi ég sjá félagsskapinn sterkari og meiri samskipti milli félaga. Byggingin býður upp á þögn og einveru en skortir skapandi samskipti eða kaffistofu þar sem félagar geta staldrað við og rætt daglegt amstur. Ég hlakka til allra nýju jákvæðu breytinganna sem framundan eru næstu árin! Heimasíða: www.rebekkamoran.com From the per for mance “S creen tes t” 2014 , Kl ing and Bang gal l e r y

x

STARA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.