Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 11

Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 11
NES FRÉTTIR 11 Jólagleði í Való Mikil gleði ríkti í Valhúsaskóla dagana fyrir jól. Mánuðurinn byrj- aði að vísu með jólaprófum í 8., 9. og 10. bekk en 11. des. skreyttu nemendur skólann sinn. Dari dari dancecompany heimsótti skólann 11. desember og þann sama dag færðu 10. bekkingar Mæðrastyrks- nefnd 200.000 kr. sem höfðu m.a. safnast með styrktarsýningu nem- enda á söngleiknum Grease. Kennsla var brotin upp dagana 17. og 18. desember og tókust þessir dagar mjög vel. Nemendur kunnu tilbreytingunni vel og voru í alla staði til fyrirmyndar. Farið var með alla nemendur skólans í Háskólabíó þar sem sýnd var mynd- in Four Christmases. Auk þess fóru umsjónarkennarar með nemendur sína niður í íþróttahús þar sem far- ið var í ýmsa leiki, haldin var söng- lagakeppni í Miðgarði sem Örn Arn- arson, íþróttakennari stjórnaði með miklum ágætum og 18. des. enduðu nemendur daginn í Seltjarnarnes- kirkju þar sem sr. Sigurður talaði við nemendur og allir sungu sam- an. Í kirkjunni steig nýr skólakór unglingadeildar á stokk í fyrsta sinn og söng nokkur lög undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur. Kórinn stóð sig með mikilli prýði. Litlu jól Valhúsasóla voru svo haldin föstu- daginn 19. desember. Þá gengu ung- lingarnir okkar í kringum jólatré og sungu öll helstu jólalögin. Það er alltaf frábært að sjá hve margir eru tilbúnir til að taka þátt í þessari gleði. Eftir að nemendur höfðu tek- ið við einkunnum sínum og fengið dálitla hressingu hjá umsjónarkenn- urum fóru allir í jólafrí. 8. bekkingar í fallega skreyttri stofu. Dansað og sungið í keppninni “Það var lagið” sem haldin var í Való 18. des. Nemendur í 10. bekk afhenda Mæðrastyrksnefnd 200.000 kr.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.