Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 2
Bæjarstjórn hefur samþykkt sam-
hljóða að auglýsa fyrirliggjandi til-
lögu að breytingu á aðalskipulagi
Seltjarnarness 2006 til 2024 vegna
byggingar á þrjátíu hjúkrunarrým-
um fyrir eldri Seltirninga ásamt
dagvist aldraðra og annarri stoð-
þjónustu.
Í tillögunni felst áður samþykkt
stefnumörkun bæjarstjórnar um
staðsetningu hjúkrunarheimilisins
nágrenni kirkjunnar eins og komið
hefur fram áður. Í tillögunni er sér-
staklega leitast við að fyrirhuguð
bygging falli sem best að landslagi,
gæti að útsýni af Valhúsahæð. Jafn-
framt er áformað að skapa góðar
stígatengingar við Valhúsahæð og
nágrenni.
ÚTGEFANDI: Borgarblö›, Vesturgötu 15, 101 RVK. S: 511 1188 • 895 8298
RITSTJÓRI: Kristján Jóhannsson • ÁBYRG‹ARMA‹UR: Kristján Jóhannsson • BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson.
UMBROT: Valur Kristjánsson • NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍ‹A: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 NES FRÉTTIR
www.borgarblod.is
Nú þegar stefnir í að mörg sveitarfélög á landinu verði rekin með mismunandi miklum halla gera áætlanir ráð fyrir að Seltjarnar-neskaupstaður verði rekinn með 50 milljóna króna rekstarafgangi
þrátt fyrir að þeir ætla að halda óbreyttri útsvarsprósentu. Þetta sýnir
sterka stöðu bæjarfélagsins og ber að fagna því á þessum niðurskurðar-
og krepputímum. Seltjarnarneskaupstaður ætti því að geta haldið sama
þjónustustigi eins og undanfarin ár.
Nú má gera ráð fyrir því að fyrirtæki og heimili fari að verða enn betur
vör við áhrif efnahagskreppunnar. Stjórnvöld virðast vera ráðalítil um
hvernig bregðast skuli við og hvort og þá hvernig koma eigi krónunni aft-
ur á lappirnar. Jón Steinsson, hagfræðingur og prófessor við Columbia-
háskólann í Bandaríkjunum, sem er í viðtali við Nesfréttir að þessu sinni
telur að setja beri krónuna strax á flot. Þá komi í ljós hversu mikið hún
fellur í viðbót og að hreinsa öll jöklabréfin út úr Seðlabankanum. Síðan
verði að reyna að reisa hana við aftur.
En stjórnvöld þora ekkert að gera og bíða bara vegna hræðslu um
að krónan sökkvi til botns en þá munu skuldir heimilanna og fyrirtækj-
anna hækka upp úr öllu valdi. Meðan þetta gengur yfir þarf að frysta öll
íslensk og erlend lán svo að þjófélagið fari ekki endanlega á hliðina. Það
kostar um 150 milljarða á ári að halda upp á krónuna sem er sambæri-
leg upphæð og sá halli sem verður á ríkissjóði á þessu ári.
Við þurfum að fá nýjan gjaldmiðil sem fyrst, helst evru, sem virðist
vera besti kosturinn í þeirri stöðu sem við erum í núna. En það eru því
miður alltof margir Íslendingar sem berjast á móti því að við semjum
okkur að Evrópulöndunum þar sem við eigum heima. Ef að ofstækisfull-
ir þjóðernissinnar verða ofaná í þeirri umræðu og þeim átökum sem
frammundan eru og þeir hafa sigur. Þá segi ég bara “verði okkur að
góðu” þá eigum við ekkert betra skilið.
K.
Góð staða
bæjarfélagsins
Leiðari
Nú ætla ég að fara að
borða hafragraut!
Nesbúinn
Skipulag hjúkrunar-
heimilis í auglýsingu
Í síðasta tölublaði Nesfrétta var sagt að hjúkrunarheimilið ætti
að rísa vestan við Seltjarnarneskirkju en það á að rísa sunnan við
kirkjuna við Kirkjubraut.
Engar hækkanir eru áformaðar
á þjónustugjöldum stofnana Sel-
tjarnarnesbæjar í fjárhagsáætl-
un ársins 2009. Allar gjaldskrár
lækka því verulega að raungildi á
árinu þar sem þær hafa ekki fylgt
verðbólgu sem verið hefur hátt í
þriðja tug prósentna undanfarna
mánuði.
Gjaldskrár
óbreyttar