Nesfréttir - 01.01.2009, Qupperneq 5

Nesfréttir - 01.01.2009, Qupperneq 5
Dansnámskeið hjá Dansstúdíó World Class hófust 12. janúar sl. en þar er hægt að læra allt það heitasta í dansinum í dag. World Class opnaði glæsilega aðstöðu á Suðurströnd, Seltjarnarnesi, árið 2007 og fara dansnámskeiðin fram þar. Auk þess fara þau fram í Laug- um í Laugardal, Spönginni í Graf- arvogi og Mosfellsbæ. Stella Rósen- kranz er deildarstjóri danstúdíós- ins og leituðu Nesfréttir eftir því hjá henni hvaða námskeið séu í boði hjá þeim og á hvað þau væru að leggja áherslu. Stella segir að fólk á öllum aldri sækir námskeiðin. Yngstu nemend- urnir séu á aldrinum fjögurra til sex ára og þeir elstu eru allt upp undir fertugt. Nú leggið þið mikla áherslu á, leikræna tjáningu og túlkun á nám- skeiðum ykkar - er þetta allt hluti af dansinum? “Já, dans er ekki bara dans, hann er túlkun,” segir Stella “Við tengj- um leikræna tjáningu og túlkun í dansana sem við kennum hverju sinni og náum þannig betri tengslum við tónlistina. Góður dansari þarf að lifa sig inn í tónlistina og þess vegna kennum við nemendum okkar að hlusta á tón- listina og skila því sem þau heyra í hreyfingum sínum. Þetta er mjög mik- ilvægur þáttur í því að nemendurnir vaxi og þroski sem dansarar.” Íþrótt og listgrein Mjög margir hafa mikinn áhuga á dansi en hvað er það sem er svona skemmtilegt við dansinn? “Hvað er ekki skemmtilegt við dansinn, segi ég. Dans er ekki bara íþrótt heldur listgrein. Hann veitir útrás sem er engri lík og það hafa allir gaman af því að dansa. Hjá okkur leggjum við í fyrsta lagi áherslu á að nemendur okkar hafi gaman af tímunum um leið og þeir ná árangri. Sviti, hiti, tján- ing, hlátur og há tónlist er það sem gerir þetta alveg extra skemmtilegt.” Og skráningar eru hafnar í dans- tímana hjá ykkur. Hvar og hvernig er hægt að skrá sig? Skráning er hafin í síma 553 0000 en svo er líka hægt að skrá sig í afgreiðslu World Class á Seltjarnar- nesi, í Laugum, í Spönginni, í Grafar- vogi og Mosfellsbæ. Nemendur geta ennþá komið og skráð sig þó svo að fyrsta vikan hjá okkur sé byrjuð, það er alls ekki óalgengt að fólk komi inn þótt tímarnir séu byrjaðir.” Nemendasýning 6. apríl Er eitthvað sem þú vilt sérstaklega koma á framfæri? “Já, ég vil gjarnan minna á nemendasýningu okkar sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhúss- ins þann 6. apríl nk. Í ár munum við styðjast við Sirkus þema í uppbygg- ingu sýningarinnar og ætlum okkur stóra hluti. Mikið verður lagt upp úr dansatriðum og búningum. Allir hópar koma fram og sýna listir sínar. Í fyrra heppnaðist sýningin einstak- lega vel og ætlum við okkur að gera enn betur í ár.” Stella hvetur alla þá sem hafa áhuga á hreyfingu og góðri tónlist að koma í prufutíma til okk- ar. “Það er aldrei of seint að byrja og eru allir velkomnir.” NES FRÉTTIR 5 Ánægja og árangur í fyrirrúmi Stella Rosenkranz með nemendur í kennslustund.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.